Verum regluleg í boðunarstarfinu
1 Gerum við ráðstafanir til að taka reglulega þátt í boðunarstarfinu? Skilum við starfsskýrslu okkar samviskusamlega og tímanlega í ríkissalnum í hverjum mánuði? Það er nokkuð sem við ættum öll að gera okkur far um og láta aldrei mánuð líða án þess að játa trú okkar opinberlega á einhvern hátt. — Rómv. 10:9, 10.
2 Auk þess að taka sjálf reglulega þátt í boðunarstarfinu viljum við hjálpa öðrum að gera það líka. (Fil. 2:4) Hvernig getum við gert það? Við kunnum að geta boðið óskírðum boðberum, sem eru nýbyrjaðir að fara út í boðunarstarfið, að starfa með okkur. Regluföst starfsáætlun mun stuðla að því að sannleikurinn haldist fastgreyptur í hjörtum þeirra.
3 Taktu reglulega þátt í boðunarstarfinu. Skilaðu trúfastlega inn starfsskýrslunni þinni í hverjum mánuði. Aðstoðaðu aðra við að taka þátt í starfinu úti á akrinum reglulega. Sýndu elsku öllu bræðrafélaginu. — 1. Pét. 2:17.