Þjónustusamkomur fyrir febrúar
Vikan sem hefst 6. febrúar
Söngur 10
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Sýnið hvernig vekja megi athygli á greinum í febrúartölublaði Varðturnsins í starfinu hús úr húsi.
17 mín: „Prédikun — heiður og sérréttindi.“ Spurningar og svör. Komið auk þess með athugasemdir sem byggðar eru á Varðturninum 1. janúar 1991, blaðsíðu 28, grein 13-16.
18 mín: „Kynnum Lifað að eilífu bókina á áhrifaríkan hátt.“ Farið yfir aðalatriðin með áheyrendum, svo og athugasemdirnar í Handbók Guðveldisskólans, blaðsíðu 46-7, grein 9-12. Ræðið um hvers konar inngangsorð gætu verið áhrifarík á ykkar starfssvæði. Setjið fram með sýnikennslum ein eða tvenn kynningarorð.
Söngur 119 og lokabæn.
Vikan sem hefst 13. febrúar
Söngur 92
5 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Nefnið viðurkenningarorð frá Félaginu fyrir frjáls framlög sem því kunna að hafa borist.
10 mín: Staðbundnar þarfir, eða ræða út frá greininni „Hvers vegna að tala um Guð?“ í Vaknið! (á ensku) 22. september, 1994, blaðsíðu 13-15.
15 mín: „Að heyra orðið um Guðsríki — og skilja það.“ Spurningar og svör. Látið tvo eða þrjá einstaklinga segja frá því hvernig og hvenær þeir taki sér tíma til einkanáms eða til að fara yfir dagstextann.
15 mín: „Sýnið öðrum tillitssemi — 2. hluti.“ Ræða og umræður sem öldungur annast. Bendið á vandamál, ef einhver eru, sem vart hefur orðið við í ykkar söfnuði, og veitið viðeigandi umvöndun.
Söngur 8 og lokabæn.
Vikan sem hefst 20. febrúar
Söngur 9
12 mín: Staðbundnar tilkynningar. Bendið á greinar í nýjustu blöðunum sem höfða vel til fólks á svæði safnaðarins. Setjið fram kynningarorð í sýnikennslum.
15 mín: Ræða öldungs, byggð á spurningum frá lesendum í Varðturninum 1. janúar 1995. Leggja skal áherslu á þær frumreglur Biblíunnar sem málið varða og mikilvægi þess að kristnir menn séu til fyrirmyndar í því að þrá af fullri alvöru að standa við fjárskuldbindingar sínar.
18 mín: „Fylgdu eftir þeim áhuga sem þú finnur.“ Umræður við áheyrendur. Greinið frá ummælum manna sem látið hafa í ljós þakklæti fyrir að fá Lifað að eilífu bókina. (Sjá Varðturninn (á ensku) 15. maí 1986, blaðsíðu 32 og Varðturninn (á ensku) 1. mars 1987, blaðsíðu 32.) Hafið eina eða tvær stuttar sýnikennslur sem sýna hvernig nota megi kynningarorðin sem stungið er upp á. Hvetjið alla til að reyna að stofna nám með áhugasömu fólki.
Söngur 2 og lokabæn.
Vikan sem hefst 27. febrúar
Söngur 106
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Ræðið um „Gagnið sem við höfum af endurskoðuðu opinberu fyrirlestrunum.“
20 mín: „Hörmungarnar í Rúanda — hver ber ábyrgðina?“ Ræða út frá grein í Varðturninum (á ensku) 15. desember 1994, blaðsíðu 26-29. Notið einnig efni í Vaknið! (á ensku) 22. desember 1994, blaðsíðu 12-17. Dragið skýrt fram hinn mikla mun sem er á hegðun þeirra sem tilbiðja Jehóva í anda og sannleika og þeirra sem gera það ekki.
15 mín: Við bjóðum bókina Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans í mars. Hvetjið alla til að vera ákafir í að bjóða þessa bók. Rifjið upp það sem segir í orðsendingunni frá útgefendum á blaðsíðu 2. Fáið athugasemdir frá áheyrendum um hvernig þessi bók hefur hjálpað þeim að búa sig undir inngöngu í ríki Friðarhöfðingjans. Ræðið um hvernig bjóða megi bókina og hafið tvær til þrjár sýnikennslur. Í einni sýnikennslunni mætti nota myndina á blaðsíðu 59, en í annarri myndirnar á blaðsíðu 172-3 og 188-9. Minnið alla á að ná sér í eintök af bókinni til að nota í starfinu næstu helgi.
Söngur 6 og lokabæn.