Tökum framförum í boðunarstarfinu – bregðumst rétt við reiðum húsráðanda
Af hverju er það mikilvægt? Flestir sem við hittum í boðunarstarfinu eru kurteisir. Jesús spáði því hins vegar að sumir myndu hata okkur. (Jóh. 17:14) Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að hitta reiðan húsráðanda. Þegar slíkt gerist ættu viðbrögð okkar að vera Jehóva þóknanleg því að við erum fulltrúar hans. (Rómv. 12:17 – 21; 1. Pét. 3:15, 16) Þá komum við að öllum líkindum í veg fyrir að reiðin magnist. Það segir húsráðanda líka mikið um trú okkar og einnig þeim sem eru að fylgjast með. Þá eru meiri líkur á að þeir hlusti í næsta skipti þegar vottar Jehóva heimsækja þá. – 2. Kor. 6:3.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Æfið ykkur í tilbeiðslustund fjölskyldunnar.
Eftir að hafa kvatt húsráðanda skaltu ræða við starfsfélaga þinn um hvernig hægt hefði verið að bregðast betur við.