Þjónustusamkomur fyrir febrúar
Vikan sem hefst 3. febrúar
Söngur 10
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Hvetjið boðbera, sem ætla að vera aðstoðarbrautryðjendur í mars, apríl og maí, til að gera áætlanir sínar sem fyrst og leggja inn umsóknir sínar tímanlega. Það auðveldar öldungunum að skipuleggja nauðsynlegar samkomur fyrir boðunarstarfið og hafa fyrirliggjandi nægar birgðir blaða og annarra rita.
15 mín: „Taktu þátt í starfi sem aldrei verður endurtekið.“ Spurningar og svör. Eftir því sem tími leyfir skaltu taka með efni undir fyrirsögninni „Að halda vöku sinni — hvernig?“ á bls. 714-15 í Boðendabókinni.
20 mín: „Prédikum fagnaðarerindið af kappi.“ (Tölugreinar 1-5) Eftir stutt inngangsorð um 1. tölugreinina skaltu ræða tölugreinar 2-5 við tvo eða þrjá boðbera. Ræðið kynningarorðin og hvernig þau eða sams konar kynningarorð geta komið að góðum notum á starfssvæði safnaðarins. Boðberarnir skiptast á að æfa kynningarorðin. Hrósaðu þeim eins og við á og komdu með tillögur um hvernig gera megi kynningarorðin enn áhrifaríkari. Minntu þá á að greina frá framlagafyrirkomulaginu. Spyrðu síðan áheyrendur um leiðir til að koma af stað biblíunámskeiðum. Komdu síðan með ákveðnar tillögur um hvernig megi hefja námskeið með Þekkingarbókinni.
Söngur 14 og lokabæn.
Vikan sem hefst 10. febrúar
Söngur 11
5 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
10 mín: „Prédikum fagnaðarerindið af kappi.“ (Tölugreinar 6-8) Sýnikennslur um kynningarorðin í tölugreinum 6-7. Leggðu áherslu á að heimsækja aftur þá sem sýna áhuga.
30 mín: „Þrjátíu aðstoðarbrautryðjendur óskast.“ Starfshirðirinn fer yfir efnið með spurningum og svörum. Leggðu áherslu á efni rammagreinarinnar á bls. 3 og farðu yfir tillögur að stundaskrá á bls. 6. Hver skírður boðberi ætti persónulega að íhuga og gera að bænarefni hvort hann geti starfað sem aðstoðarbrautryðjandi í einn eða fleiri mánuði. Óskírðir boðberar geta aukið hlutdeild sína í boðunarstarfinu með því að setja sér tímatakmark í hverjum mánuði.
Söngur 19 og lokabæn.
Vikan sem hefst 17. febrúar
Söngur 53
12 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnstu á áhugavert efni í nýjustu blöðunum sem nota mætti í boðunarstarfinu í vikunni. Farðu yfir efnið „Dagskrá svæðismótsins í apríl.“
13 mín: „Minningarhátíðin — mikilvægur atburður“ Spurningar og svör. Hvettu áheyrendur til að gera allan marsmánuð sérstakan með því að vera aðstoðarbrautryðjendur. Sýnið hvernig nota megi boðsmiðana.
20 mín: Heimabiblíunámskeið hafin. Síðustu mánuði hefur hundruðum bóka verið dreift í boðunarstarfinu um land allt. Það er því grundvöllur til að hefja mörg heimabiblíunámskeið til viðbótar. Greindu frá því hve mörgum bókum og öðrum ritum söfnuðurinn hefur dreift að undanförnu. Hvettu boðberana til að fylgja öllum áhuga eftir. Láttu nokkra boðbera greina sérstaklega frá því hvað þeir þurftu að gera til að hefja ný heimabiblíunámskeið. Leggðu áherslu á að aðalmarkmið starfs okkar sé að gera menn að lærisveinum. (Matt. 28:19, 20) Við getum náð góðum árangri í þessu starfi ef við leitumst við að fylgja tillögunum í viðauka Ríkisþjónustu okkar fyrir júní 1996.
Söngur 22 og lokabæn.
Vikan sem hefst 24. febrúar
Söngur 12
18 mín: Staðbundnar tilkynningar. Lestu upp nöfn allra sem verða aðstoðarbrautryðjendur í mars. Nefndu að enn sé ekki of seint að leggja inn umsókn. Hvettu alla til að eiga fulla hlutdeild í boðunarstarfinu laugardaginn 1. mars. Skýrðu frá aukasamkomum fyrir boðunarstarfið í marsmánuði. Farðu vandlega yfir efni spurningakassans. (Sjá uppkast fyrir kennsluræður nr. 32.)
12 mín: „Hvað um ættingja okkar?“ Hjón ræða saman efni greinarinnar og ákveða hvernig best sé að koma fagnaðarerindinu á framfæri við vantrúaða ættingja. — Sjá Varðturninn á ensku 15. febrúar 1990, bls. 25-27.
15 mín: Fjallaðu um ritatilboðið í mars. Bókin Spurningar unga fólksins — svör sem duga verður tilboðið í þeim mánuði. Ræddu stuttlega hvernig ungt fólk er að kikna undan álagi nútímans. (Sjá Varðturninn 1. júní 1993, bls. 6) Bentu á að ungt fólk hafi mikla þörf fyrir öruggan leiðarvísi til að takast farsællega á við vandamál unglingsáranna. Farðu yfir efni formálans á bls. 5-7. Bjóddu áheyrendum að benda á kafla í bókinni sem nota mætti sem grunn að kynningarorðum. Vektu athygli á upprifjunarkassanum í lok hvers kafla. Láttu hæfan boðbera sýna hvernig bjóða megi bókina. Hvettu alla til að birgja sig upp af bókum fyrir boðunarstarf næstu daga og til að minnast á framlagafyrirkomulagið þegar bókum er dreift.
Söngur 23 og lokabæn.