LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Þjálfaðu þá til að halda staðfastlega áfram að þjóna Jehóva
Reynslan sýnir að nýir boðberar sem fá þjálfun frá byrjun í að boða trúna af kappi á reglulegum grundvelli, verða gjarnan duglegir boðberar. (Okv 22:6; Fil 3:16) Við skulum líta á nokkrar tillögur um hvernig þú getur hjálpað nemanda að leggja góðan grunn að boðuninni:
Um leið og nemandinn hefur verið samþykktur sem boðberi skaltu byrja að þjálfa hann. (km 8.15 1) Leggðu ríka áherslu á að boðunin sé hluti af vikulegri áætlun. (Fil 1:10) Vertu jákvæður þegar þú talar um starfssvæðið. (Fil 4:8) Hvettu hann til að starfa með umsjónarmanni starfshópsins og öðrum boðberum til að læra af reynslu þeirra. – Okv 1:5; km 10.12 6 gr. 3.
Þegar nemandi þinn hefur látið skírast skaltu ekki hætta að hvetja hann og þjálfa fyrir boðunina, sérstaklega ef hann hefur ekki lokið við bókina Látið kærleika Guðs varðveita ykkur. – km 12.13 7.
Notaðu einfaldar kynningar þegar þú boðar trúna með nýjum boðbera. Vertu duglegur að hrósa honum eftir að hafa hlustað á hans kynningu. Gefðu honum ráð sem hjálpa honum að vera skilvirkari. – km 5.10 7.