Hvers vegna halda stríð og átök áfram?
Biblían segir frá því hvað veldur stríðum og átökum og hvers vegna þau halda áfram.
SYND
Guð skapaði Adam og Evu, foreldra mannkynsins, í sinni mynd. (1. Mósebók 1:27) Þeim yrði því eðlilegt að endurspegla eiginleika Guðs eins og frið og kærleika. (1. Korintubréf 14:33; 1. Jóhannesarbréf 4:8) En Adam og Eva óhlýðnuðust Guði og syndguðu. Þar af leiðandi höfum við öll fengið synd og dauða í arf. (Rómverjabréfið 5:12) Vegna erfðasyndarinnar höfum við tilhneigingu til ofbeldis í hugsun og verki. – 1. Mósebók 6:5; Markús 7:21, 22.
STJÓRNIR MANNA
Guð skapaði okkur ekki til að fara með stjórn. Í Biblíunni segir: „[Maðurinn] getur ekki einu sinni stýrt skrefum sínum á göngunni.“ (Jeremía 10:23) Þess vegna geta stjórnir manna ekki útrýmt stríðum og ofbeldi.
SATAN OG ILLIR ANDAR
Í Biblíunni segir: „Allur heimurinn er á valdi hins vonda.“ (1. Jóhannesarbréf 5:19) ‚Hinn vondi‘ er kallaður Satan Djöfullinn og hann er illskeyttur morðingi. (Jóhannes 8:44) Hann og aðrir illir andar standa á bak við stríð og ofbeldi. – Opinberunarbókin 12:9, 12.
Við getum ekki útrýmt því sem veldur stríðum og ofbeldi. En Guð getur það.