Tökum framförum í boðunarstarfinu – leggjum grunn að endurheimsókn
Af hverju er það mikilvægt? Þegar við finnum einstakling sem sýnir áhuga reynum við fara aftur þegar hann er heima til að vökva fræ sannleikans sem við gróðursettum. (1. Kor. 3:6) Það kallar yfirleitt á að við leggjum grunn að endurheimsókn áður en við kveðjum, með því að finna út hvaða tími henti honum. Auk þess er gott að bera fram spurningu til að ræða um í næstu heimsókn. Hún vekur eftirvæntingu hjá húsráðandanum og ef spurningunni er svarað í ritinu sem hann fékk er líklegra að hann lesi það. Það er auðveldara að koma aftur eftir að hafa lagt grunn að næsta samtali því umræðuefnið er ákveðið og húsráðandinn veit hverju hann á von á. Þegar við hittum hann aftur getum við sagt að við séum komin til að svara spurningunni, sem við bárum fram í síðustu heimsókn, síðan getum við haldið samtalinu áfram.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Þegar þú undirbýrð kynningu skaltu líka undirbúa spurningu í framhaldinu til að svara í næstu heimsókn. Segðu samstarfsfélaga þínum frá því.