Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jeremía 22
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jeremía – yfirlit

      • Dómsboðskapur gegn vondum konungum (1–30)

        • Um Sallúm (10–12)

        • Um Jójakím (13–23)

        • Um Konja (24–30)

Jeremía 22:1

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hús“.

Jeremía 22:3

Neðanmáls

  • *

    Eða „munaðarlausa“.

Millivísanir

  • +3Mó 19:15; Jes 1:17; Esk 22:7; Mík 2:2
  • +2Kon 24:3, 4; Jer 7:6, 7

Jeremía 22:4

Millivísanir

  • +1Kon 2:12
  • +Jer 17:24, 25

Jeremía 22:5

Millivísanir

  • +Jer 39:8; Mík 3:12

Jeremía 22:6

Millivísanir

  • +Jes 6:11; Jer 7:34

Jeremía 22:7

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „helga“.

Millivísanir

  • +Esk 9:1
  • +Jer 21:14

Jeremía 22:8

Millivísanir

  • +5Mó 29:24–26; 1Kon 9:8, 9; Hlj 2:15

Jeremía 22:9

Millivísanir

  • +2Kon 22:16, 17

Jeremía 22:11

Neðanmáls

  • *

    Einnig nefndur Jóahas.

Millivísanir

  • +1Kr 3:15; 2Kr 36:1
  • +2Kon 23:29, 30

Jeremía 22:12

Millivísanir

  • +2Kon 23:34; 2Kr 36:4

Jeremía 22:13

Millivísanir

  • +3Mó 19:13; Mík 3:9, 10

Jeremía 22:15

Millivísanir

  • +2Kon 22:1, 2; 23:23, 25

Jeremía 22:18

Millivísanir

  • +2Kon 23:34; 2Kr 36:4

Jeremía 22:19

Millivísanir

  • +Jer 36:30
  • +2Kr 36:5, 6

Jeremía 22:20

Millivísanir

  • +5Mó 32:49
  • +2Kon 24:7

Jeremía 22:21

Millivísanir

  • +Jer 2:31; 6:16
  • +5Mó 9:7; Dóm 2:11

Jeremía 22:22

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „verður hirðir allra hirða þinna“.

Millivísanir

  • +Jer 23:1; Esk 34:2

Jeremía 22:23

Millivísanir

  • +Jer 22:6
  • +Jes 2:12, 13
  • +Jer 4:31; 6:24

Jeremía 22:24

Neðanmáls

  • *

    Einnig nefndur Jójakín og Jekonja.

Millivísanir

  • +2Kon 24:6; Jer 22:28; 37:1; Mt 1:11
  • +2Kon 23:34

Jeremía 22:25

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Nebúkadresars“, annar ritháttur.

Millivísanir

  • +2Kon 24:12, 15; 2Kr 36:9, 10; Jer 24:1; 29:1, 2

Jeremía 22:27

Millivísanir

  • +Jer 52:31–34

Jeremía 22:28

Millivísanir

  • +1Kr 3:17, 18

Jeremía 22:29

Neðanmáls

  • *

    Eða „land“.

Jeremía 22:30

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „dagana“.

Millivísanir

  • +2Kr 36:9, 10; Jer 36:30; Mt 1:12

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.3.2007, bls. 11

Almennt

Jer. 22:33Mó 19:15; Jes 1:17; Esk 22:7; Mík 2:2
Jer. 22:32Kon 24:3, 4; Jer 7:6, 7
Jer. 22:41Kon 2:12
Jer. 22:4Jer 17:24, 25
Jer. 22:5Jer 39:8; Mík 3:12
Jer. 22:6Jes 6:11; Jer 7:34
Jer. 22:7Esk 9:1
Jer. 22:7Jer 21:14
Jer. 22:85Mó 29:24–26; 1Kon 9:8, 9; Hlj 2:15
Jer. 22:92Kon 22:16, 17
Jer. 22:111Kr 3:15; 2Kr 36:1
Jer. 22:112Kon 23:29, 30
Jer. 22:122Kon 23:34; 2Kr 36:4
Jer. 22:133Mó 19:13; Mík 3:9, 10
Jer. 22:152Kon 22:1, 2; 23:23, 25
Jer. 22:182Kon 23:34; 2Kr 36:4
Jer. 22:19Jer 36:30
Jer. 22:192Kr 36:5, 6
Jer. 22:205Mó 32:49
Jer. 22:202Kon 24:7
Jer. 22:21Jer 2:31; 6:16
Jer. 22:215Mó 9:7; Dóm 2:11
Jer. 22:22Jer 23:1; Esk 34:2
Jer. 22:23Jer 22:6
Jer. 22:23Jes 2:12, 13
Jer. 22:23Jer 4:31; 6:24
Jer. 22:242Kon 24:6; Jer 22:28; 37:1; Mt 1:11
Jer. 22:242Kon 23:34
Jer. 22:252Kon 24:12, 15; 2Kr 36:9, 10; Jer 24:1; 29:1, 2
Jer. 22:27Jer 52:31–34
Jer. 22:281Kr 3:17, 18
Jer. 22:302Kr 36:9, 10; Jer 36:30; Mt 1:12
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jeremía 22:1–30

Jeremía

22 Jehóva segir: „Farðu niður í höll* Júdakonungs og flyttu þennan boðskap: 2 ‚Hlustaðu á orð Jehóva, þú Júdakonungur sem situr í hásæti Davíðs, þú, þjónar þínir og fólk þitt, þeir sem ganga inn um þessi hlið. 3 Jehóva segir: „Varðveitið réttlæti og réttvísi og bjargið þeim sem er rændur úr höndum svikahrappsins. Farið ekki illa með útlendinga, föðurlaus börn* og ekkjur.+ Gerið þeim ekki mein og úthellið ekki saklausu blóði á þessum stað.+ 4 Ef þið farið vandlega eftir þessum fyrirmælum munu konungarnir sem sitja í hásæti Davíðs+ koma inn um hallarhliðin, akandi í vögnum og ríðandi á hestum, þeir ásamt þjónum sínum og fólki.“‘+

5 ‚En ef þið hlýðið ekki þessum fyrirmælum sver ég við sjálfan mig,‘ segir Jehóva, ‚að þessi höll verður lögð í rúst.‘+

6 Þetta segir Jehóva um höll Júdakonungs:

‚Þú ert mér sem Gíleað,

sem Líbanonstindur.

En ég geri þig að auðn,

enginn mun búa í borgum þínum.+

 7 Ég sendi* eyðendur gegn þér,

hvern með sín vopn.+

Þeir munu höggva niður bestu sedrustré þín

og kasta þeim á eld.+

8 Margar þjóðir munu fara fram hjá þessari borg og menn segja hver við annan: „Hvers vegna fór Jehóva svona með þessa miklu borg?“+ 9 Þeim verður svarað: „Fólkið sneri baki við sáttmála Jehóva Guðs síns, féll fram fyrir öðrum guðum og þjónaði þeim.“‘+

10 Grátið ekki hinn látna

og syrgið hann ekki.

Grátið miklu frekar þann sem fer burt

því að hann mun aldrei aftur snúa heim og sjá fæðingarland sitt.

11 Þetta segir Jehóva um Sallúm*+ Jósíason Júdakonung sem varð konungur eftir Jósía föður sinn+ og er farinn burt frá þessum stað: ‚Hann kemur hingað aldrei aftur 12 því að hann mun deyja á þeim stað, þangað sem hann var fluttur í útlegð. Hann mun aldrei framar sjá þetta land.‘+

13 Illa fer fyrir þeim sem byggir hús sitt með ranglæti

og loftstofur sínar með óréttlæti,

þeim sem lætur náunga sinn vinna kauplaust

og neitar að greiða honum laun.+

14 Hann segir: ‚Ég ætla að byggja mér stórt hús

með rúmgóðum loftstofum.

Ég set í það glugga,

þilja það með sedrusviði og mála það fagurrautt.‘

15 Ertu öruggur í sessi af því að þú notar meiri sedrusvið en aðrir?

Faðir þinn át líka og drakk

en hann stóð vörð um réttlæti og réttvísi+

og honum vegnaði vel.

16 Hann lét bágstadda og fátæka ná rétti sínum

og allt gekk vel.

‚Er það ekki að þekkja mig?‘ segir Jehóva.

17 ‚En augu þín og hjarta eru gagntekin af illa fengnu fé,

að úthella saklausu blóði

og svíkja og kúga.‘

18 Þess vegna segir Jehóva um Jójakím+ Jósíason Júdakonung:

‚Enginn mun syrgja hann og segja:

„Æ, bróðir minn! Æ, systir mín!“

Enginn mun syrgja hann og segja:

„Æ, herra! Æ, hans hátign!“

19 Hann verður grafinn eins og asni.+

Hann verður dreginn út fyrir borgarhlið Jerúsalem

og honum kastað burt.‘+

20 Farðu upp á Líbanon og hrópaðu,

brýndu raustina í Basan

og hrópaðu frá Abarím+

því að allir elskhugar þínir hafa verið molaðir sundur.+

21 Ég talaði til þín þegar allt virtist leika í lyndi.

En þú sagðir: ‚Ég vil ekki hlýða.‘+

Þannig hefurðu verið frá æsku,

þú hefur ekki hlýtt mér.+

22 Vindurinn mun feykja burt öllum hirðum þínum*+

og ástríðufullir elskhugar þínir fara í útlegð.

Þá muntu þola smán og niðurlægingu vegna allra hörmunganna sem þú verður fyrir.

23 Þú sem býrð á Líbanon+

og gerir þér hreiður í sedrustrjánum,+

þú munt kveina þegar þú færð hríðir

og kvelst eins og kona í barnsburði!“+

24 „‚Svo sannarlega sem ég lifi,‘ segir Jehóva, ‚þótt þú, Konja*+ Jójakímsson+ Júdakonungur, værir innsiglishringur á hægri hendi minni myndi ég rífa þig af! 25 Ég gef þig í hendur þeirra sem vilja drepa þig, í hendur þeirra sem þú óttast, í hendur Nebúkadnesars* Babýlonarkonungs og í hendur Kaldea.+ 26 Ég fleygi þér og móður þinni sem fæddi þig til annars lands, lands þar sem þið fæddust ekki, og þar munuð þið deyja. 27 Þið snúið aldrei aftur til landsins sem þið saknið svo sárt.+

28 Er þessi Konja bara fyrirlitlegt og brotið ker,

ílát sem enginn vill?

Hvers vegna er honum og afkomendum hans fleygt burt

og varpað til lands sem þeir þekkja ekki?‘+

29 Þú jörð,* jörð, jörð, heyrðu orð Jehóva.

30 Þetta segir Jehóva:

‚Skráið þennan mann barnlausan,

mann sem áorkar engu um ævina,*

því að enginn afkomenda hans

mun setjast í hásæti Davíðs og ríkja framar í Júda.‘“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila