Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.95 bls. 1
  • Einkanám — hlutur sem skiptir máli

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Einkanám — hlutur sem skiptir máli
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Hafðu yndi af orði Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Ræktum náið samband við Jehóva
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Ráð til að hafa reglu á sjálfsnámi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
  • Að kaupa upp tíma til náms og lestrar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 1.95 bls. 1

Einkanám — hlutur sem skiptir máli

1 Hvað er það sem skiptir okkur verulegu máli? Okkur ætti að vera mjög umhugað um að byggja upp og viðhalda nánu sambandi við Jehóva. Einkanám gegnir þýðingarmiklu hlutverki í að koma á svo innilegu sambandi. Nú á tímum hafa fæst okkar þær aðstæður sem leyfa manni að verja löngum stundum til íhugunar og einkanáms. En ef við lesum ekki orð Guðs reglulega getum við orðið það veikburða að við höfum ekki lengur þrótt til að standa gegn anda heimsins og holdlegum fýsnum hans.

2 Sækjumst eftir orðinu: Þegar við fyrst lærðum um tilgang Guðs vorum við líklega áköf í að afla okkur meiri þekkingar. Með tímanum kann hungur okkur í andlega næringu þó að hafa dvínað. Það kann að vera þörf á að við byrjum á ný að ‚sækjast‘ eftir andlegri fæðu. (1. Pét. 2:2) Hvernig getum við ræktað með okkur löngun til þess?

3 Ilmurinn af uppáhaldsrétti æsir upp sultinn vegna ánægjulegra endurminninga. Stuttar einkanámsstundir geta haft svipuð áhrif andlega. Nokkrir gómsætir, andlegir smáréttir örva ef til vill lystina á dýpri sannindum. Ánægjan af því að læra kann að hvetja okkur til að grafa dýpra í orð Jehóva.

4 Komdu þér upp venju sem verkar best fyrir þig: Sumir taka frá heilt kvöld til einkanáms meðan aðrir kjósa heldur styttri og tíðari námsstundir. Ef þér reynist auðveldara að einbeita þér snemma morguns kannt þú að ákveða að nema eitthvað fyrir morgunmat. Ef þú ert betur vakandi á kvöldin má vera að þú veljir að nema áður en þú leggst til svefns. Hvernig sem því er háttað skiptir mestu máli að þú nemir reglulega og haldir þér við þann vanagang sem hentar þér best.

5 Þegar við erum hvött til að verja meiri tíma til einkanáms erum við ef til vill fljót að benda á að við getum ekki bætt meiru á dagskrá okkar. Við þurfum þó öll að meta heiðarlega hvernig við verjum tíma okkar. Fara margir klukkutímar á dag í að horfa á sjónvarpið? Erum við fús til að fórna einhverjum persónulegum áhugamálum? Raunhæf athugun á hvernig við notum tíma okkar leiðir líklega í ljós einhverjar stundir á hverjum degi sem betur væri varið til einkanáms. — Ef. 5:15, 16.

6 Námið í orði Guðs verðskuldar óskipta athygli okkar. Ef samtímis er reynt að gera eitthvað annað minnkar gagnið af því til muna. Ef við höfum tilhneigingu til að borða, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp meðan við erum að nema erum við ekki líkleg til að festa í minni það sem við erum að reyna að læra. (1. Tím. 4:15) Þess vegna þurfum við að losa okkur við truflanir. — Sjá Handbók Guðveldisskólans, blaðsíðu 33-4.

7 Daglegt nám og heimfærsla biblíuráða er mikilvægt vegna þess að við fáum leiðsögn frá Jehóva á þann hátt. Settu þér það markmið að láta sannleikann komast af hinu prentaða máli inn í hjarta þitt. Nýttu þér hvert tækifæri, hversu stutt sem það er, til að lesa, rifja upp eða hugleiða andleg málefni. — 5. Mós. 6:6-8; Kól. 1:9, 10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila