Salómon konungur kannar hvernig framkvæmdirnar við musterið ganga.
FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS
Unnið hörðum höndum og af öllu hjarta
Salómon notaði besta byggingarefnið í musterið. (1Kon 5:20, 31; w11-E 1.2. 15)
Margir tóku þátt í verkinu. (1Kon 5:27–30; it-1-E 424; it-2-E 1077 gr. 1)
Salómon vann ásamt þjóðinni hörðum höndum í sjö ár til að klára verkið. (1Kon 6:38; sjá forsíðumynd.)
Fallegt musteri var reist Jehóva til lofs vegna þess að Salómon og fólkið vann að byggingunni af öllu hjarta. Því miður dofnaði ákafi komandi kynslóða fyrir tilbeiðslunni á Jehóva. Þær létu musterið grotna niður og með tímanum var það eyðilagt.
SPYRÐU ÞIG: Hvað geri ég til að viðhalda ákafa mínum fyrir tilbeiðslunni á Jehóva?