Tillögur að kynningum
Hvernig kynna má boðsmiðann fyrir minningarhátíðina
„Góðan dag. Okkur langar til að bjóða þér og fjölskyldu þinni á minningarhátíð sem er haldin árlega og fer fram um allan heim 26. mars. Tilefni hennar er að minnast dauða Jesú. Þar verður fjallað um hvernig dauði hans er okkur til góðs og aðgangur er ókeypis. Á boðsmiðanum stendur hvar og hvenær minningarhátíðin verður haldin.“
Varðturninn mars-apríl
„Okkur langar til að heyra álit þitt á manni sem er mikils metinn meðal kristinna manna, gyðinga og múslíma. Það er Móse. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir minnst á hann? [Gefðu kost á svari.] Það er athyglisvert að sjá hvað Biblían segir um Móse þótt honum hafi orðið ýmisleg á. [Lestu 5. Mósebók 34:10-12.] Í þessu blaði er rætt um þrjá eiginleika sem Móse hafði til að bera og hvað við getum lært af fordæmi hans.“
Vaknið! mars-apríl
„Það er orðið algengt að fólk flytjist milli landa í leit að betra lífi. Heldurðu að allir finni það sem þeir eru að leita að? [Gefðu kost á svari.] Fólk til forna flutti líka milli landa. Mig langar til að sýna þér dæmi um það hér í fyrstu bók Biblíunnar. [Lestu 1. Mósebók 46:5, 6.] Þetta blað fjallar um þessar spurningar.“ Sýndu húsráðanda spurningarnar neðst á bls. 6.