Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í september
„Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvers vegna Guð leyfir illsku og þjáningar? [Gefðu kost á svari.] Mig langar til að sýna þér hvernig þessari spurningu er svarað hér í blaðinu.“ Lesið saman efnið undir fyrstu millifyrirsögn greinarinnar „Kynntu þér orð Guðs“ í Varðturninum júlí-september og einn af ritningarstöðunum sem vísað er í. Bjóddu blöðin og mæltu þér mót við húsráðanda aftur til að svara næstu spurningu.
Varðturninn júlí-september
Lestu Sálm 37:10, 11. Segðu síðan: „Heldurðu að við eigum eftir að sjá þetta loforð rætast? [Gefðu kost á svari.] Í þessu blaði er fjallað um sex biblíuspádóma sem eru að uppfyllast núna. Þessir spádómar gefa til kynna að það sé stutt í að þetta loforð verði að veruleika.“
Vaknið! júlí-september
„Ertu ekki sammála því að ástvinamissir sé eitt það erfiðasta sem fólk þarf að takast á við í lífinu? [Gefðu kost á svari.] Margir hafa sótt styrk í þessi orð. [Lestu Sálm 55:23.] Í þessu blaði er bent á nokkur góð ráð um hvernig hægt sé að vinna úr sorginni, þar á meðal hvernig við getum varpað áhyggjum okkar á Guð.“