Smárit með nýju sniði
1. Hvaða rit eru með nýju sniði?
1 Fimm ný smárit voru gefin út á umdæmismótinu „Orð Guðs er sannleikur“ árið 2013. Við þau bættist síðan smáritið Guðsríkisfréttir nr. 38, Geta hinir dánu lifað á ný? Þessi sex smárit eru öll með nýju sniði. Hvað liggur að baki breytingunni? Hvernig getum við notað þau sem best í boðunarstarfinu hús úr húsi?
2. Hvert er markmiðið með nýja útlitinu?
2 Markmiðið með nýja útlitinu: Árangursríkar kynningar í boðunarstarfinu hús úr húsi fela oft í sér fernt: (1) Spyrja viðhorfsspurninga til að hefja samræður. (2) Lesa biblíuvers og útskýra það stuttlega. (3) Bjóða húsráðanda lesefni. (4) Bera fram spurningu og bjóðast til að svara henni í næstu heimsókn. Nýtt útlit smáritanna auðveldar okkur að gera allt þetta.
3. Hvernig gætum við boðið nýju smáritin í boðunarstarfinu?
3 Hvernig má bjóða þau: (1) Eftir að hafa kynnt þig skaltu sýna húsráðanda spurninguna á forsíðu smáritsins og spyrja um álit hans á málinu. (2) Opnaðu smáritið og beindu athyglinni að spurningunni „Hvað segir Biblían?“ Lestu versið beint upp úr Biblíunni ef það á við. Ef húsráðandi hefur tíma ræddu þá við hann um efnið „Hvað þýðir það fyrir þig?“ (3) Bjóddu honum smáritið og hvettu hann til að lesa það í heild sinni þegar vel stendur á. (4) Áður en þú kveður skaltu benda honum á spurninguna á baksíðunni, undir fyrirsögninni „Til umhugsunar“. Síðan skaltu bjóðast til að koma aftur og sýna hvernig spurningunni er svarað í Biblíunni.
4. Hvernig getum við notað nýju smáritin í endurheimsóknum?
4 En hvað með endurheimsóknir? Það er auðvelt að ræða aftur við þá sem þáðu smáritið í fyrstu heimsókn. Flettu einfaldlega upp á versunum, sem vísað er í á baksíðu smáritsins, til að svara spurningunni sem þú lést ósvarað í lok síðustu heimsóknar. Áður en þú kveður skaltu vekja athygli húsráðanda á bæklingnum Gleðifréttir frá Guði með því að benda honum á litlu myndina á baksíðu smáritsins. Sýndu síðan húsráðanda bæklinginn, flettu upp á kaflanum sem hefur að geyma nánari upplýsingar um efnið og bjóddu honum bæklinginn. Ef hann þiggur ritið skaltu bjóðast til að koma aftur og ræða nánar við hann um þetta efni. Þú ert þá búinn að hefja biblíunámskeið! Þú gætir einnig boðið annað smárit í stað bæklingsins og boðist til að koma aftur og ræða efni þess við húsráðanda.
5. Hvernig hafa smáritin reynst okkur í boðunarstarfinu?
5 Í meira en 130 ár höfum við notað smárit við boðun fagnaðarerindisins. Þótt þau hafi verið breytileg að stærð og útliti hafa þau verið áhrifarík verkfæri í boðunarstarfinu. Lærum að nota nýju smáritin til að halda áfram að dreifa biblíuþekkingu meðal fólks. – Orðskv. 15:7a.