Hvernig getum við aðstoðað minningarhátíðargesti?
1. Hvað áhrifamikli vitnisburður verður gefinn 22. mars 2008?
1 Hinn 22. mars árið 2008 verður gefinn áhrifamikill vitnisburður um allan heim. Milljónir manna verða viðstaddar minningarhátíðina og fá að heyra um þann mikla kærleika sem Jehóva sýndi með því að greiða lausnargjald fyrir mennina. (Jóh. 3:16) Allir sem koma fræðast um ríki Guðs og hvernig hann mun nota það til að framkvæma vilja sinn á allri jörðinni. (Matt. 6:9, 10) Þeir eiga eftir að sjá með eigin augum kærleika og einingu þjóna Guðs og kynnast gestrisni þeirra. — Sálm. 133:1.
2. Hvernig getum við aðstoðað biblíunemendur sem mæta á minningarhátíðina?
2 Biblíunemendur: Sumir viðstaddra hafa nýlega byrjað að kynna sér Biblíuna með vottum Jehóva. Kynnum þá fyrir bræðrum og systrum. Segjum þeim frá samkomunum og sýnum þeim það helsta í ríkissalnum. Í ræðunni hvetur ræðumaðurinn þá til að halda áfram að styrkja samband sitt við Jehóva. Þið getið notað orð hans sem grunn til að hvetja nemendurna áfram.
3. Hvernig getum við uppörvað óvirka boðbera sem mæta á minningarhátíðina?
3 Óvirkir boðberar: Sumir viðstaddra gætu verið óvirkir boðberar. Heilsum þeim hlýlega að fyrra bragði. Forðumst að spyrja persónulegra spurninga eða segja eitthvað sem gæti valdið þeim óþægindum. Stuttu eftir minningarhátíðina ættu öldungarnir að heimsækja alla óvirka boðbera sem sóttu hátíðina, hrósa þeim fyrir að koma og bjóða þeim á næstu samkomu.
4. Hvernig getum við aðstoðað gesti?
4 Gestir: Sumir viðstaddra eru ef til vill kunningjar okkar eða einhverjir úr fjölskyldunni sem við höfum boðið. Aðrir hafa kannski fengið boðsmiðann í sérstaka átakinu. Ef þú sérð einhverja sem þú þekkir ekki skaltu eiga frumkvæðið að því að kynna þig fyrir þeim og bjóða þá velkomna. Ef til vill er þetta í fyrsta skipti sem þeir mæta á samkomur hjá okkur. Í samtali þínu gætirðu komist að því hvernig væri hægt að ná sambandi við þá. Með því að fara í heimsókn til þeirra nokkrum dögum eftir minningarhátíðina eða tala við þá stuttleg í síma gætirðu reynt að vekja frekari áhuga hjá þeim og bjóða þeim biblíunámskeið.
5. Hvað gætum við sagt til að hefja biblíunámskeið?
5 Þegar við förum í endurheimssókn getum við notað efnið út minningarhátíðarræðunni til að kynna bókina Hvað kennir Biblían? Ræðumaðurinn mun lesa Jesaja 65:21-23. Í endurheimsókninni gætirðu minnst á ræðuna og sagt: „Má ég segja þér frá fleiri blessunum sem lausnargjaldið mun veita okkur?“ Flettu síðan upp á bls. 4-5 í bókinni Hvað kennir Biblían? Þú gætir líka sagt: „Margir velta fyrir sér hvenær spádómurinn í Jesaja uppfyllist.“ Sýndu greinar 1-3 í 9. kafla. Annar möguleiki er einfaldlega að vitna í það sem ræðumaðurinn sagði, bjóða bókina Hvað kennir Biblían? og sýna námsaðferðina.
6. Hvaða tækifæri fáum við þegar við fylgjum boði Jesú um að minnast dauða hans?
6 Verum öll vakandi fyrir tækifærum til að aðstoða biblíunemendur, óvirka boðbera og gesti sem koma á minningarhátíðina. (Lúk. 22:19) Við getum verið viss um að Jehóva blessar viðleitni okkar til að auka þjónustuna við Guðsríki.