Guðsríkisfréttum nr. 38 verður dreift í nóvember!
1. Hvaða spurningar hafa margir um hina dánu og hvaða tækifæri fáum við til að svara þeim í nóvember?
1 Dauðinn er óvinur allra manna óháð því hver trú þeirra er. (1. Kor. 15:26) Margir velta fyrir sér hvar hinir dánu eru og hvort þeir sjái þá einhvern tíman aftur. Af þeirri ástæðu munu söfnuðir um alla jörðina taka þátt í mánaðarlöngu átaki til að dreifa Guðsríkisfréttum nr. 38. Ritið nefnist Geta hinir dánu lifað á ný? Þetta sérstaka átak hefst 1. nóvember og eftir að því lýkur má nota Guðsríkisfréttir nr. 38 í boðunarstarfinu sem smárit.
2. Hvernig eru Guðsríkisfréttir nr. 38 hannaðar?
2 Hönnunin ritsins: Ritið Guðríkisfréttir nr. 38 er hannað til að brjóta saman langsum svo að forsíðan blasi við með áhugaverðum titli og spurningunni „Hvað heldurðu ... já? Nei? Kannski?“ Þegar lesandinn opnar svo Guðsríkisfréttirnar sér hann svar Biblíunnar við forsíðuspurningunni og hvaða áhrif loforð Biblíunnar getur haft á hann. Þar er líka að finna rök fyrir því að hægt sé að treysta Biblíunni. Á baksíðu Guðsríkisfréttanna finnur lesandinn svo áhugaverða spurningu til umhugsunar og honum er síðan boðið að læra meira.
3. Hvernig verður Guðsríkisfréttum nr. 38 dreift?
3 Hvernig fer dreifingin fram? Átakið verður mjög svipað dreifingarátakinu fyrir minningarhátíðina og umdæmismótið. Öldungarnir gefa leiðbeiningar um hvernig farið verður yfir starfssvæði safnaðarins í samræmi við bréf til þeirra, dagsett 1. apríl 2013. Söfnuðir, sem hafa takmarkað starfssvæði, geta boðist til að hjálpa nærliggjandi söfnuðum sem hafa meira svæði. Þegar þið sækið Guðsríkisfréttir nr. 38 er gott að muna að taka aðeins vikubirgðir í einu. Á meðan átakið stendur yfir má dreifa Guðsríkisfréttum í götustarfinu en þó ekki fyrr en búið er að fara yfir öll starfssvæði safnaðarins. Ef öllum eintökunum er dreift áður en mánuðurinn er á enda ætti að bjóða ritatilboð mánaðarins. Fyrsta laugardag mánaðarins einbeitum við okkar að því að dreifa fréttaritinu í stað þess að hefja biblíunámskeið. Um helgar ættum við einnig að bjóða blöðin þegar það á við. Ert þú farinn að gera ráðstafanir til að geta tekið sem mestan þátt í þessu sérstaka átaki?