Dagskrá svæðismótsins í apríl
1 Dagskrá svæðismótsins í apríl næstkomandi er byggð á stefinu „Njótum gleðinnar af því að gefa.“ (Post. 20:35) Gleði er sama og vellíðan og ánægja. Nú á dögum reyna flestir að njóta lystisemda lífsins eins og þeir geta, en þær reynast oft skammvinnar. Það er ekki sönn gleði. En Jehóva kennir okkur hvernig við getum gert sjálfum okkur varanlegt gagn. (Jes. 48:17; 1. Jóh. 2:17) Nýja mótsdagskráin leggur áherslu á hvernig við getum öðlast meiri gleði með því að gefa af okkur andlega.
2 Við fáum hagnýtar leiðbeiningar um hvernig við getum gefið af sjálfum okkur í þjónustunni. Af ræðum, sem fluttar verða, má nefna: „Aflaðu þér vina með hinum rangláta mammón,“ „Virtu ráðstöfun Guðs, ‚gjafir í mönnum,‘“ og „Kynnumst hinum mörgu hliðum sannrar hamingju.“ Þeir sem vilja láta skírast á mótinu skulu tala við öldung í forsæti til þess að hann geti séð um að öldungar fari yfir skírnarspurningarnar með þeim. Flekklaus þjónusta við Jehóva mun veita þeim sem eru nýskírðir mikla gleði.
3 Tilhlýðileg virðing fyrir yfirráðum Jehóva veitir einnig sanna hamingju og öryggi. Þetta þurfa allir að vita. Þess vegna byggist aðalræða svæðismótsins á stefinu „Sameinastu hamingjusömu fólki Guðs.“ Bjóðið öllum, sem hafa sýnt áhuga á sannleikanum, að koma og hlusta á þessa ræðu. Þeir hafa hvorki fundið ósvikið öryggi né varanlega hamingju undir stjórn manna í þessum heimi sem er á valdi Satans. (Préd. 8:9) Þeir munu hafa ósvikna gleði af samfélagi við hamingjusamt fólk Jehóva! — Sálm. 144:15b.
4 Þrátt fyrir versnandi ástand í þessu heimskerfi mun hinn sæli Guð aldrei bregðast þeim sem njóta gleðinnar af því að gefa af sér andlega. (1. Tím. 1:11) Dagskrá svæðismótsins mun sýna fram á sannleiksgildi þess. Misstu ekki af því!