Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn október-desember
„Margir eru óvissir um hvað þeir eigi að segja við vin sem er alvarlega eða lífshættulega veikur. Hvað finnst þér um þessa ráðleggingu? [Lestu Jakobsbréfið 1:19 og gefðu kost á svari.] Í þessari grein eru margar góðar tillögur sem eru byggðar á meginreglum Biblíunnar.“ Sýndu greinina sem hefst á bls. 10.
Vaknið! október-desember
„Þú hefur sennilega rætt við votta Jehóva áður. Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér af hverju við förum í hús, jafnvel þó að fæstir sýni mikinn áhuga? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Matteus 24:14.] Það hefur sýnt sig að það eru margar ranghugmyndir í gangi um okkur. Í þessu blaði er að finna greinagóðar upplýsingar um söfnuð Votta Jehóva.“
Varðturninn október-desember
„Margir óttast hamfarir eða tortímingu af völdum loftslagsbreytinga eða kjarnorkustyrjaldar. Heldurðu að það eigi eftir að gerast? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir hvað sagt er um þetta mál í Biblíunni. [Lestu Opinberunarbókina 11:18.] Í þessu blaði er svarað fjórum algengum spurningum um endi veraldar.“
Vaknið! október-desember
Lestu Matteus 5:39. Segðu síðan: „Heldurðu að Jesús hafi verið að segja að við ættum að taka því þegjandi og hljóðalaust ef við erum beitt órétti eða ofbeldi? [Gefðu kost á svari.] Í þessari grein kemur fram hvað segir í Biblíunni um sjálfsvörn og um það að leita lögverndar.“ Sýndu greinina sem hefst á bls. 12.