Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Opinberunarbókin 14
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Opinberunarbókin – yfirlit

      • Lambið og hinar 144.000 (1–5)

      • Boðskapur þriggja engla (6–12)

        • Engill með eilífan fagnaðarboðskap (6, 7)

      • Þeir sem deyja sameinaðir Kristi eru hamingjusamir (13)

      • Tvenns konar uppskera á jörð (14–20)

Opinberunarbókin 14:1

Millivísanir

  • +Jóh 1:29; Op 5:6; 22:3
  • +Sl 2:6; Heb 12:22; 1Pé 2:6
  • +Op 7:4
  • +Op 3:12

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Biblíuspurningar og svör, grein 116

    Von um bjarta framtíð, kafli 31

    Varðturninn,

    1.8.2006, bls. 5

    1.12.1995, bls. 12

    1.12.1988, bls. 24

Opinberunarbókin 14:3

Millivísanir

  • +Op 4:6
  • +Op 4:4; 19:4
  • +Sl 33:3; 98:1; 149:1; Op 5:9
  • +Op 7:4

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Von um bjarta framtíð, kafli 31

    Varðturninn,

    1.12.1988, bls. 24

Opinberunarbókin 14:4

Millivísanir

  • +2Kor 11:2; Jak 1:27; 4:4
  • +1Pé 2:21
  • +1Kor 6:20; 7:23; Op 5:9
  • +Jak 1:18

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.2.2009, bls. 24

    1.3.2007, bls. 26

    1.3.2006, bls. 25-26

    1.11.1989, bls. 22

Opinberunarbókin 14:5

Millivísanir

  • +Ef 5:25–27; Júd 24

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.2.2009, bls. 24

Opinberunarbókin 14:6

Neðanmáls

  • *

    Eða „fyrir ofan mig“.

  • *

    Eða „tungumáli“.

Millivísanir

  • +Mt 24:14; Mr 13:10; Pos 1:8

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    7.2022, bls. 9

    5.2022, bls. 7

    Von um bjarta framtíð, kafli 5

    Varðturninn,

    1.12.2004, bls. 28-29

    1.2.2000, bls. 18, 19-20

    1.11.1992, bls. 20-21

    1.1.1990, bls. 3

    1.12.1988, bls. 24

    1.3.1988, bls. 10

    1.10.1987, bls. 21-22

    Lærum af kennaranum mikla, bls. 65

Opinberunarbókin 14:7

Neðanmáls

  • *

    Eða „vatnslindirnar“.

Millivísanir

  • +2Pé 2:9
  • +2Mó 20:11; Sl 146:6

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.2005, bls. 25-26

    1.2.2000, bls. 19-20

    1.8.1998, bls. 14-15

    1.1.1990, bls. 11-12

    1.12.1988, bls. 23-28

    Haltu vöku þinni!, bls. 12-14

    Lærum af kennaranum mikla, bls. 65

    Boðunarskólabókin, bls. 272-275

Opinberunarbókin 14:8

Neðanmáls

  • *

    Eða „reiðivíni“.

  • *

    Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.

Millivísanir

  • +Op 17:18
  • +Jes 21:9; Op 18:21
  • +Jer 51:7, 8; Op 17:1, 2; 18:2, 3

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.2005, bls. 26

    1.5.1989, bls. 4-9

    1.4.1989, bls. 19

    1.12.1988, bls. 24-25

    1.3.1988, bls. 10

    Spádómur Jesaja 1, bls. 223-224

Opinberunarbókin 14:9

Millivísanir

  • +Op 13:1
  • +Op 13:15, 16

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.2005, bls. 26

    1.3.1988, bls. 10

Opinberunarbókin 14:10

Millivísanir

  • +Sl 75:8; Op 11:18; 16:19
  • +Op 21:8

Opinberunarbókin 14:11

Millivísanir

  • +Mt 25:46; 2Þe 1:9; Op 19:3
  • +Op 13:16–18; 16:2; 20:4

Opinberunarbókin 14:12

Millivísanir

  • +Op 13:10
  • +Heb 10:38

Opinberunarbókin 14:13

Millivísanir

  • +1Kor 15:51, 52; 1Þe 4:16, 17

Opinberunarbókin 14:14

Millivísanir

  • +Dan 7:13

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Ríki Guðs stjórnar, bls. 88-89

    Varðturninn,

    15.9.2010, bls. 26-27

    1.12.1988, bls. 26

    1.3.1988, bls. 9

Opinberunarbókin 14:15

Millivísanir

  • +Mt 13:30

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Ríki Guðs stjórnar, bls. 88-89

    Varðturninn,

    15.9.2010, bls. 26-27

    1.3.1988, bls. 9

Opinberunarbókin 14:16

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Ríki Guðs stjórnar, bls. 88

    Varðturninn,

    15.9.2010, bls. 26-27

    1.12.1988, bls. 26

    1.3.1988, bls. 9

Opinberunarbókin 14:18

Millivísanir

  • +Jl 3:13

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.2.2009, bls. 4

    1.3.1988, bls. 12

Opinberunarbókin 14:19

Millivísanir

  • +Op 19:11, 15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.12.1988, bls. 26

Opinberunarbókin 14:20

Neðanmáls

  • *

    Um 300 km. Skeiðrúm var 185 m. Sjá viðauka B14.

Almennt

Opinb. 14:1Jóh 1:29; Op 5:6; 22:3
Opinb. 14:1Sl 2:6; Heb 12:22; 1Pé 2:6
Opinb. 14:1Op 7:4
Opinb. 14:1Op 3:12
Opinb. 14:3Op 4:6
Opinb. 14:3Op 4:4; 19:4
Opinb. 14:3Sl 33:3; 98:1; 149:1; Op 5:9
Opinb. 14:3Op 7:4
Opinb. 14:42Kor 11:2; Jak 1:27; 4:4
Opinb. 14:41Pé 2:21
Opinb. 14:41Kor 6:20; 7:23; Op 5:9
Opinb. 14:4Jak 1:18
Opinb. 14:5Ef 5:25–27; Júd 24
Opinb. 14:6Mt 24:14; Mr 13:10; Pos 1:8
Opinb. 14:72Pé 2:9
Opinb. 14:72Mó 20:11; Sl 146:6
Opinb. 14:8Op 17:18
Opinb. 14:8Jes 21:9; Op 18:21
Opinb. 14:8Jer 51:7, 8; Op 17:1, 2; 18:2, 3
Opinb. 14:9Op 13:1
Opinb. 14:9Op 13:15, 16
Opinb. 14:10Sl 75:8; Op 11:18; 16:19
Opinb. 14:10Op 21:8
Opinb. 14:11Mt 25:46; 2Þe 1:9; Op 19:3
Opinb. 14:11Op 13:16–18; 16:2; 20:4
Opinb. 14:12Op 13:10
Opinb. 14:12Heb 10:38
Opinb. 14:131Kor 15:51, 52; 1Þe 4:16, 17
Opinb. 14:14Dan 7:13
Opinb. 14:15Mt 13:30
Opinb. 14:18Jl 3:13
Opinb. 14:19Op 19:11, 15
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
Biblían – Nýheimsþýðingin
Opinberunarbókin 14:1–20

Opinberun Jóhannesar

14 Síðan sá ég lambið+ standa á Síonarfjalli+ og með því 144.000+ sem höfðu nafn þess og nafn föður þess+ skrifuð á enni sér. 2 Ég heyrði hljóð af himni sem var eins og niður margra vatna og mikill þrumugnýr. Hljóðið sem ég heyrði hljómaði eins og söngvarar sem syngja og leika undir á hörpur sínar. 3 Það sem þeir syngja frammi fyrir hásætinu, lifandi verunum fjórum+ og öldungunum+ hljómar eins og nýr söngur,+ og enginn gat lært sönginn nema hinar 144.000+ sem hafa verið keyptar frá jörðinni. 4 Þetta eru þeir sem hafa ekki óhreinkað sig með konum – þeir eru eins og meyjar.+ Þetta eru þeir sem fylgja lambinu hvert sem það fer.+ Þeir voru keyptir+ úr hópi mannanna sem frumgróði+ handa Guði og lambinu 5 og engin blekking fannst í munni þeirra. Þeir eru flekklausir.+

6 Ég sá annan engil fljúga um miðjan himin* og hann var með eilífan fagnaðarboðskap til að boða þeim sem búa á jörðinni, hverri þjóð, ættflokki, tungu* og kynþætti.+ 7 Hann sagði hárri röddu: „Óttist Guð og gefið honum dýrð því að stundin er komin þegar hann dæmir.+ Tilbiðjið hann sem hefur gert himininn, jörðina, hafið+ og allar uppsprettur vatnsins.“*

8 Annar engill kom á eftir honum og sagði: „Hún er fallin! Babýlon hin mikla+ er fallin,+ hún sem fékk allar þjóðir til að drekka af lostavíni* sínu, af kynferðislegu siðleysi* sínu.“+

9 Þriðji engillinn kom á eftir þeim og sagði hárri röddu: „Ef einhver tilbiður villidýrið+ og líkneski þess og fær merki á enni sér eða hönd+ 10 mun hann líka drekka reiðivín Guðs sem er hellt óblönduðu í reiðibikar hans,+ og hann verður kvalinn í eldi og brennisteini+ í augsýn hinna heilögu engla og lambsins. 11 Og reykurinn af eldinum sem kvelur þá stígur upp um alla eilífð.+ Þeir sem tilbiðja villidýrið og líkneski þess og þeir sem eru merktir nafni þess+ fá enga hvíld, hvorki dag né nótt. 12 Hér reynir á þolgæði hinna heilögu,+ þeirra sem halda boðorð Guðs og halda fast við trúna+ á Jesú.“

13 Ég heyrði rödd af himni sem sagði: „Skrifaðu: Þeir sem deyja sameinaðir Drottni+ héðan í frá eru hamingjusamir. Já, segir andinn, þeir fá að hvílast af erfiði sínu því að verk þeirra fylgja þeim.“

14 Síðan sá ég hvítt ský og á skýinu sat einhver sem líktist mannssyni.+ Hann var með gullkórónu á höfðinu og beitta sigð í hendi.

15 Annar engill kom út úr helgidómi musterisins og kallaði hárri röddu til hans sem sat á skýinu: „Beittu sigðinni og skerðu upp því að uppskerutíminn er kominn og korn jarðarinnar er fullþroskað.“+ 16 Sá sem sat á skýinu beitti þá sigð sinni á jörðina og skar upp.

17 Annar engill kom út úr helgidómi musterisins sem er á himni og hann var líka með beitta sigð.

18 Enn einn engill kom frá altarinu og hann hafði vald yfir eldinum. Hann kallaði hárri röddu til þess sem var með beittu sigðina: „Taktu sigðina og safnaðu klösunum af vínviði jarðarinnar því að vínberin eru orðin þroskuð.“+ 19 Engillinn beitti sigðinni á jörðina, safnaði vínviði jarðarinnar og kastaði honum í vínpressuna miklu sem táknar reiði Guðs.+ 20 Vínpressan var troðin fyrir utan borgina og blóð rann út úr henni sem náði upp undir beisli hestanna í allt að 1.600 skeiðrúma* fjarlægð.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila