Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt 2. Tímóteusarbréf 1:1-4:22
  • 2. Tímóteusarbréf

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 2. Tímóteusarbréf
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Tímóteusarbréf

SÍÐARA BRÉFIÐ TIL TÍMÓTEUSAR

1 Frá Páli, postula Krists Jesú samkvæmt vilja Guðs og samkvæmt loforðinu um lífið sem fæst fyrir milligöngu Krists Jesú,+ 2 til Tímóteusar sem er elskað barn mitt.+

Megi Guð faðirinn og Kristur Jesús Drottinn okkar veita þér einstaka góðvild, miskunn og frið.

3 Ég er þakklátur Guði sem ég veiti heilaga þjónustu líkt og forfeður mínir. Ég geri það með hreinni samvisku og minnist þín alltaf í innilegum bænum mínum dag og nótt. 4 Ég minnist tára þinna og þrái að sjá þig til að ég fyllist gleði. 5 Ég rifja upp fyrir mér hræsnislausa trú þína.+ Þessi trú bjó fyrst í henni Lóis ömmu þinni og Evnike móður þinni, og ég er sannfærður um að hún býr líka í þér.

6 Þess vegna minni ég þig á að glæða með þér gjöfina sem þú fékkst frá Guði þegar ég lagði hendur yfir þig.+ 7 Guð gaf okkur ekki anda hugleysis+ heldur anda máttar,+ kærleika og skynsemi. 8 Þú skalt því ekki skammast þín, hvorki fyrir boðunina um Drottin okkar+ né fyrir mig sem er fangi vegna hans. Vertu heldur tilbúinn til að þola mótlæti+ vegna fagnaðarboðskaparins, í trausti þess að Guð gefi þér kraft.+ 9 Hann frelsaði okkur og kallaði okkur heilagri köllun,+ ekki vegna verka okkar heldur eftir vilja sínum og einstakri góðvild.+ Hann sýndi okkur þessa góðvild endur fyrir löngu í tengslum við Krist Jesú 10 en nú hefur hún birst greinilega með því að frelsari okkar, Kristur Jesús, er kominn fram.+ Hann hefur afmáð dauðann+ og varpað ljósi á líf+ og óforgengileika*+ með fagnaðarboðskapnum,+ 11 en ég var skipaður boðberi, postuli og kennari þessa boðskapar.+

12 Þess vegna þarf ég líka að þola þessar þjáningar+ en ég skammast mín ekkert fyrir það.+ Ég þekki þann sem ég trúi á og er sannfærður um að hann geti gætt þess sem ég hef trúað honum fyrir, þar til dagurinn kemur.+ 13 Haltu þig við inntak* heilnæmu* orðanna+ sem þú heyrðir mig flytja og sýndu jafnframt þá trú og kærleika sem fylgir því að vera sameinaður Kristi Jesú. 14 Varðveittu það góða sem þér var trúað fyrir, með hjálp heilags anda sem býr í okkur.+

15 Eins og þú veist hafa allir í skattlandinu Asíu+ snúið baki við mér, þeirra á meðal Fýgelus og Hermogenes. 16 Megi Drottinn miskunna heimilisfólki Ónesífórusar+ því að hann hressti mig oft og skammaðist sín ekki fyrir fjötra mína 17 heldur leitaði vandlega að mér þegar hann var í Róm og fann mig. 18 Megi Drottinn Jehóva* sýna honum miskunn þegar dagurinn rennur upp. Og þú veist vel hvaða þjónustu hann innti af hendi í Efesus.

2 Barnið mitt,+ haltu þess vegna áfram að sækja styrk í einstaka góðvild Krists Jesú. 2 Það sem þú heyrðir frá mér og mörg vitni staðfestu+ skaltu fela trúföstum mönnum sem verða síðan hæfir til að kenna öðrum. 3 Vertu tilbúinn til að þola mótlæti+ sem góður hermaður+ Krists Jesú. 4 Enginn hermaður stundar* almenna atvinnu* því að hann vill þóknast þeim sem réð hann til hermennsku. 5 Sá sem keppir í íþróttum fær ekki sigursveiginn* nema hann fylgi reglunum.+ 6 Bóndinn sem stritar á að fá að njóta uppskerunnar fyrstur manna. 7 Hugsaðu vandlega um það sem ég segi. Drottinn gefur þér skilning á öllu.*

8 Mundu að Jesús Kristur var reistur upp frá dauðum+ og hann var afkomandi Davíðs.+ Það samræmist fagnaðarboðskapnum sem ég boða.+ 9 Fyrir það þjáist ég og sit í fangelsi sem afbrotamaður.+ En orð Guðs er ekki í fjötrum.+ 10 Af þeim sökum er ég þolgóður í öllu vegna hinna útvöldu+ til að þeir hljóti líka frelsunina sem fæst fyrir milligöngu Krists Jesú ásamt eilífri dýrð. 11 Þessi orð eru áreiðanleg: Ef við höfum dáið með honum munum við líka lifa með honum.+ 12 Ef við erum þolgóð munum við líka ríkja með honum sem konungar.+ Ef við afneitum honum mun hann líka afneita okkur.+ 13 Þótt við værum ótrú væri hann samt trúr af því að hann getur ekki afneitað sjálfum sér.

14 Haltu áfram að minna þá á þetta og segðu* þeim frammi fyrir Guði að rífast ekki um orð. Það þjónar engum tilgangi og er aðeins til ills fyrir* þá sem hlusta á. 15 Leggðu þig allan fram til að geta þóknast Guði, að vera verkamaður sem þarf ekki að skammast sín fyrir neitt og fer rétt með orð sannleikans.+ 16 Hafnaðu innantómum orðræðum manna sem gera lítið úr því sem er heilagt+ því að þær leiða til æ meira guðleysis 17 og breiðast út eins og drep í sári. Hýmeneus og Fíletus eru þeirra á meðal.+ 18 Þessir menn hafa snúið baki við sannleikanum því að þeir segja að upprisan hafi þegar átt sér stað,+ og þeir kollvarpa trú sumra. 19 Þrátt fyrir það stendur traustur grundvöllur Guðs og hann hefur þessi innsiglisorð: „Jehóva* þekkir þá sem tilheyra honum,“+ og: „Allir sem ákalla nafn Jehóva*+ haldi sig frá ranglæti.“

20 Á stóru heimili eru ekki aðeins áhöld* úr gulli og silfri heldur líka úr tré og leir. Sum eru notuð við hátíðleg tækifæri en önnur ætluð til óvirðulegri nota. 21 Sá sem heldur sig frá hinum síðarnefndu verður verkfæri* til hátíðlegra nota, helgað, gagnlegt fyrir eiganda sinn og tiltækt til allra góðra verka. 22 Þú skalt því flýja girndir æskunnar og keppa eftir réttlæti, trú, kærleika og friði ásamt þeim sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.

23 Hafnaðu heimskulegum og tilgangslausum rökræðum+ því að þú veist að þær enda með rifrildi. 24 Þjónn Drottins á ekki að rífast heldur á hann að vera ljúfur* við alla,+ vera hæfur kennari, halda ró sinni þegar hann er órétti beittur+ 25 og leiðbeina mildilega þeim sem sýna mótþróa.+ Ef til vill gefur Guð þeim tækifæri til að iðrast* svo að þeir fái nákvæma þekkingu á sannleikanum,+ 26 komist til sjálfra sín og sleppi úr snöru Djöfulsins sem hefur veitt þá lifandi til að gera vilja sinn.+

3 En það máttu vita að á síðustu dögum+ verða hættulegir og erfiðir tímar. 2 Menn verða eigingjarnir, elska peninga, verða montnir, hrokafullir, lastmálir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, ótrúir, 3 kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberar, hafa enga sjálfstjórn, grimmir, elska ekki hið góða, 4 sviksamir, þverir, yfirlætisfullir og elska nautnir frekar en Guð. 5 Út á við sýnast þeir guðræknir en þeir láta trúna ekki hafa nein áhrif á líf sitt.*+ Forðastu þá. 6 Úr hópi þeirra koma menn sem smeygja sér inn á heimilin og ná á sitt band trúgjörnum og syndugum konum sem láta leiðast af ýmsum girndum. 7 Þær eru alltaf að læra en geta aldrei fengið nákvæma þekkingu á sannleikanum.

8 Þessir menn standa á móti sannleikanum eins og Jannes og Jambres stóðu gegn Móse. Hugarfar slíkra manna er gerspillt og þeir hafa ekki velþóknun Guðs því að þeir lifa ekki samkvæmt trúnni. 9 En þeim verður ekkert ágengt framar því að heimska þeirra verður öllum augljós eins og gerðist hjá þessum tveim mönnum.+ 10 Þú hefur hins vegar farið vel eftir því sem ég kenndi, fylgt sömu lífsstefnu og ég+ og haft sömu markmið, trú, þolinmæði, kærleika og þolgæði. 11 Þú veist líka af þeim ofsóknum og þjáningum sem ég varð fyrir í Antíokkíu,+ Íkóníum+ og Lýstru.+ Ég gekk í gegnum þessar ofsóknir en Drottinn bjargaði mér úr þeim öllum.+ 12 Já, allir sem vilja lifa guðrækilegu lífi sem lærisveinar Krists Jesú verða ofsóttir.+ 13 En vondir menn og svikarar munu ganga æ lengra í illskunni. Þeir leiða aðra á villigötur og láta sjálfir leiðast afvega.+

14 Þú skalt hins vegar halda þig við það sem þú hefur lært og látið sannfærast um+ því að þú veist af hverjum þú lærðir það 15 og þú hefur þekkt heilagar ritningar frá blautu barnsbeini.+ Þær geta veitt þér visku svo að þú bjargist vegna trúarinnar á Krist Jesú.+ 16 Öll Ritningin er innblásin af Guði+ og gagnleg til að kenna,+ áminna, leiðrétta* og aga fólk í að gera það sem er rétt,+ 17 til að sá sem þjónar Guði sé fullkomlega hæfur og albúinn til allra góðra verka.

4 Frammi fyrir Guði og Kristi Jesú, sem á að dæma+ lifandi og dauða+ þegar hann birtist+ og kemur í ríki sínu,+ hvet ég þig eindregið 2 til að boða orðið.+ Gerðu það af kappi, bæði á hagstæðum tímum og erfiðum. Áminntu,+ ávítaðu og hvettu með mikilli þolinmæði og góðri kennslu.*+ 3 Sá tími kemur að fólk þolir ekki hina heilnæmu* kenningu+ heldur fylgir eigin löngunum og safnar í kringum sig kennurum til að heyra það sem kitlar eyrun.*+ 4 Það hættir að hlusta á sannleikann og verður upptekið af lygasögum. 5 Þú skalt hins vegar hugsa skýrt í öllu, halda út í mótlæti,+ vinna verk trúboða* og gera þjónustu þinni góð skil.+

6 Mér er nú úthellt eins og drykkjarfórn+ og það er stutt í að ég verði leystur.+ 7 Ég hef barist góðu baráttunni,+ ég hef lokið hlaupinu,+ ég hef varðveitt trúna. 8 Nú bíður mín kóróna réttlætisins+ sem Drottinn, hinn réttláti dómari,+ mun gefa mér að launum á þeim degi,+ en ekki aðeins mér heldur öllum sem hafa þráð að hann birtist.

9 Reyndu eins og þú getur að koma til mín sem fyrst 10 því að Demas+ hefur yfirgefið mig þar sem hann elskaði þennan heim.* Hann er farinn til Þessaloníku. Kreskes er farinn til Galatíu og Títus til Dalmatíu. 11 Enginn er hjá mér nema Lúkas. Taktu Markús með þér því að hann er mér mikil hjálp í þjónustunni. 12 Ég hef sent Týkíkus+ til Efesus. 13 Þegar þú kemur taktu þá með þér skikkjuna sem ég skildi eftir í Tróas hjá Karpusi og bókrollurnar, sérstaklega skinnhandritin.

14 Alexander koparsmiður gerði mér margt illt. Jehóva* mun gjalda honum eftir verkum hans.+ 15 Þú skalt líka gæta þín á honum því að hann barðist af heift gegn boðskap okkar.

16 Í fyrstu málsvörn minni kom enginn mér til hjálpar heldur yfirgáfu mig allir. Vonandi þurfa þeir ekki að svara fyrir það. 17 En Drottinn stóð með mér og gaf mér kraft svo að ég gæti gert boðuninni full skil og allar þjóðir fengju að heyra boðskapinn.+ Og mér var bjargað úr gini ljónsins.+ 18 Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu. Hann bjargar mér og leiðir mig inn í himneskt ríki sitt.+ Honum sé dýrðin um alla eilífð. Amen.

19 Ég bið að heilsa Prisku og Akvílasi+ og heimilisfólki Ónesífórusar.+

20 Erastus+ varð eftir í Korintu en ég skildi Trófímus+ eftir veikan í Míletus. 21 Reyndu eins og þú getur að koma fyrir veturinn.

Evbúlus sendir þér kveðju og sömuleiðis Púdes, Línus, Kládía og allir aðrir í söfnuðinum.

22 Drottinn blessi það hugarfar sem þú sýnir. Einstök góðvild hans sé með ykkur.

Sjá orðaskýringar.

Eða „heildarmynd; mælikvarða“.

Eða „gagnlegu“.

Sjá viðauka A5.

Orðrétt „flækir sig í“.

Eða hugsanl. „dagleg störf“.

Orðrétt „er ekki krýndur“.

Eða „glögga innsýn í allt“.

Orðrétt „vitnaðu rækilega fyrir“.

Eða „brýtur niður“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „ker“.

Eða „áhald; ker“.

Eða „nærgætinn“.

Eða „breyta hugarfari sínu“.

Eða „en þeir afneita krafti guðrækninnar“.

Eða „koma hlutum í rétt horf“.

Eða „og kennslulist“.

Eða „gagnlegu“.

Eða „sem það sjálft vill heyra“.

Eða „halda áfram að boða fagnaðarboðskapinn“.

Eða „þessa öld“. Sjá orðaskýringar, „heimsskipan“.

Sjá viðauka A5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila