Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 128
  • Er minnst á hreinsunareld í Biblíunni?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er minnst á hreinsunareld í Biblíunni?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hvað verður um sálina við dauðann?
    Hvað verður um okkur þegar við deyjum?
  • Leyndardómurinn vex
    Vaknið! – 1988
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 128
Hugmynd listamanns um hreinsunareld

Er minnst á hreinsunareld í Biblíunni?

Svar Biblíunnar

Nei, orðið „hreinsunareldur“ er hvergi að finna í Biblíunni. Ekki heldur þá hugmynd að sálir látinna séu hreinsaðar í hreinsunareldi.a Skoðaðu hvað Biblían kennir varðandi synd og dauða og hvernig það stangast á við kenninguna um hreinsunareld.

  • Trú á blóð Jesú en ekki dvöl í svokölluðum hreinsunareldi hreinsar mann af synd. Biblían segir að ,blóð Jesú, sonar Guðs, hreinsi okkur af allri synd‘ og að ,Jesús Kristur ... hafi leyst okkur frá syndum okkar með blóði sínu‘.(1. Jóhannesarbréf 1:7; Opinberunarbókin 1:5) Jesús gaf „líf sitt til lausnargjalds fyrir alla“ til að borga fyrir syndir þeirra. – Matteus 20:28.

  • Þeir sem eru dánir eru án meðvitundar. „Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt.“ (Prédikarinn 9:5) Sá sem er dáinn hefur enga tilfinningu og getur því ekki hreinsast í hreinsunareldi.

  • Fólki er ekki refsað fyrir syndir eftir dauðann. Biblían segir að ,laun syndarinnar sé dauði‘ og að ,dauður maður sé leystur frá syndinni‘. (Rómverjabréfið 6:7, 23) Dauðinn er alger og fullgild refsing fyrir syndir.

Hvernig er kenningin um hreinsunareld?

Hreinsunareldur er skilgreindur í kenningum kaþólsku kirkjunnar sem ástand eða staður þar sem sálir þeirra sem eru dánir bæta fyrir syndir sem hafa ekki verið fyrirgefnar og fá þannig hreinsun.b Samkvæmt trúfræðslukveri kaþólsku kirkjunnar (Catechism of the Catholic Church) þarf þessa hreinsun „til að öðlast nauðsynlegan heilagleika til að komast í himnaríki“. Trúfræðslukverið bætir við að „erfikenning kirkjunnar ... nefni eld sem hreinsar,“ eins og myndin sem fylgir þessari grein sýnir. En þessi kenning er ekki byggð á Biblíunni.

Hvaðan kom kenningin um hreinsunareld?

Forn Grikkir trúðu á forgarða vítis og hreinsunareld. Vegna áhrifa grískrar heimspeki hélt Klemens frá Alexandríu því fram að hreinsunareldur gæti hreinsað dána af synd. Samkvæmt The History of Christian Doctrines var það hins vegar Gregoríus mikli sem lagði áherslu á að kenningin um hreinsunareld væri óvéfengjanleg. Sama heimildarrit bætir við að Gregoríus, sem var páfi frá 590 til 604 „sé venjulega kallaður ,uppfinningamaður hreinsunareldsins‘“. Kaþólska kirkjan útskýrði opinbera kenningu sína um hreinsunareld á kirkjuþinginu í Lyon (1274) og Flórens (1439) og staðfesti hana á kirkjuþinginu í Trent árið 1547.

a Bókin Orpheus: A General History of Religions segir varðandi hreinsunareld: „Það er ekki minnst á hann einu orði í guðspjöllunum“. New Catholic Encyclopedia tekur í sama streng og segir: „Þegar öllu er á botninn hvolft er kenning kaþólsku kirkjunnar um hreinsunareld byggð á erfikenningu en ekki heilagri ritningu.“ – 2. útgáfa, 11. bindi, bls. 825.

b Sjá bókina New Catholic Encyclopedia, önnur útgáfa, 11. bindi, bls. 824.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila