Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í apríl
„Margir eru á þeirri skoðun að Satan standi á bak við illskuna í heiminum. Þeir velta kannski fyrir sér hvernig djöfullinn hafi orðið til og hvort Guð hafi skapað hann. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Sjáðu hvað stendur hér.“ Réttu húsráðandanum Varðturninn mars-apríl og bentu honum á baksíðugreinina. Lesið saman fyrstu efnisgreinina og ritningarstaðinn merktan „lestu“. Bjóddu blaðið og gerðu ráðstafanir til að koma aftur og ræða næstu spurningu.
Varðturninn mars-apríl
„Okkur langar til að heyra álit þitt á manni sem er mikils metinn meðal kristinna manna, gyðinga og múslíma. Það er Móse. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir minnst á hann? [Gefðu kost á svari.] Það er athyglisvert að sjá hvað Biblían segir um Móse þótt honum hafi orðið ýmisleg á. [Lestu 5. Mósebók 34:10-12.] Í þessu blaði er rætt um þrjá eiginleika sem Móse hafði til að bera og hvað við getum lært af honum.“
Vaknið! mars-apríl
„Það er orðið algengt að fólk flytjist milli landa í leit að betra lífi. Heldurðu að allir finni það sem þeir eru að leita að? [Gefðu kost á svari.] Fólk til forna flutti líka milli landa. Mig langar til að sýna þér dæmi um það hér í fyrstu bók Biblíunnar. [Lestu 1. Mósebók 46:5, 6.] Þetta blað fjallar um þessar spurningar.“ Sýndu húsráðanda spurningarnar neðst á bls. 6.