Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. mars
„Það er algengt að loforð séu svikin. Þess vegna eiga margir erfitt með að treysta öðrum. Heldurðu að einhverjum sé treystandi til að standa við loforð sín? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Jósúabók 23:14.] Þetta blað segir okkur hvernig við getum treyst á loforð Guðs sem hann gefur í Biblíunni.“
Vaknið! janúar-mars
„Sumir hafa áhyggjur af því að búið sé að vinna varanlegt tjón á umhverfinu. Heldur þú að öll von sé úti? [Gefðu kost á svari.] Það var ekki ætlun skaparans að jörðin yrði óbyggilegur ruslahaugur. [Lestu Jesaja 45:18.] Í þessu blaði er útskýrt hvernig jörðinni verður bjargað.“
Kynning á Kröfubæklingnum
„Við höfum verið að tala við fólk um það hvers vegna það eru svona mörg trúarbrögð í heiminum, þó er Biblían aðeins ein. Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir trúarbragðaóreiðunni? [Gefðu kost á svari. Flettu upp á 13. kafla í Kröfubæklingnum og lestu upphafsspurningarnar.] Þú færð fullnægjandi svör við þessum spurningum með því að lesa þennan kafla.“