Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.12. bls. 19-23
  • Sannkristnir menn prédika Guðsríki

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sannkristnir menn prédika Guðsríki
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Skipunin um að prédika
  • Vegna guðlegrar forsjár
  • „Hús úr húsi“
  • Kennið opinberlega og hús úr húsi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • ‚Fyrst á að prédika fagnaðarerindið‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Boðun hús úr húsi — af hverju mikilvæg núna?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Gefstu ekki upp að gera það sem gott er
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.12. bls. 19-23

Sannkristnir menn prédika Guðsríki

„Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.“ — Matteus 24:14.

1, 2. (a) Hvers vegna þarf núna að boða boðskapinn um Guðsríki um allan heiminn? (b) Hvaða spurninga gæti sérhver vottur Jehóva spurt sig?

KUNNGERIR RÍKI JEHÓVA. Í marga áratugi hafa þessi orð verið hluti af titli þessa tímarits, enda aðalmarkmið þess. Og það er brýnt að boðskapurinn um Guðsríki sé prédikaður núna um allan heiminn. Hvers vegna? Vegna þess sem Jesús Kristur sagði eftir að hafa nefnt aðra þætti ‚táknsins‘ um ósýnilega nærveru sína og endalok þessarar skipanar. Hann sagði: „Þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.“ — Matteus 24:3, 14.

2 „Endirinn“ er nú mjög nærri. Þess vegna er viturlegt af sérhverjum vígðum votti Jehóva að spyrja: Hvaða viðhorf hef ég til þess starfs að prédika Guðsríkið? Tek ég reglulega þátt í því? Inni ég þjónustu mína af hendi með leikni og kostgæfni?

Skipunin um að prédika

3. Hvað gefa orð Jesú í Matteusi 5:14-16 til kynna um fylgjendur hans?

3 Enginn sannkristinn maður getur réttilega vikið sér undan þeim sérréttindum að prédkika öðrum „fagnaðarerinið.“ Jesús sagði lærisveinum sínum: „Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.“ (Matteus 5:14-16) Af þessum orðum má sjá að lærisveinar Jesú áttu að prédika Guðsríki.

4. Hvað hefur verið sagt um fremsta boðbera Guðsríkis?

4 Um fremsta prédikara Guðsríkis hefur verið sagt: „Þegar Drottinn okkar prédikaði ríkið . . . undirbjó hann og skipulagði þjónustu sína . . . Hann hóf spámannlega þjónustu . . . og gerði bæði hina tólf og hina sjötíu hluttakendur í henni. Þegar hann prédikaði hið komandi ríki og gerði ‚tákn‘ sendi hann þá út með sams konar boðskap og kraft.

5. Hvað gerði Jesús í sambandi við prédikun Guðsríkis?

5 Jesús gaf postulum sínum og lærisveinunum 70, sem sendir voru út, góða kennslu. (Lúkas 6:12-16; 10:1-22) Auk þess ferðaðist hann sjálfur „borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikaði og flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki.“ Með honum voru postularnir og konur nokkrar er „hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.“ (Lúkas 8:1-3) Já, Jesús var kostgæfur boðberi fagnaðarerindisins og gerði ráðstafanir til að stofna skipulag manna sem skyldi prédika Guðsríki.

6. Hvað fól Jesús fylgjendum sínum áður en hann steig upp til himna?

6 Jesús lauk lífsferli sínum á jörðinni eftir þriggja og hálfs árs þjónustu. En áður en hann steig upp til himna gaf hann fylgjendum sínum þetta boð: „Farið . . .  og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ (Matteus 28:19, 20) Þeir áttu líka að prédika Guðsríki.

7. Hvers vegna gátu lærisveinar Jesú gefið góðan vitnisburð þótt þá skorti í byrjun nákvæma þekkingu um ríkið?

7 Þegar Jesús var í þann mund að yfirgefa jörðina spurðu lærisveinarnir: „Herra, ætlar þú á þessum tíma að endurreisa ríkið handa Ísrael?“ Hann svaraði þeim: „Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs sín valdi.“ Jafnvel þótt lærisveinana skorti þá nákvæma þekkingu um Guðsríki gat Jesús falið þeim að boða það, því að þeir myndu fá nauðsynlega hjálp til að gera eins og hann bauð. „En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður,“ bætti Jesús við, „og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.“ (Postulasagan 1:6-8) Undir leiðsögn heilags anda myndu fylgjendur Jesú á sínum tíma gera sér ljóst að Guðsríki yrði himnesk stjórn. (Jóhannes 16:12, 13) Og með tíð og tíma yrðu nákvæmar upplýsingar um þetta Guðsríki boðaðar „allt til endimarka jarðarinnar.“

8. Hver var árangur prédikunarinnar á fyrstu öld?

8 Þessir vottar unnu verk sitt mjög vel. Að sjálfsögðu var Jehóva með þeim og þeir nutu við stuðnings hins dýrlega gerða Jesú Krists. (Postulasagan 8:1-8; 11:19-21) Ekki er að undra að árið 60-61 skyldi Páll postuli geta sagt að ‚fagnaðarerindið hafði þá þegar verið prédikað fyrir öllu sem skapað er undir himninum‘! — Kólossubréfið 1:23.

9. Hvert er aðalverkefni kristna safnaðarins og hvernig kemur það fram hér?

9 Um þetta vitnisburðarstarf hefur verið skrifað: „Það að kunngera fagnaðarerindið er . . . ekki eitt starf af mörgum sem kirkja Nýjatestamentisins fæst við, heldur undirstöðustarf, aðalstarf hennar. . . . Takið vel eftir að Jesús sagði ekki [í Postulasögunni 1:8]: ‚Þið skuluð vitna um mig‘ eða ‚Þið skuluð vera vottar mínir.‘ Notkun sagnarinnar ‚að vera‘ hér hefur þýðingu sem taka ber alvarlega og bókstaflega. Orðið [á grísku] segir ekki aðeins hvað kirkjan myndi gera heldur hvað hún myndi vera. . . . Kirkja Jesú Krists er . . . samfélag boðbera.“ (Pentecost and the Missionary Witness of the Church (Hvítasunnann og trúboðsstarf kirkjunnar) eftir Harry R. Boer, bls. 110-114). Já, það að bera vitni er aðalstarf hins sannkristna safnaðar.

Vegna guðlegrar forsjár

10, 11. (a) Hvernig var prédikun Guðsríkis skipulögð á fyrstu öld? (b) Hvað gerðist þegar nýjar kringumstæður komu upp?

10 Boðberar Guðsríkis á fyrstu öld fengu leiðbeiningar frá stjórnandi ráði. Öldungar, sem ferðuðust milli safnaða, þjónuðu í skipulaginu, og innan safnaðanna voru skyldustörfin unnin af umsjónarmönnum og safnaðarþjónum. (Postulasagan 15:1, 2, 22-36; Filippíbréfið 1:1) En hvað gerðist þegar nýjar kringumstæður komu upp?

11 Rifjum upp atvik sem varð skömmu fyrir hvítasunnuna árið 33. Grískumælandi Gyðingar fóru að kvarta út af því að hebreskir Gyðingar „settu ekkjur þeirra hjá við daglega úthlutun.“ Til að leysa vandann skipuðu postularnir „sjö vel kynnta menn“ til að sjá um þessa matarúthlutun. (Postulasagan 6:1-8) Um þetta lesum við: „Að svo miklu leyti sem okkur er kunnugt voru ‚hinir sjö‘ valdir einungis til að gæta þess að hinum daglega mat væri útbýtt hlutdrægnislaust. Að sjálfsögðu hlutu þeim þó að vera fengnar aðrar skyldur eftir því sem þörf krafði. Þó að frumreglur hinnar nýju trúar væru óbreytanlegar var það eftirlátið visku og reynslu komandi kynslóða að ákveða með hvaða aðferðum best væri að kynna þær. . . . Aðlögun og lagfæring lítilvægra smáatriða . . . er óhjákvæmileg í sérhverju stóru skipulagi.“ — Hours With the Bible (Stundir með Biblíunni), New Testament Series, 2. bindi eftir Cunningham Geikie.

12. (a) Hvað stuðlaði að framför frumkristninnar? (b) Hvar og hvernig var byrjað að kalla lærisveina Jesú kristna?

12 Traust og bæn til Guðs ásamt „visku og reynslu“ hins stjórnandi ráðs stuðlaði að framför frumkristninnar. Ljóst er að margt gerðist vegna guðlegrar forsjár. Til dæmis voru fylgjendur Jesú fyrst í stað sagðir tilheyra ‚veginum.‘ (Postulasagan 9:1, 2) En í Antíokkíu í Sýrlandi voru „lærisveinarnir vegna guðlegrar forsjár kallaðir kristnir,“ ef til vill þegar árið 44. (Postulasagan 11:26, NW) Þeim var gefið þetta nafn af Guði og þeir tóku fúslega við því. — 1. Pétursbréf 4:16.a

13. Hvað notuðu frumkristnir menn í prédikunarstarfi sínu, og hvernig má líkja því við nútímalegar útgáfuaðferðir votta Jehóva?

13 Meðal þessara frumkristnu manna gerðist ýmislegt fleira vegna guðlegrar forsjár. Á sama hátt og vottar Jehóva nota núna nýjustu tækni við gerð og útgáfu rita voru frumkristnir menn brautryðjendur í notkun bókarinnar í stað hinna eldri bókrolla — sem var mun þægilegri í meðförum í prédikunarstarfi þeirra um Guðsríki. Um þetta segir C. C. McCown: „Trúarbækur kristinna manna, bæði Gamlatestamentið og nýju ritin . . .  voru ekki ætlaðar hinum efnameiri til að lesa í rólegheitum. Atorkusamir kaupsýslumenn vildu koma eins miklu og unnt var í eina bók. Þeir og hinir iðjusömu kristnu trúboðar vildu geta flett upp þessum eða hinum textanum sem allra fljótast til að sanna mál sitt, án þess að þurfa að rúlla mörgum metrum af papýrus.“ — The Biblícal Archeologist Reader, bls. 261.

14. Undir hvaða kringumstæðum prédikuðu postular Jesú með ákefð?

14 Að „geta flett upp þessum eða hinum textanum sem allra fljótast til að sanna mál sitt“ var mjög þýðingarmikið vegna aðferða frumkristinna manna við að prédika Guðsríki. Að sjálfsögðu báru þeir stundum óformlega vitni fyrir fólki eins og vottar Jehóva gera núna. Um það hefur verið sagt: „Eitt af sérkennum hinnar postullegu prédikunar var það að nota hvert tækifæri. Postuli beið ekki eftir einhverju sérstaklega hentugu tækifæri. Hans eina hátíðlega tækifæri var þegar hann, eins og Páll frammi fyrir Felix, var leiddur sem fangi fyrir háttsettan valdhafa til að gera grein fyrir sér og svara ákærum um yfirtroðslu laganna. Hann skorti ekki tækifæri; þau komu í fangelsinu, við vegarbrúnina og á fátæklegu heimilinu þar sem hann fékk næturgistingu. . . . Hann áleit að boðskapur hans væri einkum ætlaður hinum einstaka manni, þótt hann væri jafn-reiðubúinn að flytja hann fyrir fjöldanum. Hann gat flutt boðskapinn hvers kyns áheyrendum sem verkast vildi. Hann hafði ekki gleymt fordæmi Krists . . . en hans súlnagöng voru rykugur vegurinn eða fjölfarin gatan eða smásteinótt strönd Galíleu Gyðinganna. [Postularnir] höfðu ekki gleymt að skömmu eftir að þeir fóru að fylgja honum hafði hann gefið þeim sérstök fyrirmæli um bestu aðferðirnar til að prédika kenningar hans, og hann hafði rennt stoðum undir þessar fyrstu lexíur með öðrum, og rétt fyrir uppstigningu sína hafði hann bent þeim á að allur heimurinn væri starfsakur þeirra og sérhver maður áheyrandi þeirra.“ — History of the Christian Church (Saga kristinnar kirkju) eftir John F. Hurst, 1. bindi, bls. 96.

„Hús úr húsi“

15. Hvernig prédikuðu postularnir skömmu eftir hvítasunnuna árið 33?

15 Á dögunum eftir hvítasunnuna árið 33 voru lærisveinar Jesú þegar farnir að nota framúrskarandi aðferð við að prédika „fagnaðarerindið.“ Hvað gerðu hinir ofsóttu postular eftir að hafa mátt þola háðung vegna nafns Jesú Krists? Þeir „létu . . .  eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum (hús úr húsi, NW) og boða fagnaðarerindið um, að Jesús sé Kristur“! (Postulasagan 5:41, 42) Já, postularnir báru vitni hús úr húsi.

16. Hvers konar prédikunarstarf þjálfaði Páll postuli öldungana í Efesus fyrir?

16 Síðar minnti Páll postuli öldunga frá Efesus á þetta: „Ég dró ekkert undan, sem yður mátti að gagni verða, heldur boðaði yður það og kenndi opinberlega og í heimahúsum og vitnaði bæði fyrir Gyðingum og Grikkjum um afturhvarf til Guðs og trú á Drottin vorn Jesú.“ (Postulasagan 20:20, 21) Páll átti ekki við að hann hefði kennt hinum útnefndu öldungum á heimilum þeirra heldur að hann hefði borið vitni fyrir vantrúuðum Gyðingum og Grikkjum um iðrun gagnvart Jehóva Guði og trú á Jesú Krist. Ekki lék vafi á að Páll kenndi líka þessum öldungum hvernig þeir skyldu bera vitni hús úr húsi.

17. Hvað hafa ýmsir fræðimenn sagt um þjónustu Páls hús úr húsi í Efesus?

17 Sagt hefur verið um þjónustu postulans í Efesus: „Páll hafði fyrir venju að vinna að iðn sinni frá sólarupprás fram til kl. 11 (Postulasagan 20:34-35) en þá hafði Týrannus lokið kennslu sinni. Frá kl. 11 til 16 prédikaði hann í skólasalnum, hélt fundi með hjálparmönnum sínum, átti einkasamtöl við nemendur og lagði á ráðin um sókn inn í landið. Að síðustu vann hann kristniboðsstarf hús úr húsi sem stóð frá kl. 16 og langt fram á nótt (Postulasagan 20:20-21, 31).“ (A. E. Bailey) Aðrir fræðimenn hafa sagt: „Hann lét sér ekki nægja aðeins að flytja fyrirlestra á opinberum vettvangi og láta aðrar aðferðir lönd og leið, heldur vann sitt mikla verk kostgæfilega á einstaklinggrundvelli, og bókstaflega bar sannindi himnanna heim í hjörtu og á heimili Efesusmanna.“ (A. A. Livermore) „Hann hafði prédikað fagnaðarerindið opinberlega og hús úr húsi í borginni og út um héraðið.“ (E. M. Blaiklock) „Vert er að velta því eftirtekt að þessi mesti prédikari allra tíma prédikaði hús úr húsi. Heimsóknir hans voru ekki bara venjulegar heimsóknir.“ — A. T. Robertson.

18. (a) Hvers vegna getum við sagt að prédikun votta Jehóva hús úr húsi eigi sér traustan biblíulegan grunn? (b) Hvar og hvernig prédika vottar Jehóva Guðsríki í líkingu við Jesú og fyrstu lærisveina hans?

18 Postular Jesú báru vitni hús úr húsi árið 33. Þannig vitnisburður var hluti af þjónustu Páls í Efesus og vafalaust annars staðar. Prédikun votta Jehóva hús úr húsi á sér því traustan, biblíulegan grunn. Svo er og um ýmsar aðrar aðferðir sem þeir nota til að útbreiða boðskapinn um Guðsríki. Athyglisvert er að sagt er í Cyclopedia eftir McClintock og Strong: „Drottinn okkar og postular hans fundu sér stað til að prédika hvar sem hægt var að safna fólki saman. Fjallshliðin, strendur, vatnanna, árbakkarnir, gatan, heimahúsin, forgarður musterisins, samkunduhús Gyðinga og ýmsir aðrir staðir voru notaðir til að boða fagnaðarerindið.“ (8. bindi, bls. 483) Eins og Jesús og fyrstu fylgjendur hans prédika vottar Jehóva boðskapinn um Guðsríki ‚á götunni, í heimahúsum . . . og á ýmsum öðrum stöðum.‘ Til dæmis starfa þeir á götum úti (með þetta tímarit og förunaut þess, Vaknið!) og þeir eru sérstaklega kunnir fyrir vitnisburð sinn hús úr húsi.

19. Hvernig eru ákvarðanir teknar varðandi prédikunaraðferðir votta Jehóva?

19 Grundvallaraðferðir þjónustunnar, sem vottar Jehóva beita núna, voru almennt notaðar á fyrstu öldinni. Hið stjórnandi ráð kristna safnaðarins á okkar tímum getur auk þess ákveðið hvaða aðrar prédikunaraðferðir henti nú á tímum. Slíkar ákvarðanir má að nokkru leyti byggja á „visku og reynslu“ þeirra sem mynda ráðið. Þeir taka þó ákvarðanir sínar fyrst og fremst eins og hið stjórnandi ráð kristna safnaðarins á fyrstu öld gerði. Leitað er leiðsagnar og handleiðslu Guðs og heilags anda hans í bæn, og fylgt fordæmum úr Biblíunni þegar ákveðið er hvaða prédikunaraðferðir henti best nú á „síðustu dögum.“ — 2. Tímóteusarbréf 3:1; Postulasagan 15:23, 28.

20. (a) Hvers vegna getum við verið viss um að Guð hafa velþóknun á þeim prédikunaraðferðum sem vottar Jehóva beita? (b) Hvaða viðhorf ættu allir þjónar Jehóva að hafa til prédikunarstarfsins?

20 Ljóst er að þær prédikunaraðferðir, sem vottar Jehóva nota núna, eru ákveðnar með guðlegri forsjá, því að Guð hefur blessað viðleitni þeirra með ríkulegum vexti. (Orðskviðirnir 10:22) Mikill fjöldi manna er að tileinka sér sanna guðsdýrkun og slást í lið með þeim sem eftir eru af smurðum fylgjendum Krists. Þeir verða hluti af eina skipulaginu sem heiðrar heilagt nafn Jehóva og boðar óttalaust fagnaðarerindið um hið stofnsetta himneska ríki. Megi allir þjónar Jehóva því halda áfram að leggja sig kappsamlega fram við að gera menn að lærisveinum núna er þessi heimsskipan nálgast endalok sín. Við verðum að gera það af trúfesti, því að kristnir menn eru prédikarar Guðsríkis.

Hver er skilningur þinn?

◻ Hvers vegna ætti núna að boða boðskapinn um ríkið um alla jörðina?

◻ Hvert er aðalverkefni allra sannkristinna manna?

◻ Hvers vegna má segja að meðal þjóna Jehóva gerist margt af guðlegri forsjá?

◻ Hvaða traustan grunn hefur prédikun votta Jehóva hús úr húsi?

[Neðanmáls]

a Sjá bls. 316 í bókinni Aid to Bible Understanding sem gefin er út af Watch Tower Bible and Tract Society of New York, Inc.

[Mynd á blaðsíðu 20]

Jesús sagði fylgjendum sínum: ‚Farið, gerið menn að lærisveinum.‘ Tekur þú kostgæfilega þátt í aðalverkefni allra sannkristinna manna?

[Mynd á blaðsíðu 22]

Berð þú reglulega vitni hús úr húsi? Postular Jesú gerðu það, svo og hinn kostgæfi boðberi Guðsríkis, Páll.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila