Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.07 bls. 1
  • Bréf frá deildarnefndinni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bréf frá deildarnefndinni
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Hvaða starfsemi fer fram á deildarskrifstofum?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Bréf frá deildarskrifstofunni
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Guðveldisfréttir
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Bréf frá deildarskrifstofunni
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 9.07 bls. 1

Bréf frá deildarnefndinni

Kæri boðberi.

Það er ánægjulegt að boðberum skuli hafa fjölgað á nýliðnu þjónustuári, þriðja árið í röð. Árið 2005 var aukningin um 1 prósent, árið 2006 um 3 prósent, en fyrstu níu mánuði þjónustuársins 2007 fjölgaði boðberum um 6 prósent. Allt útlit er fyrir að þessu haldi áfram því að biblíunámskeiðum fjölgar líka. Í mars í fyrra voru þau 229 og höfðu ekki verið fleiri frá því að starfið hófst hér á landi. En í maí síðastliðnum voru haldin 253 biblíunámskeið. Þetta er sérlega ánægjulegt þegar á það er litið að boðberum hafði ekki fjölgað í allnokkur ár. Þessi árangur er að sjálfsögðu Jehóva að þakka og er til vitnis um að hann blessar starf okkar. Verum því ötul að gróðursetja og vökva, vitandi að Guð gefur vöxtinn. — 1. Kor. 3:6.

Einn af helstu viðburðum síðasta þjónustuárs var dreifing Guðsríkisfrétta nr. 37 „Endalok falstrúarbragða eru í nánd!“ Meira en 13.000 eintökum var dreift. Það var ánægjulegt að sjá hvernig bræður og systur hér á landi tóku dyggan þátt í þessu alþjóðlega átaki.

Annar merkur áfangi á nýliðnu þjónustuári var að lokið var við að breyta og endurnýja húsnæði deildarskrifstofunnar. Innréttaðar voru fjórar íbúðir og fleiri skrifstofur. Bílastæðið og girðingin kringum lóðina voru endurnýjuð svo að öll umgjörð hússins er til sóma. Við erum þakklátir fyrir allar þær fúsu hendur sem lögðu okkur lið.

Við fögnum því að mega vinna með ykkur að framgangi fagnaðarerindisins og sendum ykkur kærar kveðjur.

Bræður ykkar

á íslensku deildarskrifstofunni

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila