Tillögur að kynningum
Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í júlí
„Við höfum verið að banka upp á hjá fólki til að bera upp athyglisverða spurningu. [Sýndu viðmælanda fyrri spurninguna á baksíðu júlí-ágúst Varðturnsins.] Hvað heldur þú?“ Gefðu kost á svari. Farið sameiginlega yfir efnið undir fyrstu spurningunni og lestu að minnsta kosti annað biblíuversið. Bjóddu blöðin og gerðu ráðstafanir til að koma aftur og ræða um næstu spurningu.
Varðturninn Júlí-ágúst
„Árlega látast um 6.000.000 manna af völdum reykinga. Heldur þú að það sé hægt að gera eitthvað til að sporna gegn því? [Gefðu kost á svari.] Margir hafa íhugað hvert viðhorf Guðs er til reykinga og hafa því aldrei byrjað að reykja eða fengið hjálp til að hætta. Þetta biblíuvers hefur fengið suma til að velta fyrir sér hvaða áhrif reykingar hafa á aðra í kringum þá. [Lestu 1. Korintubréf 10:24.] Í þessu blaði er útskýrt hvernig viðhorf Guðs til reykinga getur fengið fólk til þess að hætta að reykja.“
Vaknið! Júlí-ágúst
„Við erum stuttlega að ræða við fólk um hvernig hægt sé að takast á við streitu. Finnst þér fólk vera undir meira álagi nú en áður? [Gefðu kost á svari.] Margir hafa fundið hagnýt ráð í Biblíunni sem hafa hjálpað þeim að takast á við streituna. Hér er eitt dæmi. [Lestu Matteus 6:34.] Þetta blað fjallar um fjóra algenga streituvalda og hvernig ráð Biblíunnar geta hjálpað okkur að takast á við þá.“