Átak sem ber árangur
Þremur vikum fyrir mótið verður enn og aftur gert átak í öllum söfnuðum til að bjóða fólki á svæðinu að mæta á mótið. Það er góð ástæða fyrir þessu árlega átaki. Þeir sem þiggja boðsmiða og koma á mótið hrífast oft af ræðunum og af því að á mótsstaðnum ganga hlutirnir skipulega fyrir sig og sjálfboðaliðar sjá um alla vinnuna. Þeir sjá líka góða hegðun okkar og eininguna sem þar ríkir. (Sálm. 110:3; 133:1; Jes. 65:13, 14) En ber átakið einhvern árangur, og þá kannski sérstaklega á stöðum sem eru langt frá mótsstaðnum?
Eftir umdæmismótið 2011 barst deildarskrifstofu bréf frá konu sem sá boðsmiða í bréfalúgunni. Venjulega faldi hún sig þegar vottar Jehóva bönkuðu upp á. Hún skrifaði: „Ég átti fallegt heimili, yndislegan mann og mér fannst ég eiga allt sem gæti gert mig hamingjusama. En því miður var ég ekki hamingjusöm og líf mitt hafði engan raunverulegan tilgang. Ég ákvað þess vegna að keyra 320 kílómetra til að vera viðstödd mótið á laugardeginum.“ Hún hafði svo mikla ánægju af mótinu að hún hringdi í manninn sinn til að segja honum að hún ætlaði að gista eina nótt til að geta farið á mótið á sunnudeginum líka. „Ég hlustaði á allar ræðurnar, hitti marga votta Jehóva og óskaði þess að mótið tæki aldrei enda.“ Fljótlega byrjaði hún síðan að kynna sér Biblíuna og varð óskírður boðberi fjórum mánuðum síðar. „Ég er svo ánægð að hafa fengið boðsmiða. Núna hefur líf mitt raunverulegan tilgang.“
Sumir sem fá boðsmiða koma á mótið. Við skulum þess vegna taka eins mikinn þátt í þessu átaki og við getum. Tökum með okkur alla afgangsboðsmiða til Reykjavíkur og nýtum okkur þá til að segja fólki, sem við hittum, frá mótinu.
[Rammi á bls. 5]
Hvernig bjóðum við boðsmiðann?
Til að geta náð til sem flestra skulum við vera stuttorð. Við gætum sagt eitthvað þessu líkt: „Góðan daginn. Mig langar til að afhenda þér boðsmiða sem verið er að dreifa um allan heim. Gerðu svo vel, hér er eintakið þitt. Þú finnur nánari upplýsingar á boðsmiðanum.“ Vertu glaðlegur og jákvæður. Um helgar ættum við einnig að bjóða blöðin þegar það á við.