Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • nwt 2. Pétursbréf 1:1-3:18
  • 2. Pétursbréf

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 2. Pétursbréf
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Pétursbréf

SÍÐARA BRÉF PÉTURS

1 Frá Símoni Pétri, þjóni og postula Jesú Krists, til þeirra sem hafa eignast sömu dýrmætu trú og við* vegna réttlætis Guðs og frelsarans Jesú Krists.

2 Einstök góðvild Guðs og friður aukist hjá ykkur með nákvæmri þekkingu+ á Guði og Jesú Drottni okkar. 3 Guðlegur kraftur hans hefur veitt* okkur allt sem stuðlar að lífi og guðrækni með þekkingunni á honum sem kallaði okkur+ í dýrð sinni og dyggð. 4 Með þessu hefur hann gefið* okkur hin dýrmætu og stórfenglegu fyrirheit+ svo að þið getið fengið hlutdeild í guðlegu eðli+ þar sem þið eruð sloppin frá spillingu heimsins sem er sprottin af röngum löngunum.*

5 Einmitt þess vegna skuluð þið gera ykkar ýtrasta+ til að bæta við trú ykkar dyggð,+ við dyggðina þekkingu,+ 6 við þekkinguna sjálfstjórn, við sjálfstjórnina+ þolgæði, við þolgæðið guðrækni,+ 7 við guðræknina bróðurást og við bróðurástina kærleika.+ 8 Ef þið hafið þetta til að bera, og það í ríkum mæli, breytið þið í samræmi við hina nákvæmu þekkingu á Drottni okkar Jesú Kristi og þið verðið hvorki óvirk né ávaxtalaus.+

9 Sá sem býr ekki yfir þessu er blindur. Hann lokar augunum fyrir ljósinu*+ og er búinn að gleyma að hann hefur hreinsast af fyrri syndum.+ 10 Bræður og systur, leggið ykkur því enn betur fram um að vera trú köllun ykkar+ og útvalningu því að ef þið haldið áfram að gera þetta munuð þið aldrei nokkurn tíma bregðast.+ 11 Þá fáið þið að ganga með dýrlegum hætti inn* í eilíft ríki+ Drottins okkar og frelsara Jesú Krists.+

12 Þess vegna ætla ég mér að minna ykkur stöðugt á þetta þó að þið vitið það og hafið góða fótfestu í sannleikanum sem býr í ykkur. 13 Meðan ég er í þessari tjaldbúð*+ tel ég rétt að hvetja ykkur með því að minna ykkur á þetta+ 14 því að ég veit að bráðum verður tjaldbúð mín tekin burt, rétt eins og Drottinn okkar Jesús Kristur gerði mér ljóst.+ 15 Ég ætla alltaf að gera mitt ýtrasta svo að þið getið minnt ykkur á* þetta eftir að ég er farinn héðan.

16 Ekki fylgdum við kænlega uppspunnum lygasögum þegar við boðuðum ykkur mátt og nærveru Drottins Jesú Krists heldur vorum við sjónarvottar að mikilfengleika hans.+ 17 Hann hlaut heiður og dýrð frá Guði föðurnum þegar hin dýrlega hátign flutti honum orð eins og þessi: „Þetta er sonur minn sem ég elska og hef velþóknun á.“+ 18 Já, við heyrðum þessi orð koma af himni meðan við vorum með honum á fjallinu helga.

19 Við höfum því fengið enn meira traust á spádómsorðinu og það er rétt af ykkur að gefa gaum að því eins og ljósi+ sem skín á dimmum stað, það er að segja í hjörtum ykkar, þar til dagur rennur upp og morgunstjarna+ rís. 20 Þið vitið mætavel að enginn spádómur Ritningarinnar er sprottinn af hugmyndum manna. 21 Spádómur hefur aldrei verið borinn fram að vilja manns+ heldur töluðu menn það sem kom frá Guði, knúnir* af heilögum anda.+

2 En það komu líka fram falsspámenn meðal fólksins og eins verða falskennarar á meðal ykkar.+ Þeir munu lauma inn sundrandi kenningum sem brjóta niður trú ykkar. Þeir afneita jafnvel eiganda sínum sem keypti þá+ og kalla yfir sig bráða tortímingu. 2 Margir munu auk þess líkja eftir blygðunarlausri hegðun* þeirra,+ og vegna þeirra verður talað illa um veg sannleikans.+ 3 Þeir eru líka ágjarnir og beita blekkingum til að hagnast á ykkur. En dómi þeirra, sem er löngu ákveðinn,+ seinkar ekki og tortíming þeirra blundar ekki.+

4 Ekki þyrmdi Guð englunum sem syndguðu+ heldur kastaði þeim í Tartaros*+ og batt þá í fjötra* niðamyrkurs þar sem þeir bíða dóms.+ 5 Hann þyrmdi ekki heldur hinum forna heimi+ en verndaði Nóa, boðbera réttlætisins,+ ásamt sjö öðrum+ þegar hann lét flóð koma yfir heim óguðlegra manna.+ 6 Hann dæmdi borgirnar Sódómu og Gómorru með því að brenna þær til ösku+ og setti þær óguðlegu fólki til viðvörunar* um það sem koma skal.+ 7 En hann bjargaði Lot+ hinum réttláta sem var miður sín yfir blygðunarlausri hegðun* illra manna. 8 Dag eftir dag kvaldist þessi réttláti maður í réttlátri sál* sinni vegna þeirra illu verka sem hann sá og heyrði meðan hann bjó á meðal þeirra. 9 Við sjáum að Jehóva* veit hvernig hann á að bjarga hinum guðræknu úr prófraunum+ en geyma hina ranglátu til að tortíma þeim á dómsdegi,+ 10 sérstaklega þá sem fyrirlíta yfirvald*+ og sækjast eftir að spilla öðrum með því að eiga kynmök við þá.+

Þeir eru djarfir og þrjóskir og ófeimnir að tala illa um hina dýrlegu. 11 En englar, sem eru þó sterkari og voldugri en þeir, ákæra þá ekki með svívirðingum vegna þess að þeir bera virðingu fyrir* Jehóva.*+ 12 Þessir menn eru eins og skynlausar skepnur sem fylgja eðlishvöt sinni og eru fæddar* til að veiðast og tortímast. Þeir tala illa um það sem þeir vita ekkert um.+ Þeir kalla yfir sig tortímingu með illsku sinni 13 og hljóta skaða að launum fyrir skaðlega hegðun sína.

Þeir hafa ánægju af óhófi,+ jafnvel að degi til. Þeir eru smánarblettir og skömm sem hafa nautn* af villukenningum sínum þegar þeir sitja veislur með ykkur.+ 14 Augu þeirra eru full framhjáhalds+ og geta ekki haldið sig frá syndinni, og þeir tæla hina óstyrku. Hjörtu þeirra hafa tamið sér ágirnd. Þeir eru bölvaðir. 15 Þeir hafa yfirgefið beinu brautina og leiðst afvega. Þeir hafa fylgt vegi Bíleams+ Beórssonar sem elskaði launin fyrir að gera illt+ 16 en var ávítaður fyrir að brjóta gegn því sem var rétt.+ Mállaust burðardýr talaði mannamál og stöðvaði spámanninn í vitfirringu hans.+

17 Þessir menn eru vatnslausir brunnar og skýjaslæður sem hrekjast fyrir stormi, og þeirra bíður svartamyrkur.+ 18 Þeir fara með hástemmd en innantóm orð. Þeir tæla þá sem eru nýsloppnir frá þeim sem lifa í villu+ með því að höfða til langana holdsins+ og með blygðunarlausri hegðun* sinni. 19 Þeir lofa þeim frelsi en eru sjálfir þrælar spillingarinnar+ því að sá sem lýtur í lægra haldi fyrir öðrum er þræll hans.*+ 20 Þeir sem hafa fengið nákvæma þekkingu á Drottni okkar og frelsara Jesú Kristi og eru sloppnir frá spillingu heimsins+ eru verr settir en áður ef þeir flækja sig aftur í spillinguna og bíða ósigur.+ 21 Það hefði verið betra fyrir þá að hafa ekki þekkt veg réttlætisins en að hafa kynnst honum og síðan snúið baki við hinu heilaga boðorði sem þeir fengu.+ 22 Á þeim hefur ræst þessi málsháttur: „Hundurinn er snúinn aftur til ælu sinnar og þvegið svínið veltir sér aftur í forinni.“+

3 Þið elskuðu, þetta er nú annað bréfið sem ég skrifa ykkur. Eins og í fyrra bréfinu vil ég örva hjá ykkur skýra hugsun með áminningum+ 2 til að þið munið það sem heilagir spámenn hafa áður sagt* og sömuleiðis boðorð Drottins, frelsarans, sem postular ykkar fluttu. 3 Hafið fyrst og fremst í huga að á síðustu dögum koma hæðnir menn sem stjórnast af eigin löngunum og segja háðslega:+ 4 „Hvað varð um fyrirheitna nærveru hans?+ Frá því að forfeður okkar sofnuðu hefur allt gengið sinn vanagang, rétt eins og frá upphafi sköpunarinnar.“+

5 Viljandi loka þeir augunum fyrir því að endur fyrir löngu voru til himnar og jörð sem stóð óbifanleg upp úr vatni og var umlukin vatni vegna orðs Guðs+ 6 og að vegna þess hafi þáverandi heimur farist í vatnsflóði.+ 7 En vegna sama orðs eru núverandi himnar og jörð geymd eldinum og bíða þess dags að óguðlegir verði dæmdir og þeim eytt.+

8 Látið það samt ekki fara fram hjá ykkur, þið elskuðu, að hjá Jehóva* er einn dagur eins og þúsund ár og þúsund ár eins og einn dagur.+ 9 Jehóva* er ekki seinn á sér að efna fyrirheit sitt+ þótt sumum finnist það, heldur er hann þolinmóður við ykkur því að hann vill ekki að neinn farist heldur að allir fái tækifæri til að iðrast.+ 10 En dagur Jehóva*+ kemur eins og þjófur.+ Þá líða himnarnir undir lok+ með miklum gný,* frumefnin bráðna í ógnarhita og jörðin og verkin á henni verða afhjúpuð.+

11 Þar sem allt þetta á að eyðast á þennan hátt hugsið þá um hvers konar manneskjur þið eigið að vera. Þið eigið að vera guðrækin og heilög í hegðun 12 meðan þið bíðið og hafið stöðugt í huga að dagur Jehóva* er nálægur,*+ en þann dag munu himnarnir eyðast+ í eldi og frumefnin bráðna í ógnarhita. 13 En við bíðum eftir nýjum himnum og nýrri jörð samkvæmt fyrirheiti hans+ og þar mun réttlæti búa.+

14 Þar sem þið væntið þessa, þið elskuðu, skuluð þið gera ykkar ýtrasta til að reynast að lokum flekklaus og lýtalaus í augum Guðs og eiga frið.+ 15 Og lítið svo á að þolinmæði Drottins okkar sé til björgunar, rétt eins og elskaður bróðir okkar, Páll, hefur skrifað ykkur samkvæmt þeirri visku sem honum er gefin.+ 16 Hann talar um þetta í öllum bréfum sínum. En í þeim er sumt torskilið sem fáfróðir* og hvikulir menn rangsnúa, eins og þeir gera reyndar með Ritninguna í heild, sjálfum sér til tortímingar.

17 Þar sem þið vitið þetta fyrir fram, þið elskuðu, skuluð þið gæta að ykkur til að leiðast ekki afvega af villu þessara illu manna og falla frá staðfestu* ykkar.+ 18 Megi einstök góðvild Guðs og þekking á Drottni okkar og frelsara Jesú Kristi aukast hjá ykkur. Honum sé dýrðin, bæði nú og til eilífðardags. Amen.

Eða „eignast trú sem er haldin í jafn miklum heiðri og okkar“.

Eða „fúslega gefið“.

Eða „fúslega gefið“.

Eða „af girnd“.

Eða hugsanl. „Hann er skammsýnn“.

Eða „Þannig veitist ykkur ríkulega innganga“.

Eða „þessu tjaldi“, það er, jarðneskum líkama.

Eða „minnst á“.

Orðrétt „bornir áfram“.

Eða „ósvífinni hegðun“. Fleirtala gríska orðsins asel′geia. Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Eða hugsanl. „setti þá í gryfjur“.

Orðrétt „sem fyrirmynd“.

Eða „ósvífinni hegðun“. Á grísku asel′geia. Sjá orðaskýringar.

Sjá orðaskýringar.

Sjá viðauka A5.

Eða „líta niður á yfirráð“.

Eða „af virðingu frammi fyrir“.

Sjá viðauka A5.

Eða „fæddar frá náttúrunnar hendi“.

Eða „sem hafa taumlausa ánægju“.

Eða „ósvífinni hegðun“. Fleirtala gríska orðsins asel′geia. Sjá orðaskýringar.

Eða „lýtur í lægra haldi fyrir einhverju er þræll þess“.

Eða „hafa sagt fyrir“.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Sjá viðauka A5.

Eða „með hvin“.

Sjá viðauka A5.

Eða „þráið ákaflega dag Jehóva“. Orðrétt „flýtið fyrir degi Jehóva“.

Eða „ólærðir“.

Eða „stöðuglyndi“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila