Nám í bókinni Nálægðu þig Jehóva byrjar í vikunni sem hefst 6. janúar
1. Hvaða tækifæri fáum við til að styrkja tengslin við Jehóva frá og með vikunni sem hefst 6. janúar?
1 Jehóva vill að við nálgumst sig. (Jak. 4:8) Til að hjálpa okkur að gera það byrjum við að fara yfir bókina Nálægðu þig Jehóva í safnaðarbiblíunáminu vikuna sem hefst 6. janúar. Það er ekki svo langt síðan við fórum yfir efnið á íslensku en það sýnir hvað hinn trúi og hyggni þjónn leggur mikla áherslu á efni bókarinnar. Tilganginum með bókinni er lýst á fyrstu síðum hennar og þar segir: „Við styrkjum tengslin við Jehóva Guð ef við íhugum hvernig hann sýnir eiginleika sína, komum auga á hvernig þeir birtust fullkomlega í fari Jesú Krists og skiljum hvernig við getum ræktað þá með okkur.“ Söfnuðir víða um heim fóru yfir þessa bók á árunum 2004 og 2005. En síðan þá hafa tvær milljónir boðbera komið inn til sannleikans og verður þetta í fyrsta skipti sem þeir fá að ræða hjartfólgna eiginleika Jehóva ofan í kjölinn. Þeir sem hafa þegar farið yfir bókina læra að meta eiginleika Jehóva enn meir eftir þessa yfirferð. – Sálm. 119:14.
2. Hvernig fer námið fram?
2 Hvernig fer námið fram? Námsstjórinn byrjar á því að hafa stuttan inngang að efninu, eina eða tvær setningar. Það kemur ekki fram í námsefninu hvaða ritningastaði ætti að lesa svo að stjórnandinn velur lykilritningastaði til að lesa upphátt. Hann getur svo notað eina eða tvær spurningar í lok námsstundarinnar til upprifjunar. Ef ramminn „Til íhugunar“ fylgir efninu ætti að nota hann til upprifjunar. Ef tíminn leyfir getur stjórnandinn látið lesa sum biblíuversin í rammanum og spurt áheyrendur aukaspurninga til að draga fram svörin.
3. Hvað ættum við að gera þegar farið verður yfir bókina og af hverju?
3 Hafðu fullt gagn af náminu: Undirbúðu þig fyrir námið þó að þú hafir farið yfir bókina áður. Taktu þátt í náminu með því að svara. Það hjálpar þér að lofa Jehóva, muna eftir efninu og hjálpar öðrum viðstöddum. (Sálm. 35:18; Hebr. 10:24, 25) Þegar þú íhugar óviðjafnanlega eiginleika Jehóva áttu eftir að styrkja tengslin við hann enn meir. (Sálm. 77:12-14) Þar af leiðandi verður þú ákveðnari í að fylgja fyrirmælum Jehóva og langar til að segja öðrum frá eiginleikum hans. – Sálm. 150:1-6.