Blessun brautryðjandastarfsins
1, 2. Hvaða blessun er nátengd brautryðjandastarfinu og hvers vegna?
1 „Ég veit ekki af nokkru öðru starfi sem gæti hafa veitt mér þá ánægju sem ég hef af því að segja öðrum frá sannleikanum,“ sagði brautryðjandi nokkur. Annar sagði: „Ég sef vært á hverri nóttu og hjarta mitt er fullt af gleði.“ Þessir brautryðjendur mæla fyrir munn bræðra og systra hvarvetna sem hafa kynnst blessun brautryðjandastarfsins af eigin raun. — Orðskv. 10:22.
2 Það veitir ósvikna lífsfyllingu að hjálpa öðrum að afla sér þekkingar á orði Guðs sem veitir líf. (Post. 20:35; 1. Þess. 2:19, 20) „Það er hrífandi og trústyrkjandi að sjá að orð Guðs getur fengið fólk til að breyta lífi sínu,“ skrifaði brautryðjandi til margra ára. Já, brautryðjendur geta vænst slíkrar blessunar vegna þess að þeir eru reiðubúnir að hjálpa fólki og sjá um biblíunámskeið.
3, 4. Hvernig getur brautryðjandastarfið hjálpað okkur að treysta á Jehóva, og hvernig stuðlar það að andlegum þroska?
3 Treystum Jehóva: Brautryðjendur treysta daglega á anda Guðs þegar þeir eru í boðunarstarfinu og það hjálpar þeim að þroska með sér ‚ávöxt andans‘ sem veitir þeim vernd. (Gal. 5:16, 22, 23) Þar sem þeir nota Biblíuna að staðaldri verða þeir einnig leiknir í að beita henni til að verja sannleikann og styrkja aðra. (2. Tím. 2:15) Bróðir með áratuga reynslu sem brautryðjandi sagði: „Brautryðjandastarfið hefur gefið mér dýpri þekkingu á Biblíunni, þekkingu sem ég hef notað til að hjálpa mörgum öðrum til að kynnast Jehóva og tilgangi hans.“ Er það ekki mikil umbun?
4 Reglulegir brautryðjendur verða líka að treysta Jehóva á ýmsan annan hátt. Þeir sjá að Jehóva hjálpar þeim að sjá sér farborða og það styrkir trú þeirra. Sjötíu og tveggja ára reglulegur brautryðjandi leit um öxl eftir 55 ára feril í fullu starfi og sagði: „Jehóva hefur aldrei brugðist mér.“ Enn fremur sleppa brautryðjendur við ýmsar áhyggjur lífsins af því að þeir lifa einföldu lífi. Höfðar það til þín? — Matt. 6:22; Hebr. 13:5, 6.
5. Hvernig getur brautryðjandastarfið hjálpað okkur að nálægja okkur Jehóva?
5 Nálægjum okkur Guði: Samband okkar við Jehóva er mjög dýrmætt. (Sálm. 63:4) Við styrkjum sambandið við Jehóva ef við tökum fullan þátt í boðunarstarfinu vegna þess að við elskum hann. (Jak. 4:8) Brautryðjandi með rúmlega 18 ára reynslu í fullu starfi sagði: „Brautryðjandastarfið gefur okkur tækifæri til að ‚finna og sjá að Jehóva er góður‘ og byggja upp æ sterkara samband við skapara okkar dag frá degi.“ — Sálm. 34:9.
6. Hvað verða brautryðjendur að hafa til að bera og hverjir njóta blessunar auk þeirra?
6 Brautryðjendur verða, auk réttra aðstæðna, að hafa sterka trú og einlægan kærleika til Guðs og náungans og þeir þurfa líka að vera fórnfúsir. (Matt. 16:24; 17:20; 22:37-39) En eins og glaðir brautryðjendur víðs vegar staðfesta þá vegur blessun brautryðjandastarfsins þyngra á metunum. (Mal. 3:10) Blessunin takmarkast ekki við brautryðjendur heldur hafa fjölskyldur þeirra og söfnuðir mikið gagn af þeim góða anda sem þeir sýna. — Fil. 4:23.