Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.07 bls. 8
  • Af hverju heimsækjum við fólk aftur og aftur?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Af hverju heimsækjum við fólk aftur og aftur?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • „Við höfum farið margsinnis yfir svæðið okkar!“
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Gefstu ekki upp að gera það sem gott er
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Hvers vegna eigum við að halda áfram að boða trúna?
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Hvers vegna höldum við áfram að fara aftur til fólks?
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 7.07 bls. 8

Af hverju heimsækjum við fólk aftur og aftur?

1. Hvaða spurningar vakna í sambandi við boðunarstarf okkar?

1 Á mörgum stöðum er farið frekar oft yfir starfssvæðin. Við bönkum upp á aftur og aftur, jafnvel þar sem húsráðendur hafa ekki haft áhuga. Af hverju höldum við áfram að heimsækja þá sem hafa ekki sýnt neinn áhuga?

2. Hver er aðalástæðan fyrir því að við höldum ótrauð áfram að prédika?

2 Kærleikur til Jehóva og náungans: Kærleikur okkar til Jehóva er aðalástæðan fyrir því að við höldum ótrauð áfram að prédika. Hjartað knýr okkur til að segja öðrum frá hinum mikla Guði okkar. (Lúk. 6:45) Það er kærleikurinn til Guðs sem fær okkur til að hlýða fyrirmælum hans og hjálpa öðrum að gera það líka. (Orðskv. 27:11; 1. Jóh. 5:3) Þolgæði okkar í boðunarstarfinu er ekki háð viðbrögðum fólks. Þótt kristnir menn á fyrstu öldinni hafi verið ofsóttir „létu þeir eigi af“ að prédika. (Post. 5:42) Sumir vilja ekki hlusta á okkur. En við látum það ekki draga úr okkur kjarkinn heldur höldum áfram að prédika. Þannig sýnum við djúpan kærleika okkar til Jehóva og hollustu við hann.

3. Hvernig stuðlar náungakærleikurinn að því að við höldum áfram að prédika?

3 Við höldum líka áfram að prédika af því að við elskum náungann. (Lúk. 10:27) Jehóva vill ekki að neinir glatist. (2. Pét. 3:9) Á svæðum þar sem oft er starfað finnum við enn þá fólk sem vill þjóna Jehóva. Sem dæmi má nefna að á síðastliðnu ári létu 214 skírast á Gvadelúpeyjum en þar er 1 af hverjum 56 íbúum vottur Jehóva. Nálega 20.000 manns sóttu minningarhátíðina en það er um 1 á móti hverjum 22 íbúum Gvadelúpeyja.

4. Hvaða breytingar verða á starfssvæðunum?

4 Breytingar á starfssvæðinu: Við erum sífellt að hitta nýtt fólk á starfssvæðunum okkar. Næst þegar við bönkum upp á þar sem enginn áhugi var fyrir hendi kemur kannski einhver annar úr fjölskyldunni til dyra og hlustar — kannski einhver sem hefur aldrei heyrt boðskapinn sem við flytjum. Vera má að komnir séu nýir húsráðendur sem hafa áhuga. Börn andsnúinna foreldra vaxa úr grasi og flytjast að heiman. Þau gætu verið fús til að hlusta á boðskapinn.

5. Hvað getur gert það að verkum að fólk ákveður að hlusta?

5 Fólk breytist líka. Páll postuli var áður fyrr „lastmælandi, ofsóknari og smánari“. (1. Tím. 1:13) Sömuleiðis höfðu margir sem þjóna Jehóva núna engan áhuga á sannleikanum til að byrja með. Sumir reyndu jafnvel að hindra framgang fagnaðarerindisins. Vegna versnandi heimsástands gætu sumir mótstöðumenn og aðrir sem hafa sýnt lítinn áhuga ákveðið að hlusta. Aðrir kunna að vera móttækilegri eftir að hafa orðið fyrir erfiðri lífsreynslu svo sem ástvinamissi, atvinnuleysi, fjárhagserfiðleikum eða veikindum.

6. Hvers vegna verðum við að halda áfram að prédika af kostgæfni?

6 Núverandi heimur er á hraðri niðurleið en boðunar- og kennslustarf okkar er í hröðum vexti. (Jes. 60:22) Þess vegna höldum við áfram að prédika af kostgæfni og leitumst við að hafa jákvætt viðhorf. Vera má að næsti viðmælandi okkar vilji hlusta. Við verðum að halda áfram að prédika! Þegar við gerum það munum við bæði gera sjálfa okkur hólpin og áheyrendur okkar. — 1. Tím. 4:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila