Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w22 júlí bls. 31
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Svipað efni
  • Sannleikurinn ,færir ekki frið heldur veldur sundrungu‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Að vera hamingjusamur þó að makinn sé ekki í trúnni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Gengur Guð fyrir í fjölskyldu þinni?
    Námsgreinar úr Varðturninum
  • Geturðu hjálpað vantrúuðum maka einhvers í söfnuðinum að kynnast sannleikanum?
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
w22 júlí bls. 31

Spurningar frá lesendum

Jesús sagði: „Haldið ekki að ég hafi komið til að færa frið.“ Hvað átti hann við?

Jesús boðaði fólki friðarboðskap. Samt sagði hann einu sinni við lærisveina sína: „Haldið ekki að ég hafi komið til að færa frið á jörð. Ég kom ekki til að færa frið heldur sverð. Ég kom til að valda sundrung, setja son upp á móti föður sínum, dóttur á móti móður sinni og tengdadóttur á móti tengdamóður sinni.“ (Matt. 10:34, 35) Hvað átti Jesús við?

Jesús vildi ekki stía í sundur fjölskyldum en hann vissi að kennsla hans myndi valda sundrung í sumum fjölskyldum. Þeir sem langar til að gerast lærisveinar Krists og láta skírast verða því að vera meðvitaðir um það sem ákvörðun þeirra getur haft í för með sér. Það getur verið erfitt að fylgja kennslu Krists trúfastlega andspænis andstöðu frá maka eða öðrum í fjölskyldunni.

Biblían hvetur þjóna Jehóva til að „halda frið við alla menn“. (Rómv. 12:18) En kennsla Jesú getur verið eins og „sverð“ í sumum fjölskyldum. Það gerist þegar einhver í fjölskyldu ákveður að lifa í samræmi við kennslu Jesú en aðrir í fjölskyldunni hafna þessari kennslu. Þannig geta heimilismenn þess sem kynnir sér sannleikann orðið „óvinir hans“. – Matt. 10:36.

Ung kona gengur róleg burt frá móður sinn sem sárbænir hana. Unga konan heldur á bókinni „Von um bjarta framtíð“.

Lærisveinar Krists sem búa á trúarlegu skiptu heimili standa stundum frammi fyrir aðstæðum sem reyna á kærleika þeirra til Jehóva og Jesú. Ættingjar sem eru ekki í trúnni geta til dæmis beitt þá þrýstingi til að taka þátt í trúarlegum hátíðum. Þá þurfa þeir að ákveða hverjum þeir vilja þóknast. Jesús sagði: „Hver sem elskar föður eða móður meira en mig verðskuldar ekki að fylgja mér.“ (Matt. 10:37) Jesús var auðvitað ekki að segja lærisveinum sínum að elska foreldra sína minna til að verðskulda að fylgja sér. Hann var öllu heldur að kenna þeim að ákveða hvað væri mikilvægast í lífi þeirra. Ef einhverjir í fjölskyldu okkar setja sig upp á móti tilbeiðslu okkar á Jehóva höldum við áfram að elska þá en gerum okkur grein fyrir að kærleikurinn til Guðs er mikilvægari.

Það getur verið mjög sársaukafullt að mæta andstöðu í fjölskyldunni. En lærisveinar Jesú mega ekki gleyma því sem hann sagði: „Hver sem tekur ekki kvalastaur sinn og fylgir mér verðskuldar ekki að vera fylgjandi minn.“ (Matt. 10:38) Fylgjendur Krists líta með öðrum orðum á andstöðu í fjölskyldunni sem birtingarmynd þeirra þjáninga sem lærisveinar Jesú eru fúsir til að þola. En þeir vona um leið að góð hegðun þeirra hafi þau áhrif að ættingjar sem eru ekki í trúnni mildist í afstöðu sinni og fari að kynna sér boðskap Biblíunnar. – 1. Pét. 3:1, 2.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila