Tillögur að kynningum
Átakið fyrir minningarhátíðina
„Við erum að gefa fólki boðsmiða á mjög mikilvægan viðburð. Milljónir manna um allan heim munu koma saman 14. apríl næstkomandi til að minnast dauða Jesú Krists og hlusta á ræðu sem fjallar um það hvernig dauði hans getur verið okkur til góðs. Á boðsmiðanum kemur fram hvar og hvenær samkoman er haldin. Aðgangur er ókeypis.“
Varðturninn Mars-apríl
„Við erum stuttlega að ræða við fólk um mál sem snertir okkur öll, það er að segja þegar einhver nákominn okkur deyr. Ertu ekki sammála því að fátt sé erfiðara en að missa ástvin? [Gefðu kost á svari.] Margir hafa sótt styrk í þetta vers í Biblíunni. [Lestu Jesaja 25:8.] Í þessu blaði er sagt frá loforði Guðs um að afmá dauðann og vekja ástvini okkar til lífs á ný.“
Vaknið! Mars-apríl
„Hefur þú tekið eftir því hvað fjölskyldur nú á tímum eru undir miklu álagi? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni er bent á hvað geti hjálpað fjölskyldum að standast álagið. [Lestu Orðskviðina 24:3.] Margir hafa komist að því að Biblían hefur að geyma skynsamleg ráð. Þetta tímarit fjallar um alveg einstakt vefsetur með ókeypis biblíutengdu efni fyrir alla fjölskylduna.“