Áhrifamikill vitnisburður verður gefinn
1. Hvað annað getur haft áhrif á gesti sem koma á minningarhátíðina en ræðan? Skýrðu svarið.
1 Hvenær? Kvöldið sem minningarhátíðin verður haldin. Unnið hefur verið ötullega að því að bjóða fólki að koma. Það sem gestirnir fá að heyra er ekki það eina sem getur haft áhrif á þá. Kona ein, sem kom á minningarhátíðina, minntist sérstaklega á það sem hún sá — vinsemd allra viðstaddra og fallegu, hreinu bygginguna sem var reist af sjálfboðaliðum og haldið við í sjálfboðavinnu. Við ættum því öll, ekki aðeins ræðumaðurinn, að gera okkar besta á þessum mikilvægasta atburði ársins til að gefa góðan vitnisburð. — Ef. 4:16.
2. Hvernig getum við öll vitnað fyrir gestum?
2 Tökum vel á móti gestum: Hlýlegt bros ásamt glaðlegri kveðju er góður vitnisburður. (Jóh. 13:35) Jafnvel þótt þú sjáir þér ekki fært að tala við alla geturðu samt heilsað hlýlega fólki í kringum þig. (Hebr. 13:1, 2) Veittu athygli gestum sem virðast ekki þekkja neinn á staðnum. Þeir hafa líklega fengið boðsmiða meðan á herferðinni stóð. Þú gætir spurt: „Ertu að koma hingað í fyrsta skipti?“ Bjóddu viðkomandi að sitja hjá þér og láttu vita að þú svarir fúslega spurningum sem gætu legið honum á hjarta. Ef fleiri söfnuðir nota sama ríkissal og það þarf að yfirgefa svæðið fljótt fyrir næsta söfnuð gætirðu sagt: „Það væri gaman að fá að heyra hvað þér fannst um samkomuna. Er möguleiki að fá að hitta þig aftur?“
3. Hvernig getum við tekið vel á móti þeim sem eru óvirkir?
3 Bjóðum óvirka velkomna: Einhverjir óvirkir boðberar munu án efa vera viðstaddir, þar á meðal sumir sem koma aðeins á minningarhátíðina ár hvert. Tökum vel á móti þeim og sýnum að við erum einlæglega ánægð að sjá þá. (Rómv. 15:7) Öldungar gætu síðan heimsótt þá stuttu síðar og hvatt þá til að halda áfram að sækja samkomur. Það er bæn okkar að sem flestir viðstaddra fái löngun til að lofa Guð, ekki aðeins vegna þess sem þeir hlýddu á heldur einnig vegna þess að þeir,sáu góðverk okkar‘. — 1. Pét. 2:12.