Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.93 bls. 1
  • Hverju munum við áorka á þessu þjónustuári?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hverju munum við áorka á þessu þjónustuári?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Hlustum á orð hinna vitru
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Að byggja upp andlega sterka fjölskyldu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 9.93 bls. 1

Hverju munum við áorka á þessu þjónustuári?

1 Þjónustuárið 1994 hefst 1. september. Þess vegna er núna viðeigandi tími fyrir okkur öll sem fólk Jehóva að gera það skýrt upp við okkur í huganum hverju við viljum áorka sem einstaklingar og skipulag á þessu nýja þjónustuári.

2 Haltu áfram að vaxa andlega: Ef stutt er síðan við komumst í tengsl við sannleikann ættum við að þrá að verða sterk í trúnni. (Hebr. 6:1-3) Ef við erum þegar andlega sterk ættum við ekki aðeins að hjálpa nýjum og öðrum heldur verðum við einnig að gæta að okkar eigin andlegu heilsu. Okkur ætti aldrei að finnast við búa yfir allri þeirri biblíuþekkingu og reynslu í kristnu líferni sem nauðsynleg er. Íhugum við dagstextann, höldum við í við biblíulestraráætlunina í dagskrá Guðveldisskólans og búum við okkur undir safnaðarbóknámið og Varðturnsnámið? Það ætti að vera lágmarkstakmark fyrir okkur öll. Við verðum að halda áfram að vaxa andlega til þess að geta lifað af eyðingu þessa illa heimskerfis og notið þeirrar verndar sem þarf til að ganga inn í nýjan heim Guðs. — Samanber Filippíbréfið 3:12-16.

3 Haltu áfram að vera andlega hreinn: Til þess að vera að fullu boðleg frammi fyrir Jehóva verðum við að hreinsast af „allri saurgun á líkama og sál [„anda,“ NW].“ (2 Kor. 7:1) Hvers vegna skyldum við, þegar við eitt sinn erum orðin hrein, vilja ‚velta okkur aftur í saur‘ þessa gamla heimskerfis? (Samanber 2. Pétursbréf 2:22.) Við verðum að vera staðráðin í að halda áfram að vera andlega sterk og hrein. Þá mun okkur ekki vera ókunnugt um vélabrögð Satans og við ekki láta blekkjast, lenda í syndafeni og missa velþóknun Jehóva. — 2. Kor. 2:11.

4 Hlýddu viturlegum ráðum: Orðskviðirnir 15:22 benda á: „Ef margir leggja á ráðin, fá þau framgang.“ Mundu þó að maðurinn, sem mælti þessi orð, Salómon, leyfði síðar meir ‚konum sínum að snúa hjarta sínu til annarra guða‘ af því að hann fylgdi ekki þeim leiðbeiningum Guðs að taka sér ekki útlendar konur. (1. Kon. 11:1-4) Ef við hlýðum ekki sjálf viturlegum ráðum hvernig getum við þá vænst þess að vera skilvirk í þjónustu Jehóva eða setja fordæmi sem verðugt er til eftirbreytni? (1. Tím. 4:15) Ráð Biblíunnar mun hjálpa okkur að varðveita hjarta okkar. (Orðskv. 4:23) Að elska það sem Jehóva elskar, hata það sem hann hatar, leita sífellt leiðsagnar hans og gera það sem honum þóknast er örugg vernd. — Orðskv. 8:13; Jóh. 8:29; Hebr. 1:9.

5 Tilbeiðsla okkar á Jehóva er ekki eitthvað vélrænt, ekki guðhræðsla í þeirri mynd sem menn í heiminum, er segjast kristnir, sýna, heldur kappsfull, virk og lifandi í samræmi við sannleikann eins og hann er að finna í orði Guðs. — Jóh. 4:23, 24.

6 Á hverjum degi kann að reyna á þann ásetning okkar að gera vilja Guðs. Sú vitneskja, að ‚bræður okkar um allan heim‘ mæta svipuðum prófraunum og að það er Jehóva sem styrkir okkur, ætti að efla kraft okkar. (1. Pét. 5:9, 10) Þannig mun okkur verða kleift að fullna þjónustu okkar á þjónustuárinu 1994. — 2. Tím. 4:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila