Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.99 bls. 3-4
  • Tímanum er viturlega varið í brautryðjandastarfi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tímanum er viturlega varið í brautryðjandastarfi
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Þrjátíu aðstoðarbrautryðjendur óskast
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Munum við endurtaka það?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 4.99 bls. 3-4

Tímanum er viturlega varið í brautryðjandastarfi

1 ‚Ég er ofhlaðin störfum nú þegar! Er einhver skynsemi í því að gerast brautryðjandi núna?‘ hugsaði systir nokkur meðan hún hlustaði á ræðu öldungs sem var sjálfur brautryðjandi. Þetta var á svæðismóti og ræðan nefndist: „Sótt fram í brautryðjandastarfi.“ Ungur bróðir meðal áheyrenda hugsaði með sér: ‚Hvernig hefur hann tíma fyrir brautryðjandastarfið? Ég er alveg þrælupptekinn og þó er ég ekki öldungur!‘

2 Öldungurinn ræddi áfram um blessun brautryðjandastarfsins og átti viðtal við nokkra brautryðjendur af farandsvæðinu. Þeir lýstu þeim breytingum sem þeir höfðu gert til að gerast brautryðjendur og sögðu frá hvernig Jehóva hefði blessað viðleitni þeirra ríkulega. Einn var fatlaður, annar átti vantrúaðan maka og sá þriðji hafði hætt veraldlegu starfi en gat þó framfleytt sér ágætlega. Þegar bróðirinn og systirin í salnum heyrðu hvernig þessir brautryðjendur spjöruðu sig með hjálp Jehóva fóru þau að hugsa sinn gang á ný. Við hvetjum ykkur til að gera það líka, einkum þar eð starfstímamark brautryðjenda er nú innan seilingar fyrir marga boðbera eftir að það var lækkað.

3 Við vitum að Jehóva er skapari og Drottinn alheimsins og við skuldum honum líf okkar. (Dan. 4:17; Post. 17:28) Okkur er ljóst að Jehóva notar aðeins eitt skipulag. Við njótum þeirra sérréttinda að þjóna innan þess og styðja hinn ‚trúa og hyggna þjón‘ í að bera vitni um Guðsríki áður en endirinn kemur. (Matt. 24:45; 25:40; 1 Pét. 2:9) Það er langt liðið á ‚síðustu daga‘ og við gerum okkur grein fyrir að tíminn, sem við höfum til að prédika, er að renna út. (2. Tím. 3:1) Eftir sem áður þurfum við að sjá fjölskyldu okkar farborða. (1. Tím. 5:8) Launin virðast ekki endast eins lengi og áður. Heilsan er ef til vill ekki jafngóð og hún var. Og það er ekki nema eðlilegt að vilja eiga einhvern tíma og krafta aflögu handa sjálfum sér. (Préd. 3:12, 13) Það er því rökrétt að við spyrjum hvort það sé skynsamlegt af okkur að þiggja boðið og gerast brautryðjendur.

4 Hver og einn verður að skoða aðstæður sínar vel og vandlega og ákveða hvort hann getur gerst brautryðjandi. (Rómv. 14:12; Gal. 6:5) Það er hvetjandi að sjá að æ fleiri hafa þegið boðið. Þrátt fyrir álag og erfiðleika hinna síðustu daga sýnir þjónustuskýrslan í Árbókinni 1999 að næstum 700.000 vottar Jehóva í heiminum leggja sig kappsamlega fram í brautryðjandastarfi. Sum þessara bræðra og systra búa við erfitt efnahagsástand, skortir farartæki, eru heilsuveil eða eiga við aðra erfiðleika að glíma. Samt þreytast þau ekki á að gera það sem gott er og það er hrósunarvert. (Gal. 6:9) Þau hafa þegið boð Jehóva um að reyna hann. (Mal. 3:10) Þeim finnst brautryðjandastarfið vera mjög viturleg leið til að nota takmarkaðan tíma sinn og efni. Þeim finnst Jehóva hafa blessað sig ríkulega fyrir að gera nauðsynlegar breytingar til að geta hafið brautryðjandastarf og halda því áfram.

5 Brautryðjendur njóta blessunar: Systir í Kamerún, sem á kornunga dóttur, segir: „Ég hef alltaf tekið telpuna með mér í starfið síðan hún fæddist. Áður en hún fór að ganga batt ég hana tryggilega inn í dúk og bar hana á bakinu. Morgun einn, þegar ég var í starfinu, stoppaði ég hjá sölubás við götuna. Barnið trítlaði þá að næsta sölubás með nokkur blöð úr töskunni minni. Þótt hún gæti lítið sagt náði hún athygli konu þar og bauð henni blað. Konan var steinhissa að sjá svona lítið barn taka þátt í þessu starfi. Hún þáði blaðið fúslega og líka heimabiblíunámskeið!“

6 Öldungur og fjölskyldufaðir í Sambíu, sem var í fullri vinnu, ákvað að taka hvatningunni og gerast aðstoðarbrautryðjandi þrátt fyrir annríki. Hann vildi gefa söfnuðinum og fjölskyldu sinni gott fordæmi. Stundum lagði hann bílnum við vegarbrúnina og spilaði kafla af hljóðsnældu úr bókinni The Secret of Family Happiness (Fjölskylduhamingjubókinni). Hann bauð vegfarendum að staldra við og hlusta á upplesturinn. Honum tókst að útbreiða 16 Fjölskylduhamingjubækur og 13 Þekkingarbækur og koma af stað tveim biblíunámskeiðum.

7 Í grannríkinu Simbabve ríkti einnig góður brautryðjandaandi. Í apríl 1998 voru 70 aðstoðarbrautryðjendur og 9 reglulegir brautryðjendur í 117 boðbera söfnuði þar í landi. Í öðrum söfnuði með 94 boðberum voru 58 aðstoðarbrautryðjendur. Í þriðja söfnuðinum ákváðu 58 boðberar af 126 að gerast aðstoðarbrautryðjendur. Þar voru einnig 4 reglulegir brautryðjendur. Síðasta þjónustuár var einstaklega gott í Simbabve. Enda þótt bræðurnir hafi verið önnum kafnir við að sinna fjölskyldum sínum, safnaðarstarfi og byggingu deildarskrifstofu notuðu þeir tímann vel í boðunarstarfinu.

8 Brautryðjendum er ljóst að þeir hefja hvorki brautryðjandastarf né halda það út í eigin krafti. Þeir viðurkenna fyrstir manna að þeir geti ekkert gert nema „eftir þeim mætti, sem Guð gefur.“ (1. Pét. 4:11) Það er trúin sem gerir þeim kleift að inna þjónustu sína af hendi dag frá degi. Dugmiklir brautryðjendur gera sér ljóst að þeir mega ekki setja eigin þægindi og hentisemi á oddinn. Þeir vita að það getur kostað þá ‚mikla baráttu‘ að halda þjónustu sinni áfram. (1. Þess. 2:2) En blessunin, sem fylgir því, er líka mikil.

9 Fordæmi Páls er gott til eftirbreytni: Biblían segir frá árangri Páls postula í boðunarstarfinu og þeirri góðu hjálp sem hann veitti mörgum. En hafi einhver verið ofhlaðinn störfum var það Páll. Hann þoldi ofsóknir og harðræði til að geta prédikað fagnaðarerindið og styrkt söfnuðina. Hann átti líka við alvarlegan heilsubrest að stríða. (2. Kor. 11:21-29; 12:7-10) Hann var staðráðinn í að nota tímann viturlega. Hann viðurkenndi að hann gerði allt sem hann gerði með hjálp Jehóva. (Fil. 4:13) Enginn, sem Páll aðstoðaði, hafði ástæðu til að ætla að hann hefði sólundað tíma sínum og kröftum eða hefði betur varið þeim til annars en þjónustu Jehóva. Við njótum enn þann dag í dag góðs af því hve viturlega Páll notaði tímann. Innblásnar ráðleggingar hans eru okkur mikils virði og hjálpa okkur að láta réttu málin ganga fyrir í lífinu og halda okkur við sannleikann á þessum erfiðu tímum.

10 „Tíminn er orðinn stuttur“ sem við höfum til að prédika fagnaðarerindið. (1. Kor. 7:29; Matt. 24:14) Þess vegna er rétt að spyrja sig: ‚Ef ég dæi óvænt á morgun, gæti ég þá sagt Jehóva að ég hafi notað tímann viturlega?‘ (Jak. 4:14) Hví ekki að tala strax við Jehóva í bæn og fullvissa hann um að þú viljir nota tíma þinn viturlega? (Sálm. 90:12) Biddu hann um hjálp til að einfalda líf þitt. Kannski kemstu að raun um að þú getir gerst brautryðjandi núna, þótt þú hafir afskrifað það áður.

11 Nýttu aðstæður þínar sem best: Skiljanlega eru ekki allir í aðstöðu til að starfa 70 klukkustundir á mánuði sem reglulegir brautryðjendur, þótt þeir gjarnan vildu. En margir starfa sem aðstoðarbrautryðjendur eins oft og þeir geta eða jafnvel að staðaldri, og nota þá 50 klukkustundir á mánuði til boðunarstarfsins. Misstu ekki kjarkinn þótt þú sért ekki í aðstöðu til að gerast aðstoðarbrautryðjandi eða reglulegur brautryðjandi núna. Haltu áfram að biðja Jehóva þess að aðstæður þínar breytist. En þótt þú getir ekki skapað þér olnbogarými til brautryðjandastarfs skaltu hafa hugfast að Jehóva hefur velþóknun á öllu sem þú getur gert af allri sálu í þjónustu hans. (Matt. 13:23) Hann veit að þú stendur óhagganlegur hans megin og leggur þig allan fram sem trúfastur boðberi. Hann veit að það líður aldrei svo mánuður að þú grípir ekki tækifærið og berir vitni. Kannski geturðu tekið framförum og skarað fram úr sem prédikari og kennari fagnaðarerindisins. — 1. Tím. 4:16.

12 Hinn „mikli og ógurlegi dagur“ Jehóva er svo nærri að við þurfum að nota viturlega þann tíma sem eftir er til að ljúka verkinu sem okkur hefur verið falið. (Jóel 3:4) Satan veit að hann hefur nauman tíma og beitir öllum brögðum til að gera líf okkar svo flókið að við eigum erfitt með að einbeita okkur að því sem skiptir raunverulega máli. (Fil. 1:10; Opinb. 12:12) Vanmettu aldrei áhuga Jehóva á þér. Hann getur hjálpað þér að einfalda líf þitt svo að þú getir notið þín til fulls í boðunarstarfinu. (Sálm. 145:16) Sem betur fer hafa margir skoðað aðstæður sínar á ný og komist að raun um að þeir geta gerst reglulegir brautryðjendur eða aðstoðarbrautryðjendur. Brautryðjendur hafa mikla ánægju af því að nota tíma sinn með þessum viturlega hætti. Verður þú einn þeirra?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila