Dreifing boðsmiða á minningarhátíðina hefst 2. apríl
1. Hvenær munum við dreifa boðsmiðum á minningarhátíðina í þetta sinn, og hvaða áhrif hefur þetta árlega dreifingarátak haft?
1 Dagana 2. til 17. apríl verður dreift boðsmiðum á mikilvægasta atburð ársins, minningarhátíðina um dauða Krists. Undanfarin ár hafa margir áhugasamir brugðist vel við þessu dreifingarátaki. Á deginum, sem minningarhátíðin var haldin, hringdi kona ein á deildarskrifstofuna og sagði: „Ég var að koma heim og fann boðsmiða á gólfinu. Mig langar til að koma en ég veit ekki hvenær þetta byrjar.“ Bróðirinn sagði henni hvar á miðanum þær upplýsingar væri að finna. Konan kvaddi með orðunum: „Ég ætla að mæta á þessa hátíð í kvöld.“
2. Hvað getum við sagt þegar við afhendum boðsmiðann?
2 Hvernig förum við að? Þar sem við höfum takmarkaðan tíma til að fara yfir svæðið er gott að vera stuttorður. Við gætum sagt: „Góðan daginn. Okkur langar til að bjóða þér og fjölskyldu þinni á mikilvæga hátíð sem verður haldin um allan heim sunnudaginn 17. apríl. [Réttu húsráðandanum boðsmiðann.] Þetta er minningarhátíð um dauða Krists. Það verður flutt ræða þar sem er útskýrt hvernig við njótum góðs af lausnarfórn Krists. Á boðsmiðanum stendur hvar og hvenær minningarhátíðin verður haldin hér hjá okkur.“
3. Hvernig getum við boðið sem flestum?
3 Ef svæði safnaðarins er stórt geta öldungar ákveðið að setja megi boðsmiða inn um lúgur hjá þeim sem ekki eru heima. Munum eftir að bjóða þeim sem við heimsækjum reglulega, ættingjum, vinnufélögum, skólafélögum og öðrum kunningjum. Þegar við dreifum boðsmiðum um helgar bjóðum við einnig blöðin eftir því sem við á. Geturðu verið aðstoðarbrautryðjandi í apríl til að eiga sem mestan þátt í þessu ánægjulega dreifingarátaki?
4. Hvers vegna viljum við að áhugasamir sæki minningarhátíðina?
4 Áhrifamikill vitnisburður verður gefinn þeim áhugasömu sem sækja minningarhátíðina. Þeir fá að heyra um kærleikann sem Jehóva hefur sýnt með því að sjá okkur fyrir lausnargjaldi. (Jóh. 3:16) Þeir fá að vita hvað Guðsríki mun gera fyrir mannkynið. (Jes. 65:21-23) Þeir verða líka hvattir til að biðja salarverði um biblíunámskeið svo að þeir geti fengið nánari fræðslu. Það er bæn okkar að einlægt fólk bregðist vel við dreifingarátakinu og verði með okkur á minningarhátíðinni.