LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Unglingar – vinnið góð verk af dugnaði
Í innblásnu bréfi sínu til Títusar skrifaði Páll að ungir menn, þar á meðal Títus, ættu að gera sitt besta til að að vera „fyrirmynd í góðum verkum“. (Tít 2:6, 7) Síðar í sama kaflanum bendir hann á að fólk Jehóva sé hreinsað til að vera duglegt, ,kostgæfið til góðra verka‘. (Tít 2:14) Eitt af þessum góðu verkum er að boða trúna og fræða fólk um Guðsríki. Ef þú ert ungur gætirðu þá notað krafta þína til að starfa sem aðstoðarbrautryðjandi eða brautryðjandi? – Okv 20:29.
Ef þig langar til að starfa sem brautryðjandi skaltu búa til raunhæfa áætlun sem hjálpar þér að gera það. (Lúk 14:28–30) Hvernig ætlarðu til dæmis að sjá fyrir þér fjárhagslega sem þjónn Jehóva í fullu starfi? Hvernig geturðu náð tímatakmarkinu? Gerðu markmið þitt að bænarefni. (Sl 37:5) Ræddu um áform þín við foreldra þína og þá sem hefur gengið vel í brautryðjendastarfinu. Síðan skaltu hefjast handa við að ná markmiðinu. Jehóva blessar sannarlega viðleitni þeirra sem leggja sig fram í þjónustu hans.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ UNGT FÓLK HEIÐRAR JEHÓVA OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvaða áskorunum hafa sumir sigrast á til að verða brautryðjendur og hvernig fóru þeir að því?
Hvernig geta foreldrar hjálpað börnunum sínum að gerast brautryðjendur?
Hvers vegna er mikilvægt að hafa áætlun fyrir boðunina?
Hvernig geta aðrir í söfnuðinum hvatt og hjálpað brautryðjendum?
Hvaða blessun hljóta brautryðjendur?
Hvernig get ég náð því markmiði að starfa sem brautryðjandi?