„Mér tekst ekki að hitta hann aftur heima.“
Hefur þú sagt þetta um einhvern sem sýndi áhuga? Þótt þú hafir reynt aftur og aftur að hitta viðkomandi tekst þér ekki að vökva sannleiksfræið sem þú gróðursettir. (1. Kor. 3:6) Reyndir boðberar skrifa stundum bréf til þeirra sem þeim tekst ekki að hitta aftur heima, eða setja skrifleg skilaboð inn um bréfalúguna. Sumir boðberar gera ráð fyrir að það geti verið erfitt að hitta fólk aftur heima og biðja þess vegna um símanúmer. Þeir segja til dæmis: „Mætti ég senda þér SMS-skilaboð?“ Við getum talið endurheimsókn þegar við höfum samband við fólk bréfleiðis, símleiðis, sendum SMS eða setjum skrifleg skilaboð inn um bréfalúguna. Þótt viðkomandi sé sjaldan heima er hægt að vekja frekari áhuga hjá honum.