FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 2. MÓSEBÓK 6–7:25
„Nú færðu að sjá hvað ég ætla að gera faraó“
Áður en Jehóva leiddi plágurnar yfir Egypta og frelsaði Ísraelsmenn úr þrælkun sagði hann þeim hvað hann ætlaði að gera. Þeir myndu sjá mátt Jehóva birtast með algerlega nýjum hætti og Egyptar fengju sannarlega að vita hver Jehóva er. Þegar loforð Guðs urðu að veruleika styrkti það trú Ísraelsmanna og hjálpaði þeim að varast áhrif falskrar tilbeiðslu sem var allt í kringum þá í Egyptalandi.
Hvernig styrkir þessi frásaga Biblíunnar trú þína á að loforð Guðs um framtíðina rætist?