Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í mars
„Flestir hafa gert sér í hugarlund hver Guð sé. Sumir ímynda sér að Guð sé ópersónulegt afl. Aðrir ímynda sér hann sem kærleiksríkan himneskan föður. Hver heldur þú að Guð sé?“ Gefðu kost á svari. Sýndu baksíðu Varðturnsins mars-apríl. Farið saman yfir efnið undir fyrri spurningunni og lesið að minnsta kosti eitt biblíuvers. Bjóddu blöðin og mæltu þér mót við viðmælandann til að ræða um seinni spurninguna.
Varðturninn Mars-apríl
„Við erum stuttlega að ræða við fólk um mál sem snertir okkur öll, það er að segja þegar einhver nákominn okkur deyr. Ertu ekki sammála því að fátt sé erfiðara en að missa ástvin? [Gefðu kost á svari.] Margir hafa sótt styrk í þetta vers í Biblíunni. [Lestu Jesaja 25:8.] Í þessu blaði er sagt frá loforði Guðs um að afmá dauðann og vekja ástvini okkar til lífs á ný.“
Vaknið! Mars-apríl
„Hefur þú tekið eftir því hvað fjölskyldur nú á tímum eru undir miklu álagi? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni er bent á hvað geti hjálpað fjölskyldum að standast álagið. [Lestu Orðskviðina 24:3.] Margir hafa komist að því að Biblían hefur að geyma skynsamleg ráð. Þetta tímarit fjallar um einstaka vefsíðu með ókeypis biblíutengdu efni fyrir alla fjölskylduna.“