Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.95 bls. 1
  • Alltaf nóg að gera

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Alltaf nóg að gera
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Ertu of upptekinn?
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Kemur vinnan í veg fyrir að þú prédikir?
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Haltu ekki aftur af þér – þótt þú eigir annríkt
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Þið öldungar, haldið áfram að líkja eftir Páli postula
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 1.95 bls. 1

Alltaf nóg að gera

1 Þjónar Jehóva eru önnum kafnir. Á okkur hvíla margar skyldukvaðir í tengslum við fjölskyldu okkar, atvinnu og skóla. En hæst ber að við erum alltaf ‚síauðug í verki Drottins.‘ (1. Kor. 15:58) Við verðum að búa okkur undir vikulegar safnaðarsamkomur og sækja þær. Við erum hvött til að láta ekki viku líða hjá án þess að taka einhvern þátt í boðunarstarfinu. Nægilegan tíma þarf að taka frá reglulega til einkanáms og fjölskyldunáms í Biblíunni. Öldungum og safnaðarþjónum eru falin mörg störf innan safnaðarins. Af og til erum við beðin um að hjálpa nauðstöddum sem eru verðugir hjálpar okkar.

2 Á stundum kann sumum okkar að finnast það yfirþyrmandi hvað við höfum mikið að gera. En þeir sem eru störfum hlaðnastir geta verið hvað hamingjusamastir ef þeir gæta jafnvægis og hafa rétta heildarsýn. — Préd. 3:12, 13.

3 Páll postuli var einn þeirra sem hafði mikið að gera. Jafnframt því að sjá fyrir sér sjálfur með vinnu sem tjaldgerðarmaður erfiðaði hann umfram hina postulana. Hann var óþreytandi í boðun fagnaðarerindisins, prédikaði opinberlega og hús úr húsi en vanrækti þó ekki skyldur sínar sem hirðir hjarðarinnar. (Post. 20:20, 21, 31, 34, 35) Þrátt fyrir þéttsetna dagskrá sína var Páll alltaf óðfús að gera meira í þjónustu Jehóva. — Samanber Rómverjabréfið 1:13-15.

4 Páll hélt jafnvægi sínu og gleði með því að treysta á að Jehóva gæfi honum styrk. Þjónusta hans veitti honum umbun og fullnægju. (Fil. 4:13) Hann vissi að Guð gleymdi ekki verki hans. (Hebr. 6:10) Gleðin af því að hjálpa öðrum að kynnast Jehóva gaf honum kraft. (1. Þess. 2:19, 20) Sannfæringin um að von hans, sem var grundvölluð á Biblíunni, yrði að veruleika knúði hann til að vera sífellt iðjusamur. — Hebr. 6:11.

5 Við ættum einnig að hugleiða það góða sem erfiði okkar leiðir af sér. Nærvera okkar og þátttaka á samkomum uppbyggir og hvetur aðra. (Hebr. 10:24, 25) Einlæg viðleitni okkar til að ná til allra með fagnaðarerindið vinnur að framgangi safnaðarins þegar áhugi er glæddur hjá nýju fólki og það slæst í okkar félagsskap. (Jóh. 15:8) Aðstoð við þá sem þurfandi eru stuðlar að mjög samheldnum anda, fjölskylduanda, í söfnuðinum. (Jak. 1:27) Þar fyrir utan ættum við, eins og Páll, aldrei að gleyma að það er Jehóva velþóknanlegt að við séum upptekin af nytsamlegum verkum. Við metum það sem mikil sérréttindi að þjóna honum. Í okkar huga verður lífinu ekki betur varið.

6 Það er enn einn hagur af því að hafa mikið að gera. Þegar við erum daglega upptekin við að ástunda heilbrigð verk sem snúast um andleg efni virðist tíminn líða miklu hraðar. Okkur er ljóst að hver dagur sem líður færir okkur nær nýja heiminum og þess vegna tökum við því með gleði að hafa svona mikið að gera núna. Við gerum okkur einnig grein fyrir viskunni í því að vera önnum kafin vegna þess að þá gefst okkur minni tími til að blanda okkur í fánýt veraldleg málefni. — Ef. 5:15, 16.

7 Vissulega er nóg að gera í starfi Drottins. En við getum varðveitt hamingju okkar ef við höldum án afláts áfram að reiða okkur á Jehóva Guð og Jesú Krist sem gera þjónustu okkar hressandi og umbunarríka. — Matt. 11:28-30; 1. Jóh. 5:3.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila