Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 5. Mósebók 17
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

5. Mósebók – yfirlit

      • Fórnardýr áttu að vera gallalaus (1)

      • Viðbrögð við fráhvarfi (2–7)

      • Vandmeðfarin dómsmál (8–13)

      • Leiðbeiningar handa konungum framtíðar (14–20)

        • Konungur á að gera sér afrit af lögunum (18)

5. Mósebók 17:1

Millivísanir

  • +3Mó 22:20; 5Mó 15:21; Mal 1:8

5. Mósebók 17:2

Millivísanir

  • +5Mó 4:23; 13:6–9

5. Mósebók 17:3

Neðanmáls

  • *

    Eða „sem ég hef ekki gefið fyrirmæli um“.

Millivísanir

  • +5Mó 4:19
  • +5Mó 13:12–15

5. Mósebók 17:4

Millivísanir

  • +Jóh 7:51

5. Mósebók 17:5

Millivísanir

  • +5Mó 13:6, 10

5. Mósebók 17:6

Millivísanir

  • +Mt 18:16; Jóh 8:17; 1Tí 5:19; Heb 10:28
  • +4Mó 35:30; 5Mó 19:15

5. Mósebók 17:7

Millivísanir

  • +5Mó 13:5; 1Kor 5:13

5. Mósebók 17:8

Millivísanir

  • +4Mó 35:11
  • +5Mó 12:5; 1Kon 3:16, 28; Sl 122:2, 5

5. Mósebók 17:9

Millivísanir

  • +1Sa 7:15, 16
  • +5Mó 19:17; 21:5

5. Mósebók 17:11

Millivísanir

  • +Mal 2:7
  • +5Mó 5:32; 12:32

5. Mósebók 17:12

Millivísanir

  • +Okv 11:2; Heb 10:28
  • +5Mó 13:5; 1Kor 5:13

5. Mósebók 17:13

Millivísanir

  • +5Mó 13:11; 19:20

5. Mósebók 17:14

Millivísanir

  • +1Sa 8:5, 20; 10:19

5. Mósebók 17:15

Millivísanir

  • +1Sa 9:17; 10:24; 16:12, 13

5. Mósebók 17:16

Millivísanir

  • +5Mó 20:1; 2Sa 8:4; Sl 20:7; Okv 21:31
  • +Jes 31:1

5. Mósebók 17:17

Millivísanir

  • +1Kon 11:1–3; Neh 13:26
  • +Job 31:24, 28; 1Tí 6:9

5. Mósebók 17:18

Neðanmáls

  • *

    Eða „á bókrollu“.

Millivísanir

  • +5Mó 31:9, 26; 2Kon 22:8

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.10.1995, bls. 13-14

5. Mósebók 17:19

Millivísanir

  • +2Kr 34:18
  • +Sl 1:2; 119:97

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.2002, bls. 19-24

    1.11.2000, bls. 18

    1.10.1995, bls. 13-14

5. Mósebók 17:20

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.10.1995, bls. 13-14

Almennt

5. Mós. 17:13Mó 22:20; 5Mó 15:21; Mal 1:8
5. Mós. 17:25Mó 4:23; 13:6–9
5. Mós. 17:35Mó 4:19
5. Mós. 17:35Mó 13:12–15
5. Mós. 17:4Jóh 7:51
5. Mós. 17:55Mó 13:6, 10
5. Mós. 17:6Mt 18:16; Jóh 8:17; 1Tí 5:19; Heb 10:28
5. Mós. 17:64Mó 35:30; 5Mó 19:15
5. Mós. 17:75Mó 13:5; 1Kor 5:13
5. Mós. 17:84Mó 35:11
5. Mós. 17:85Mó 12:5; 1Kon 3:16, 28; Sl 122:2, 5
5. Mós. 17:91Sa 7:15, 16
5. Mós. 17:95Mó 19:17; 21:5
5. Mós. 17:11Mal 2:7
5. Mós. 17:115Mó 5:32; 12:32
5. Mós. 17:12Okv 11:2; Heb 10:28
5. Mós. 17:125Mó 13:5; 1Kor 5:13
5. Mós. 17:135Mó 13:11; 19:20
5. Mós. 17:141Sa 8:5, 20; 10:19
5. Mós. 17:151Sa 9:17; 10:24; 16:12, 13
5. Mós. 17:165Mó 20:1; 2Sa 8:4; Sl 20:7; Okv 21:31
5. Mós. 17:16Jes 31:1
5. Mós. 17:171Kon 11:1–3; Neh 13:26
5. Mós. 17:17Job 31:24, 28; 1Tí 6:9
5. Mós. 17:185Mó 31:9, 26; 2Kon 22:8
5. Mós. 17:192Kr 34:18
5. Mós. 17:19Sl 1:2; 119:97
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
Biblían – Nýheimsþýðingin
5. Mósebók 17:1–20

Fimmta Mósebók

17 Þú mátt ekki fórna Jehóva Guði þínum nauti eða sauð sem er skaddaður eða er með galla því að Jehóva Guð þinn myndi hafa viðbjóð á því.+

2 Segjum að karl eða kona meðal ykkar, í einhverri af borgunum sem Jehóva Guð þinn gefur þér, geri það sem er illt í augum Jehóva Guðs þíns og brjóti gegn sáttmála hans,+ 3 fari og tilbiðji aðra guði og falli fram fyrir þeim eða fyrir sólinni, tunglinu eða öllum himinsins her+ þó að ég hafi bannað það.*+ 4 Þegar þér er sagt frá því eða þú fréttir það skaltu rannsaka málið vandlega. Ef það reynist rétt+ að þessi viðurstyggð hafi átt sér stað í Ísrael 5 skaltu fara með karlinn eða konuna sem hefur gert hið illa að borgarhliðinu og hann eða hún skal grýtt til bana.+ 6 Til að fullnægja dauðadómi þarf framburð tveggja eða þriggja vitna.+ Enginn skal tekinn af lífi eftir framburði eins vitnis.+ 7 Vitnin skulu vera fyrst til að leggja hönd á hann til að taka hann af lífi og síðan á allt fólkið að gera slíkt hið sama. Þú skalt útrýma hinu illa sem er á meðal ykkar.+

8 Ef upp kemur mál í einhverri af borgum ykkar sem þú ræður ekki við að dæma í, hvort sem um er að ræða blóðsúthellingar,+ ofbeldisverk sem framið hefur verið, málssókn eða annað deilumál, skaltu fara til staðarins sem Jehóva Guð þinn velur.+ 9 Farðu til Levítaprestanna og dómarans+ sem gegnir embætti þá. Leggðu málið fyrir þá og þeir skera úr því.+ 10 Farðu svo eftir úrskurðinum sem þeir kveða upp á staðnum sem Jehóva velur. Gættu þess að fara eftir öllum fyrirmælum þeirra. 11 Fylgdu lögunum sem þeir benda þér á og úrskurðinum sem þeir fella.+ Víktu ekki frá úrskurði þeirra, hvorki til hægri né vinstri.+ 12 Sá sem sýnir þann hroka að hlusta ekki á prestinn sem þjónar Jehóva Guði þínum né á dómarann skal deyja.+ Þú skalt útrýma hinu illa úr Ísrael.+ 13 Allt fólkið mun frétta það og enginn þorir að sýna hroka framar.+

14 Þegar þú ferð inn í landið sem Jehóva Guð þinn gefur þér, þú hefur tekið það og sest þar að og segir: ‚Ég vil fá konung eins og allar þjóðirnar í kring,‘+ 15 þá skaltu útnefna konung sem Jehóva Guð þinn velur.+ Hann á að vera Ísraelsmaður eins og þú. Þú mátt ekki setja yfir þig útlending, mann sem er ekki bróðir þinn. 16 Konungurinn má ekki eignast marga hesta+ eða senda fólk aftur til Egyptalands til að útvega fleiri hesta+ því að Jehóva sagði við ykkur: ‚Þið skuluð aldrei snúa aftur þessa leið.‘ 17 Hann má ekki taka sér margar konur svo að hjarta hans leiði hann ekki afvega.+ Hann má ekki heldur safna sér ógrynni af silfri og gulli.+ 18 Þegar hann er sestur í hásæti í ríki sínu á hann að gera handa sér afrit af þessum lögum í bók.* Hann á að skrifa afritið eftir lögbókinni sem Levítaprestarnir varðveita.+

19 Hann á að hafa bókina hjá sér og lesa í henni alla ævidaga sína+ svo að hann læri að óttast Jehóva Guð sinn, haldi allt sem stendur í þessum lögum og fylgi ákvæðum þeirra.+ 20 Þá mun hann ekki upphefja sig yfir bræður sína og ekki víkja frá boðorðunum, hvorki til hægri né vinstri, og hann mun ríkja lengi í Ísrael, bæði hann og synir hans.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila