Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.08 bls. 4
  • Þú getur eignast mikinn auð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þú getur eignast mikinn auð
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Svipað efni
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Geturðu gerst brautryðjandi núna?
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Núna er tíminn til að prédika!
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 5.08 bls. 4

Þú getur eignast mikinn auð

1. Hvers vegna ættirðu að skoða þann möguleika að verða brautryðjandi?

1 Langar þig til að lifa auðugra og innihaldsríkara lífi? Veitir það þér ánægju að hjálpa öðrum? Þráirðu að gera meira í þjónustu Jehóva? Ef þú svara einhverjum af þessum spurningum játandi þá er brautryðjandastarfið kannski upplagt fyrir þig. En auðvitað er ýmislegt sem þarf að taka inn í myndina svo sem fjölskylduábyrgð, aðrar biblíulegar skyldur og heilsufar.

2. Nefndu nokkur andleg verðmæti sem brautryðjendum hlotnast.

2 Innblásin rit Salómons tengja blessun Jehóva við efnislegan auð. (Orðskv. 10:22) Nú á dögum færir blessun Jehóva okkur fyrst og fremst andlegan auð. Slíkan auð fá brautryðjendur í ríkum mæli. Þegar þeir ‚nota hverja stund‘ og ýta persónulegum hugðarefnum til hliðar upplifa þeir þá miklu gleði sem fylgir því að gefa. (Kól. 4:5; Post. 20:35) Jehóva tekur eftir og metur mikils erfiði þeirra og kærleika. Þeir safna handa sér „fjársjóðum á himni“ sem eyðist ekki með tímanum. (Matt. 6:20; Hebr. 6:10) Auk þess geta brautryðjendur styrkt samband sitt við Jehóva þegar þeir halda ‚auga sínu heilu‘ og treysta því að hann sjái þeim fyrir nauðsynjum. — Matt. 6:22, 25, 32; Hebr. 13:5, 6.

3. Hver er munurinn á því að sækjast eftir andlegum auði og efnislegum auði?

3 Eftirsókn í efnislegan auð leiðir oft til „alls kyns óviturlegra og skaðlegra fýsna“. (1. Tím. 6:9, 10; Jak. 5:1-3) En blessun Jehóva hefur aldrei neitt slæmt í för með sér. Þar sem brautryðjendur nota mikinn tíma til að boða trúna hjálpar það þeim að halda góðu jafnvægi og einbeita sér að því sem máli skiptir. (Fil. 1:10) Bróðir nokkur hætti í krefjandi vinnu sem verkfræðingur og gerðist brautryðjandi. Hann sagði: „Ég fann fyrir miklu stressi og álagi í vinnunni. Brautryðjandastarfið hefur ekki þannig áhrif á mig. Ég fæ núna að hjálpa fólki og kenna því sannleikann. Það er mun áhugaverðara og meira gefandi.“

4. Hvernig njóta brautryðjendur góðs af því að hjálpa öðrum?

4 Blessun fyrir aðra: Nú á dögum fer enginn varhluta af erfiðleikum síðustu daga. (2. Tím. 3:1) Fólk hvarvetna þarf sárlega að heyra vonarboðskapinn. Boðberar Guðsríkis finna til mikillar gleði þegar þeir hjálpa vondaufu fólki að kynnast fagnaðarerindinu og eignast von. Brautryðjendur nota meira en 800 klukkustundir á ári til að taka þátt í þessu björgunarstarfi og því hlýtur gleði þeirra að vera mjög mikil. — 1. Tím. 4:16.

5, 6. Hvað getur gert þér kleift að verða brautryðjandi?

5 Hefurðu hugsað alvarlega um að verða brautryðjandi? Þú gætir þurft að taka tíma frá því sem skiptir minna máli. (Ef. 5:15, 16) Margir hafa gert það og einfaldað þannig líf sitt. Það hefur gert þeim kleift að minnka við sig vinnu til að geta haft meiri tíma til að sinna hagsmunum Guðsríkis. Gætir þú hagrætt málum þínum á svipaðan hátt og slegist í hóp brautryðjenda?

6 Biddu Jehóva um visku svo að þú getir gert raunhæfa stundaskrá. (Jak. 1:5) Hvaða blessunar geturðu vænst þess að fá? Ríkulegan andlegan auð. Jehóva mun líka sjá þér fyrir efnislegum nauðsynjum. (Matt. 6:33) Þeir sem reyna Jehóva á þennan hátt hljóta ‚yfirgnæfanlega blessun‘. — Mal. 3:10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila