Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.93 bls. 2
  • Þjónustusamkomur fyrir nóvember

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur fyrir nóvember
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 1. nóvember
  • Vikan sem hefst 8. nóvember
  • Vikan sem hefst 15. nóvember
  • Vikan sem hefst 22. nóvember
  • Vikan sem hefst 29. nóvember
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 11.93 bls. 2

Þjónustusamkomur fyrir nóvember

Vikan sem hefst 1. nóvember

Söngur 29

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Hrósið boðberunum fyrir hlutdeild þeirra í prédikun Guðsríkis.

10 mín: „Draumar,“ Rökræðubókin, blaðsíðu 104-6. Flutt sem samræður við biblíunemanda. Nemandinn spyr um skynsemina í því að láta stýrast af draumum sínum. Þeir ræða hættuna sem því fylgir, hvernig það gæti gert okkur að fórnarlömbum veraldlegrar röksemdafærslu og illra anda. Sýnið mikilvægi þess að láta leiðast af frumreglunum í orði Guðs.

10 mín: Staðbundnar þarfir eða „Tjáskipti — meira en aðeins samtal.“ Ræða byggð á grein í Varðturninum (á ensku) frá 1. ágúst 1993, bls. 3-8.

15 mín: „Gildi Biblíunnar í heimi nútímans.“ Samræður milli starfshirðis og boðbera sem langar til að auka hæfni sína í starfinu hús úr húsi. Eftir að hafa rætt um tölugrein 3 biður starfshirðirinn boðberann að reyna kynninguna, sem stungið er upp á, með starfshirðinn sem húsráðanda. Eftir að hafa rætt um tölugrein 4 flytur starfshirðirinn kynninguna úr þeirri grein fyrir boðberanum.

Söngur 20 og lokabæn.

Vikan sem hefst 8. nóvember

Söngur 100

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Bendið á hentugar greinar í nýjustu blöðunum til að kynna þau. Vekið athygli á „Sérstakur mánuður til boðunarstarfs,“ og hvetjið alla að íhuga alvarlega möguleikana á að auka boðunarstarf sitt í desember sem aðstoðarbrautryðjendur eða með því að starfa með brautryðjendum.

15 mín: „Bókin sem veitir áreiðanlega leiðsögn.“ Spurningar og svör. Setjið endurheimsóknina, sem lýst er í tölugrein 3, fram í sýnikennslu. Hvetjið alla til að vera ákafir í að vekja athygli á hagnýtu gildi Biblíunnar þegar þeir ræða við fólk hús úr húsi og í endurheimsóknum.

20 mín: „Ungmenni — gleðjið hjarta Jehóva.“ Öldungur ræðir tölugreinar 1-18 við tvo eða þrjá unga, skírða boðbera. Leggið áherslu á það gagn sem ungt fólk hefur af góðu fordæmi ungmenna og á gildi „Ungt fólk spyr . . .“ greinanna. Skoðið ritningarstaðina eftir því sem tíminn leyfir.

Söngur 39 og lokabæn.

Vikan sem hefst 15. nóvember

Söngur 12

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Hrósið boðberunum fyrir að leggja sitt af mörkum til að standa undir útgjöldum safnaðarins, svo og fyrir framlög þeirra til ríkissalasjóðsins, ef við á, og til alþjóðastarfs Félagsins. Farið stuttlega yfir hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til boðunarstarfsins yfir helgidagana sem framundan eru og hvetjið alla til þátttöku í því.

15 mín: „Að annast andlegar þarfir heyrnarlausra.“ Spurningar og svör. Séu engir heyrnleysingjar í söfnuðinum, beinið þá athyglinni einkum að því að láta sér ekki yfirsjást að sinna heyrnarlausu fólki sem við finnum á starfssvæði okkar.

20 mín: „Ungmenni — gleðjið hjarta Jehóva.“ Farið yfir greinar 19-33 í viðaukanum með spurningum og svörum. Hafið viðtal við einn eða tvo unga boðbera. Fáið athugasemdir um hvernig söfnuðurinn hefur hjálpað þeim að þroskast andlega.

Söngur 9 og lokabæn.

Vikan sem hefst 22. nóvember

Söngur 18

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir. Hvetjið boðberana til að nota nýjustu blöðin í starfinu næstu helgi.

15 mín: „Hjálpum biblíunemendum að búa sig undir biblíunámið sitt.“ Farið yfir efnið með spurningum og svörum. Lesið greinarnar eftir því sem tíminn leyfir.

20 mín: „Rökræðir þú út af Ritningunni?“ Bróðir, sem nær góðum árangri í starfinu hús úr húsi og í endurheimsóknum, fer yfir þetta efni með spurningum og svörum. Eftir umfjöllun um tölugrein 4 skal hafa sýnikennslu um hvernig boðberi getur endursagt ritningarstað eða mælt hann fram eftir minni þegar húsráðandi er upptekinn. Leggið, að lokinni sýnikennslunni, áherslu á að fylgja þessari tillögu er við leitumst við að ‚prédika orðið‘ á svæði þar sem margt fólk er alltaf upptekið eða lítur ekki upp úr dagsins önn. (2. Tím. 4:2) Þegar farið hefur verið yfir tölugrein 6 skal fá boðbera, sem er leikinn í notkun Rökræðubókarinnar, til að segja frá hvernig hann notar hana í boðunarstarfinu.

Söngur 7 og lokabæn.

Vikan sem hefst 29. nóvember

Söngur 43

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Hvetjið þá sem það geta til að vera aðstoðarbrautryðjendur í desembermánuði.

15 mín: „Biblían — hagnýtur leiðarvísir fyrir nútímamanninn.“ Ræða fjölskylduföður byggð á grein í Varðturninum (enskri útgáfu) frá 1. maí 1993. Dragið skýrt fram hvernig það getur stuðlað að friðsælu og kærleiksríku andrúmslofti innan fjölskyldunnar að fara eftir frumreglum Biblíunnar. Fáið eina eða tvær undirbúnar athugasemdir frá áheyrendum sem sýna hvernig ráðleggingar frá orði Guðs hafa hjálpað fjölskyldu eða einstaklingi.

20 mín: Biblíusögubókin mín notuð til að hjálpa sauðumlíkum mönnum í desember. Efnið rætt við áheyrendur. Varpið fram spurningum til barnanna og unglinganna um hvernig bókin hefur komið þeim að gagni og hvernig þau hyggist nota hana sem best í boðunarstarfinu í desember. Hvaða kafla er einkum hægt að tengja hlutverki Krists í fyrirætlun Guðs? Tvær sýnikennslur: 1) Reyndur boðberi býður Biblíusögubókina eftir samræður í starfinu hús úr húsi. 2) Ungur boðberi í skóla býður bekkjarbróður sínum bókina eftir stutt samtal um jólafríið. Hvetjið alla til að nota þessa bók vel í desember.

Söngur 107 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila