Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.12 bls. 1
  • „Hafið frið við alla menn“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Hafið frið við alla menn“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – bregðumst rétt við reiðum húsráðanda
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Sýnum djörfung og verum friðsöm
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Hjálpaðu húsráðanda að rökhugsa
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Fylgjum gullnu reglunni í boðunarstarfinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 12.12 bls. 1

„Hafið frið við alla menn“

1. Hvaða ráði Biblíunnar ættum við að fylgja þegar við hittum reiðan húsráðanda?

1 Vottar Jehóva eru friðsamir og flytja fólki boðskap um frið. (Jes. 52:7) Stundum hittum við þó fólk sem verður reitt út í okkur þegar við heimsækjum það. Hvað getum við gert til að vera friðsöm við slíkar aðstæður? – Rómv. 12:18.

2. Hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að vera skilningsrík?

2 Verum skilningsrík: Sumir verða reiðir út í okkur af því að þeir eru andsnúnir sannleikanum en aðrir eru pirraðir af einhverjum öðrum ástæðum sem tengjast trúboði okkar ekki neitt. Kannski komum við á óheppilegum tíma. Húsráðandinn gæti líka verið í uppnámi út af persónulegum vandamálum. Ef fagnaðarerindið er hins vegar ástæðan fyrir því að hann er reiður skulum við muna að viðbrögð hans stafa sennilega af því að hann hefur verið blekktur. (2. Kor. 4:4) Ef við erum skilningsrík eigum við auðveldara með að halda rónni og taka því ekki persónulega þótt húsráðandi komi illa fram við okkur. – Orðskv. 19:11.

3. Hvernig getum við sýnt húsráðanda virðingu?

3 Sýnum virðingu: Margir sem búa á starfssvæðinu hafa sterkar trúarskoðanir. (2. Kor. 10:4) Þeir eiga rétt á því að ákveða hvort þeir vilji hlusta á okkur eða ekki. Við skulum aldrei gera lítið úr trúarskoðunum þeirra eða gefa í skyn að við séum eitthvað betri en þeir. Ef húsráðandi biður okkur um að fara skulum við virða það og fara.

4. Hvernig getum við sýnt að við erum vingjarnleg?

4 Verum vingjarnleg: Jafnvel þótt hreytt sé í okkur ónotum ættum við alltaf að vera mild og vingjarnleg. (Kól. 4:6; 1. Pét. 2:23) Reynum að finna eitthvað sem við erum sammála um í staðinn fyrir að fara að rífast. Við gætum kannski spurt húsráðandann kurteislega af hverju honum er í nöp við okkur. En stundum getur verið best að ljúka samtalinu strax til að egna hann ekki enn frekar. – Orðskv. 9:7; 17:14.

5. Hvaða gagn hlýst af því þegar við erum friðsöm í boðunarstarfinu?

5 Ef við erum friðsöm í boðunarstarfinu er mjög líklegt að húsráðandinn muni eftir því og hlusti næst þegar einhver reynir að vitna fyrir honum. (Rómv. 12:20, 21) Og þótt hann sé mjög harður í afstöðu sinni gæti vel verið að hann verði einhvern tíma trúbróðir okkar. (Gal. 1:13, 14) Hvernig sem því líður heiðrum við Jehóva og prýðum boðskapinn með því að sýna sjálfstjórn og vera friðsöm í starfinu. – 2. Kor. 6:3.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila