Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 3. Mósebók 25
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

3. Mósebók – yfirlit

      • Hvíldarárið (1–7)

      • Fagnaðarárið (8–22)

      • Eignir endurheimtar (23–34)

      • Umhyggja fyrir fátækum (35–38)

      • Lög um þræla (39–55)

3. Mósebók 25:2

Millivísanir

  • +1Mó 15:16
  • +3Mó 26:34; 2Kr 36:20, 21

3. Mósebók 25:3

Millivísanir

  • +2Mó 23:10, 11

3. Mósebók 25:9

Millivísanir

  • +3Mó 16:30; 23:27, 28

3. Mósebók 25:10

Millivísanir

  • +Jes 61:1, 2; Lúk 4:18, 19; Róm 8:20, 21
  • +3Mó 27:24; 4Mó 36:4; 5Mó 15:1

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    12.2019, bls. 8-9

    Nýheimsþýðingin, bls. 1637

3. Mósebók 25:11

Millivísanir

  • +3Mó 25:5

3. Mósebók 25:12

Millivísanir

  • +2Mó 23:11; 3Mó 25:6

3. Mósebók 25:13

Millivísanir

  • +3Mó 25:29, 30; 27:24

3. Mósebók 25:14

Millivísanir

  • +1Sa 12:3; Okv 14:31

3. Mósebók 25:15

Millivísanir

  • +3Mó 27:18

3. Mósebók 25:17

Millivísanir

  • +3Mó 19:13; Okv 22:22
  • +3Mó 25:43; Okv 1:7; 8:13
  • +Jes 33:22

3. Mósebók 25:18

Millivísanir

  • +5Mó 12:10; Sl 4:8; Okv 1:33

3. Mósebók 25:19

Millivísanir

  • +Sl 67:6
  • +3Mó 26:3–5

3. Mósebók 25:20

Millivísanir

  • +3Mó 25:4, 5; Mt 6:25

3. Mósebók 25:21

Millivísanir

  • +1Mó 26:12; 5Mó 28:8; Mal 3:10

3. Mósebók 25:23

Millivísanir

  • +1Kon 21:3
  • +Sl 24:1
  • +1Kr 29:15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.11.2011, bls. 17

3. Mósebók 25:25

Millivísanir

  • +Rut 2:20; 4:4–6

3. Mósebók 25:27

Millivísanir

  • +3Mó 25:50

3. Mósebók 25:28

Millivísanir

  • +3Mó 27:24
  • +3Mó 25:10, 13

3. Mósebók 25:29

Millivísanir

  • +3Mó 25:25–27

3. Mósebók 25:32

Millivísanir

  • +4Mó 35:2, 8

3. Mósebók 25:33

Millivísanir

  • +3Mó 25:28
  • +4Mó 18:20; 35:2, 4; 5Mó 18:1

3. Mósebók 25:34

Millivísanir

  • +4Mó 35:7; Jós 14:4

3. Mósebók 25:35

Millivísanir

  • +5Mó 15:7; Sl 41:1; 112:5; Okv 3:27; 19:17; Mr 14:7; Pos 11:29; 1Tí 6:18; 1Jó 3:17
  • +2Mó 22:21; 23:9; 3Mó 19:34; 5Mó 10:18

3. Mósebók 25:36

Neðanmáls

  • *

    Eða „og okraðu ekki“.

Millivísanir

  • +2Mó 22:25; 5Mó 23:19; Sl 15:5; Okv 28:8
  • +Okv 8:13

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.6.2004, bls. 21

3. Mósebók 25:37

Millivísanir

  • +5Mó 23:20; Lúk 6:34, 35

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.6.2004, bls. 21

3. Mósebók 25:38

Millivísanir

  • +2Mó 20:2; 1Kon 8:51
  • +2Mó 6:7

3. Mósebók 25:39

Millivísanir

  • +2Mó 21:2; 5Mó 15:12
  • +1Kon 9:22

3. Mósebók 25:40

Millivísanir

  • +3Mó 25:53

3. Mósebók 25:41

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „synir“.

Millivísanir

  • +2Mó 21:3; 3Mó 25:10

3. Mósebók 25:42

Millivísanir

  • +2Mó 1:13, 14; 19:5; 3Mó 25:55

3. Mósebók 25:43

Millivísanir

  • +2Mó 3:7; Ef 6:9; Kól 4:1
  • +3Mó 25:17; Pré 12:13

3. Mósebók 25:45

Millivísanir

  • +2Mó 12:38; Jós 9:21

3. Mósebók 25:46

Millivísanir

  • +3Mó 25:39, 43

3. Mósebók 25:48

Millivísanir

  • +3Mó 25:25

3. Mósebók 25:49

Millivísanir

  • +3Mó 25:26, 27

3. Mósebók 25:50

Millivísanir

  • +3Mó 25:10
  • +3Mó 25:15, 16
  • +5Mó 15:18

3. Mósebók 25:53

Millivísanir

  • +3Mó 25:40, 43; Kól 4:1

3. Mósebók 25:54

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „synir“.

Millivísanir

  • +2Mó 21:3

3. Mósebók 25:55

Millivísanir

  • +2Mó 20:2; 3Mó 25:42

Almennt

3. Mós. 25:21Mó 15:16
3. Mós. 25:23Mó 26:34; 2Kr 36:20, 21
3. Mós. 25:32Mó 23:10, 11
3. Mós. 25:93Mó 16:30; 23:27, 28
3. Mós. 25:10Jes 61:1, 2; Lúk 4:18, 19; Róm 8:20, 21
3. Mós. 25:103Mó 27:24; 4Mó 36:4; 5Mó 15:1
3. Mós. 25:113Mó 25:5
3. Mós. 25:122Mó 23:11; 3Mó 25:6
3. Mós. 25:133Mó 25:29, 30; 27:24
3. Mós. 25:141Sa 12:3; Okv 14:31
3. Mós. 25:153Mó 27:18
3. Mós. 25:173Mó 19:13; Okv 22:22
3. Mós. 25:173Mó 25:43; Okv 1:7; 8:13
3. Mós. 25:17Jes 33:22
3. Mós. 25:185Mó 12:10; Sl 4:8; Okv 1:33
3. Mós. 25:19Sl 67:6
3. Mós. 25:193Mó 26:3–5
3. Mós. 25:203Mó 25:4, 5; Mt 6:25
3. Mós. 25:211Mó 26:12; 5Mó 28:8; Mal 3:10
3. Mós. 25:231Kon 21:3
3. Mós. 25:23Sl 24:1
3. Mós. 25:231Kr 29:15
3. Mós. 25:25Rut 2:20; 4:4–6
3. Mós. 25:273Mó 25:50
3. Mós. 25:283Mó 27:24
3. Mós. 25:283Mó 25:10, 13
3. Mós. 25:293Mó 25:25–27
3. Mós. 25:324Mó 35:2, 8
3. Mós. 25:333Mó 25:28
3. Mós. 25:334Mó 18:20; 35:2, 4; 5Mó 18:1
3. Mós. 25:344Mó 35:7; Jós 14:4
3. Mós. 25:355Mó 15:7; Sl 41:1; 112:5; Okv 3:27; 19:17; Mr 14:7; Pos 11:29; 1Tí 6:18; 1Jó 3:17
3. Mós. 25:352Mó 22:21; 23:9; 3Mó 19:34; 5Mó 10:18
3. Mós. 25:362Mó 22:25; 5Mó 23:19; Sl 15:5; Okv 28:8
3. Mós. 25:36Okv 8:13
3. Mós. 25:375Mó 23:20; Lúk 6:34, 35
3. Mós. 25:382Mó 20:2; 1Kon 8:51
3. Mós. 25:382Mó 6:7
3. Mós. 25:392Mó 21:2; 5Mó 15:12
3. Mós. 25:391Kon 9:22
3. Mós. 25:403Mó 25:53
3. Mós. 25:412Mó 21:3; 3Mó 25:10
3. Mós. 25:422Mó 1:13, 14; 19:5; 3Mó 25:55
3. Mós. 25:432Mó 3:7; Ef 6:9; Kól 4:1
3. Mós. 25:433Mó 25:17; Pré 12:13
3. Mós. 25:452Mó 12:38; Jós 9:21
3. Mós. 25:463Mó 25:39, 43
3. Mós. 25:483Mó 25:25
3. Mós. 25:493Mó 25:26, 27
3. Mós. 25:503Mó 25:10
3. Mós. 25:503Mó 25:15, 16
3. Mós. 25:505Mó 15:18
3. Mós. 25:533Mó 25:40, 43; Kól 4:1
3. Mós. 25:542Mó 21:3
3. Mós. 25:552Mó 20:2; 3Mó 25:42
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
  • 44
  • 45
  • 46
  • 47
  • 48
  • 49
  • 50
  • 51
  • 52
  • 53
  • 54
  • 55
Biblían – Nýheimsþýðingin
3. Mósebók 25:1–55

Þriðja Mósebók

25 Jehóva sagði einnig við Móse á Sínaífjalli: 2 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Þegar þið komið inn í landið sem ég gef ykkur+ skuluð þið halda lög Jehóva um hvíldarár og láta landið hvílast.+ 3 Í sex ár skaltu sá í akur þinn og í sex ár skaltu skera til vínvið þinn og hirða uppskeru landsins.+ 4 En sjöunda árið á landið að hvílast algerlega. Það er hvíldarár helgað Jehóva. Þá áttu hvorki að sá í akur þinn né skera til vínvið þinn. 5 Þú mátt hvorki skera upp það sem vex sjálfsáið eftir uppskeruna né tína vínberin af ósnyrtum vínviðnum. Landið á að hvílast algerlega í eitt ár. 6 Þið megið hins vegar borða það sem vex í landinu á hvíldarárinu, þú, þrælar þínir, ambáttir og lausráðnir verkamenn, og útlendingar sem búa hjá þér mega borða það. 7 Búféð og villtu dýrin í landinu mega líka éta það. Allt sem landið gefur af sér má borða.

8 Þú skalt telja sjö hvíldarár, sjö sinnum sjö ár, samtals 49 ár. 9 Þá skaltu blása kröftuglega í hornið, á tíunda degi sjöunda mánaðarins. Þið skuluð blása í hornið á friðþægingardeginum+ svo að það heyrist um allt land. 10 Þið skuluð helga 50. árið og boða öllum íbúum landsins frelsi.+ Það verður ykkur fagnaðarár og allir eiga að snúa aftur til eignar sinnar og ættar.+ 11 Fimmtugasta árið verður ykkur fagnaðarár. Þið eigið hvorki að sá né skera upp korn sem vex sjálfsáið né tína vínberin af ósnyrtum vínviðnum+ 12 því að þetta er fagnaðarár. Það á að vera ykkur heilagt. Þið megið aðeins borða það sem vex af sjálfu sér í landinu.+

13 Á þessu ári, fagnaðarárinu, eiga allir að fá eign sína aftur.+ 14 Ef þið seljið náunga ykkar eitthvað eða kaupið af honum skuluð þið ekki féfletta hvor annan.+ 15 Þegar þú kaupir land af náunga þínum skaltu taka mið af því hve langt er liðið frá síðasta fagnaðarári og hann á að verðleggja það eftir því hve mörg uppskeruár eru eftir.+ 16 Ef mörg ár eru eftir getur hann hækkað verðið en ef fá ár eru eftir á hann að lækka verðið því að hann er að selja þér uppskeruárin. 17 Enginn ykkar má féfletta náunga sinn.+ Þið skuluð óttast Guð ykkar+ því að ég er Jehóva Guð ykkar.+ 18 Ef þið haldið ákvæði mín og fylgið lögum mínum munuð þið búa við öryggi í landinu.+ 19 Landið mun gefa ávöxt sinn+ og þið munuð borða ykkur södd og búa þar örugg.+

20 Þið spyrjið kannski: „Hvað eigum við að borða sjöunda árið fyrst við megum hvorki sá né uppskera?“+ 21 Ég mun blessa ykkur sjötta árið og landið mun gefa af sér næga uppskeru til þriggja ára.+ 22 Á áttunda árinu munuð þið sá og þið munuð borða af gömlu uppskerunni fram á níunda árið. Þið skuluð borða af henni þangað til uppskera níunda ársins kemur.

23 Ekki má selja landið til frambúðar+ því að ég á það+ og þið eruð útlendingar og innflytjendur í mínum augum.+ 24 Um allt landið sem ég gef ykkur skal sá sem selur landareign hafa þann rétt að kaupa hana aftur.

25 Ef bróðir þinn verður fátækur og þarf að selja eitthvað af landareign sinni á náinn ættingi hans að kaupa til baka það sem hann seldi.+ 26 Ef hann á engan að til að kaupa eignina til baka en aflar sér sjálfur nægra fjármuna til að leysa hana til sín 27 á hann að reikna út verðgildi þeirra ára sem liðin eru síðan hann seldi hana og endurgreiða kaupandanum mismuninn. Síðan getur hann fengið eign sína til baka.+

28 En ef hann hefur ekki efni á að kaupa til baka það sem hann seldi á kaupandinn að halda því til næsta fagnaðarárs.+ Þá á hinn að fá eign sína til baka og má snúa aftur til hennar.+

29 Ef maður selur íbúðarhús í víggirtri borg á hann rétt á að kaupa það aftur innan árs frá því að hann seldi það. Endurkauparétturinn+ gildir í heilt ár. 30 En ef húsið í víggirtu borginni er ekki keypt til baka innan árs verður það varanleg eign kaupandans og afkomenda hans kynslóð eftir kynslóð. Því er ekki skilað á fagnaðarárinu. 31 Hús í bæjum sem eru ekki víggirtir skulu hins vegar teljast hluti af landi sveitarinnar. Endurkauparétturinn fellur ekki úr gildi og þeim skal skilað á fagnaðarárinu.

32 Um hús Levíta í borgum þeirra+ gildir sú regla að þeir eiga alltaf þann rétt að kaupa þau aftur. 33 Þegar hús Levíta er selt í einni af borgum þeirra og ekki keypt aftur er því skilað til eiganda þess á fagnaðarárinu+ því að húsin í borgum Levíta eru eign þeirra á meðal Ísraelsmanna.+ 34 En ekki má selja beitilandið+ kringum borgir þeirra því að það er varanleg eign þeirra.

35 Ef bróðir þinn sem býr í grennd við þig verður fátækur og getur ekki séð sér farborða skaltu halda honum uppi+ svo að hann haldi lífi, eins og þú myndir sjá fyrir útlendingi og innflytjanda.+ 36 Taktu ekki vexti af honum og reyndu ekki að hagnast* á honum.+ Þú skalt óttast Guð þinn+ svo að bróðir þinn geti bjargað sér á meðal ykkar. 37 Þú mátt hvorki lána honum fé gegn vöxtum+ né gefa honum mat í hagnaðarskyni. 38 Ég er Jehóva Guð ykkar sem leiddi ykkur út úr Egyptalandi+ til að gefa ykkur Kanaansland og sýna að ég er Guð ykkar.+

39 Ef bróðir þinn sem býr í grennd við þig verður fátækur og þarf að selja sig þér+ máttu ekki neyða hann til að vinna þrælavinnu.+ 40 Það á að koma fram við hann eins og lausráðinn verkamann,+ eins og innflytjanda. Hann á að vinna hjá þér fram að fagnaðarári. 41 Þá á hann að fara frá þér, hann og börn* hans, og snúa aftur til ættar sinnar. Hann á að snúa aftur til landareignar forfeðra sinna+ 42 því að Ísraelsmenn eru þrælar mínir sem ég leiddi út úr Egyptalandi.+ Þeir eiga ekki að selja sig í þrælkun. 43 Þú mátt ekki fara illa með hann+ heldur skaltu óttast Guð þinn.+ 44 Þrælar þínir og ambáttir eiga að koma frá þjóðunum umhverfis. Af þeim megið þið kaupa þræl eða ambátt. 45 Þið megið líka kaupa þræla af innflytjendum sem búa á meðal ykkar+ og af afkomendum þeirra sem eru fæddir í landi ykkar. Þeir verða eign ykkar. 46 Þið megið láta þá ganga í arf til sona ykkar sem varanlega eign og nota þá sem verkamenn. En þið megið ekki fara illa með bræður ykkar, Ísraelsmenn.+

47 Ef útlendingur eða innflytjandi sem býr á meðal ykkar verður ríkur en bróðir þinn verður fátækur og þarf að selja sig útlendingnum eða innflytjandanum eða einhverjum í fjölskyldu útlendingsins 48 heldur hann réttinum til að kaupa sig lausan eftir að hafa selt sig. Einhver af bræðrum hans getur keypt hann lausan,+ 49 eða þá föðurbróðir hans, sonur föðurbróður hans eða annar náskyldur ættingi. Einhver ættingi hans getur keypt hann lausan.

Ef hann efnast getur hann líka sjálfur keypt sig lausan.+ 50 Hann og kaupandinn skulu telja árin frá því að hann seldi sig fram að fagnaðarárinu+ og verðið fyrir hann á að miða við árafjöldann.+ Launin fyrir vinnudaga hans skulu reiknast eftir launum daglaunamanns.+ 51 Ef mörg ár eru eftir á hann að greiða lausnarverð í hlutfalli við árafjöldann sem er eftir. 52 En ef aðeins fáein ár eru fram að fagnaðarári á hann að reikna út lausnarverð sitt og greiða það í hlutfalli við árafjöldann sem er eftir. 53 Eins lengi og hann vinnur fyrir húsbónda sinn á að koma fram við hann eins og lausráðinn mann og það má ekki fara illa með hann.+ 54 En ef hann getur ekki keypt sig lausan á þessum kjörum verður hann frjáls á fagnaðarárinu,+ hann og börn* hans.

55 Ísraelsmenn eru þrælar mínir. Þeir eru þrælar mínir sem ég leiddi út úr Egyptalandi.+ Ég er Jehóva Guð ykkar.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila