Guðveldislegar fréttir
Bosnía og Hersegóvína: Hjálpargögn hafa í einhverjum mæli borist frá bræðrunum í Austurríki og Króatíu. Þó nokkur fjöldi boðbera hefur hins vegar flúið frá þessu stríðshrjáða landssvæði.
Fijí-eyjar: Alls voru 3890 viðstaddir dagskrána á hinum sérstaka mótsdegi sem er meira en tvöfaldur boðberafjöldinn í september en þá gáfu 1404 boðberar skýrslu um starf úti á akrinum
Ísland: Í nóvember var nýtt boðberahámark með 266 boðbera. Viðstaddir dagskrána á sérstaka mótsdeginum 1. nóvember voru 400 og 3 létu skírast.
Japan: Nýja boðberahámarkið í septembermánuði var 172.512 boðberar.
Níger: Það var bræðrunum mikið gleðiefni að nýja þjónustuárið skyldi hefjast með nýju boðberahámarki, 169 boðberum og 3252 endurheimsóknum.
Réunion: Boðberarnir 2113 í september hafa aldrei verið fleiri og fyrir utan boðberahámarkið náðu einnig endurheimsóknirnar og biblíunámin nýju hámarki.
Svasiland: Nýtt boðberahámark náðist í september með 1543 boðberum og safnaðarboðberar voru að meðaltali 13,8 klukkustundir úti í boðunarstarfinu.