Boðsmiðum á minningarhátíðina verður dreift um allan heim
1. Hvað verður gert um allan heim fyrir minningarhátíðina?
1 „Gerið þetta í mína minningu.“ (Lúk. 22:19) Tilbiðjendur Jehóva hlýða þessu boði Jesú og koma saman ásamt öðrum áhugasömum 30. mars 2010 til að minnast dauða hans. Sérstökum boðsmiða á minningarhátíðina verður dreift um heim allan dagana 13. til 30. mars.
2. Hvernig getum við notað boðsmiðann?
2 Hvernig förum við að? Láttu húsráðandann hafa boðsmiðann þannig að hann sjái myndina framan á honum. Síðan gætirðu sagt: „Kvöldið 30. mars munu milljónir manna safnast saman um heim allan til að minnast dauða Jesú. Mig langar að bjóða þér og fjölskyldu þinni að sækja hátíðina. Vinir þínir eru einnig velkomnir.“ Nefndu hvar og hvenær minningarhátíðin verður haldin. Ef aðstæður leyfa gætirðu lesið Lúkas 22:19 til að benda á þetta boð Biblíunnar. Hafðu í huga að við höfum takmarkaðan tíma til að dreifa boðsmiðanum á starfssvæðinu og því er best að vera stuttorður.
3. Hverjum getum við boðið?
3 Ef svæði safnaðarins er stórt geta öldungar gefið leiðbeiningar um að setja boðsmiða inn um lúgur hjá þeim sem eru ekki heima í fyrstu heimsókn. Við bjóðum blöðin ásamt boðsmiðanum þegar það er viðeigandi. Munum eftir að bjóða biblíunemendum, þeim sem við heimsækjum reglulega, vinnufélögum, skólafélögum, ættingjum, nágrönnum og öðrum kunningjum.
4. Hvað viljum við gera vegna kærleikans sem Jehóva sýndi með lausnarfórninni?
4 Búðu þig undir að taka sem mestan þátt í boðunarstarfinu: Tímabilið í kringum minningarhátíðina er góður tími til að auka þjónustu okkar. Geturðu breytt dagskrá þinni og orðið aðstoðarbrautryðjandi? Ertu með börn eða biblíunemendur sem hafa tekið góðum framförum? Ef svo er skaltu ræða við öldunga og athuga hvort viðkomandi er hæfur til að taka þátt í að dreifa boðsmiðum sem óskírður boðberi. Þakklæti fyrir þann kærleika sem Jehóva sýndi okkur með lausnarfórninni hvetur okkur ekki aðeins til að vera viðstödd minningarhátíðina heldur einnig til að bjóða sem flestum með okkur. — Jóh. 3:16.