Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.95 bls. 1
  • Að heyra orðið um Guðsríki — og skilja það

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að heyra orðið um Guðsríki — og skilja það
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Ríki Guðs — skilur þú hvað það er?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Dagskrá fjölskyldunnar — dagstextinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • „Leitið fyrst ríkis hans“
    Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
  • Kunngerum boðskapinn um ríki Guðs
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 2.95 bls. 1

Að heyra orðið um Guðsríki — og skilja það

1 Í dæmisögu sinni um sáðmanninn sagði Jesús að sæðið, sem félli í „góða jörð,“ merkti „þann, sem heyrir orðið og skilur það.“ (Matt. 13:23) Eftir að við höfum heyrt um Guðsríki höfum við þá ‚skilið það‘? Hve mikil áhrif hefur það á líf okkar? Höfum við tekið hagsmuni Guðsríkis fram yfir annað og sýnt þannig að við skildum boðskapinn?

2 Til að skilja boðskapinn um Guðsríki rétt þurfa menn að ástunda persónulegt nám. Við þurfum að taka okkur tíma til að hugleiða vandlega þá andlegu fæðu sem látin er í té. Fljótfærnislegur lestur á Varðturninum er eins og að gleypa í sig gómsætan og næringarríkan mat. Tekur þú þér tíma til að velta andlegu fæðunni rækilega fyrir þér? Til að hafa sem mest gagn af henni verður að vera fyrir hendi hvetjandi markmið, svo og heilbrigð andleg matarlyst. Ef þetta skortir geta aðrar athafnir dregið verulega úr gagninu af einkanámi eða étið upp þann tíma sem við þurfum til þess. Það er ekki auðvelt að halda sér fast við góða námsáætlun. Þetta krefst þess vissulega að við gefum því vandlegan gaum að skipa málum í rétta forgangsröð, en andlegu auðæfin, sem við öðlumst, eru ómetanleg. — Orðskv. 3:13-18; Kól. 1:27.

3 Rannsökum daglega ritningarnar hjálpar okkur dag hvern að láta hugann dvelja við jákvæðar, uppbyggjandi hugsanir um Guðsríki. Þeir sem eru „sér meðvitaðir um andlega þörf sína“ taka sér fáeinar mínútur á hverjum degi til að lesa dagstextann og athugasemdirnar við hann. (Matt. 5:3, NW) Margir textanna útskýra ýmsar hliðar á Guðsríki. Til dæmis var textinn hinn 22. nóvember 1994 tekinn frá Matteusi 13:4. Athugasemdin fjallaði um vonina sem tengist Guðsríki og minnti okkur á hætturnar af óheilnæmum félagsskap við ættingja og nágranna. Á Betelheimilum um allan heim er varið 15 mínútum til að ræða um dagstextann að morgni hvers vinnudags og það undirstrikar hversu gagnlegt það er og mikilvægt að hugleiða dagstextann saman. Er sams konar athugun fastur liður í daglegu lífi fjölskyldu þinnar?

4 Eftir því sem þú lærir betur að meta Guðsríki mun það verða þér aukin hvatning til að segja öðrum frá boðskapnum um það. Í Varðturninum og Vaknið! er að finna það sem líkja má við andlegt eldsneyti sem sér huga okkar fyrir ferskum, endurnýjuðum upplýsingum. Þær hjálpa okkur að vera okkur sífellt mjög vel meðvitandi um hversu mjög heimurinn þarfnast ríkis Guðs. Þær hjálpa okkur að vera andlegir menn sem ‚hafa huga Krists.‘ (1. Kor. 2:15, 16) Allt getur þetta styrkt von okkar og aukið kostgæfni okkar við að segja öðrum frá voninni um Guðsríki. — 1. Pét. 3:15.

5 Það er lífsnauðsynlegt að við skiljum persónulega boðskapinn um Guðsríki. Guð mun nota það ríki til að staðfesta drottinvald sitt, binda enda á illsku og færa mönnum nýjan heim — paradís. Jesús mælti svo fyrir að við skyldum láta það vera það mikilvægasta í lífi okkar. Við verðum að vera sauðumlíkir þegnar til að fá að lifa undir stjórn þess. (Matt. 6:10, 33) Gerðu sem mest úr tækifærum þínum til að njóta blessana þess.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila