Átak til að kynna minningarhátíðina hefst 17. mars
1. Hvaða átak hefst 17. mars?
1 Á hverju ári höldum við minningarhátíð til að ‚boða dauða Jesú‘. (1. Kor. 11:26) Þess vegna viljum við að sem flestir safnist saman með okkur til að heyra um þá kærleiksríku gjöf sem Jehóva gaf okkur – lausnarfórnina. (Jóh. 3:16) Í ár hefst kynningarátakið laugardaginn 17. mars. Hlakkarðu til að taka þátt í því?
2. Hvað getum við sagt þegar við afhendum boðsmiðann?
2 Hvað getum við sagt? Best er að hafa kynninguna stutta. Við gætum sagt: „Góðan daginn. Okkur langar að bjóða þér og fjölskyldu þinni á mikilvæga minningarhátíð sem verður haldin um allan heim fimmtudaginn 5. apríl. Þar verður flutt ræða, byggð á Biblíunni, sem útskýrir hverju fórn Jesú áorkaði og hvaða hlutverki Jesús gegnir núna. Á boðsmiðanum stendur hvar og hvenær minningarhátíðin verður haldin hér í bænum.“ Þegar við dreifum boðsmiðum um helgar bjóðum við einnig blöðin eftir því sem við á.
3. Hvernig getum við boðið sem flestum á minningarhátíðina?
3 Bjóddu eins mörgum og hægt er: Markmið okkar er að bjóða eins mörgum og hægt er. Munum eftir að bjóða þeim sem við heimsækjum reglulega, biblíunemendum, ættingjum, vinnufélögum, skólafélögum, nágrönnum og öðrum kunningjum. Öldungarnir munu leiðbeina söfnuðinum hvernig fara eigi yfir svæðið. Þetta árlega átak til að bjóða fólki á minningarhátíðina skilar árangri. Þegar kona gekk inn í samkomusal á síðasta ári bauðst salarvörður til að aðstoða hana við að finna þann sem bauð henni. Konan sagðist ekki þekkja neinn í salnum, hún hefði fengið boðsmiða frá einhverjum sem var að fara hús úr húsi fyrr um daginn.
4. Hvaða ástæður höfum við til að dreifa boðsmiðunum af kappi?
4 Kannski kemur einhver sem þú bauðst á minningarhátíðina. En hvort sem fólk þiggur boðið eða ekki er viðleitni þín góður vitnisburður. Boðsmiðarnir, sem þú dreifir, kunngera að Jesús sé voldugur konungur. Með kappsemi þinni sýnirðu fólki á svæðinu, öðrum boðberum og síðast en ekki síst Jehóva að þú kunnir innilega að meta lausnarfórnina. – Kól. 3:15.